Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201934 LÍF&STARF Hamprækt í Gautavík í Berufirði: Möguleikar í nýtingu hamps óendanlegir Nýbýlingarnir í Gautavík í Beru­ firði stefna á að verða sem mest sjálfbær og framleiða sem mest sjálf til eigin nota. Í sumar gerðu þau tilraun með að rækta iðnaðarhamp til framleiðslu á trefjaplöntum sem hráefni í gjafavörur og leikföng sem þau framleiða. Á síðasta ári létu Pálmi Einars­ son og eiginkona hans, Oddný Anna Björnsdóttir, gamlan draum rætast og keyptu sér jörð, Gautavík í Berufirði. „Jörðin er 850 hektarar að stærð, með tveggja kílómetra strandlengju og jafn löngum fjallgarði og um fjórir kíló metrar þar á milli og því nóg pláss fyrir okkur og krakkana,“ segir Pálmi. Pálmi, sem er iðnhönnuður og bóndi, er einlægur tals maður sjálfbærni og samvinnu. Hann hefur einnig mikinn áhuga á að rækta hamp og vekja athygli á fjölbreyttu notagildi hans. Pálmi lærði iðnhönnun í Hollandi og bjó í sjö ár í Bandaríkjunum. Hann er fyrrum þróunarstjóri Össurar hf. og með 30 ára reynslu í hönnun og að koma vörum á markað. Hjónin reka hönnunar­ og ráðgjafarfyrirtækið Geislar og framleiða umhverfisvænar gjafavörur, minjagripi og módel­ leikföng. Markmiðið er sjálfbærni „Hugmyndin við að flytja í Beru­ fjörð er að gera okkur sem mest sjálfbær og að vinna að rannsóknum tengdum sjálfbærni. Ég hef enga trú á því að við komum til með að reka stórt bú í framtíðinni heldur stunda blandaðan búskap fyrst og fremst til sjálfsþurftar og vinna með öðrum í sveitinni að því að verða sem mest sjálfbær. Sjálfbærni þýðir ekki að við verðum að framleiða allt sjálf heldur að við framleiðum ákveðna hluti og aðrir annað og svo getum við deilt þeim okkar á milli eftir þörfum. Ein af þessum sjálfbærni hug­ myndum tengist því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum hráefni fyrir eigin framleiðslu.“ Hátæknilausnir með hampi „Áhugi minn á hampi og notkun á hampafurðum hófst þegar ég starfaði hjá Össuri hf. við rannsókna­ og þróunarstarf. Í kringum 2010 ætlaði ég að leggja til að fyrirtækið skipti út kol­ og glertrefjum, sem eru notaðar í framleiðslu gervilima og spelka, yfir í hamptrefjar, en ekkert varð úr því. Í mínum huga var þetta ekki bara umhverfisvæn lausn heldur líka hátæknilausn sem ég stóð gapandi yfir á þeim tíma. Þegar ég fór að kynna mér möguleika hamps til framleiðslu á alls kyns hlutum, bæði til iðnaðar og til lyfjagerðar, trúði ég varla mínum eigin augum og áttaði mig fljótlega á hversu röng pólitíkin í kringum plöntuna er og hversu miklir hagsmunir eru í húfi á mörgum sviðum. Það er reyndar með ólíkindum hvað er hægt að gera úr hampi og möguleikunum hefur fjölgað mikið á síðustu árum.“ Í vor hófu þau hjónin tilrauna­ ræktum á hampi á um hektara til að athuga hvort hægt væri að framleiða trefjaplötur úr heima ræktuðum hampi til að nota í framleiðslu Geisla. „Hugmyndin er að rækta sjálf hráefnið sem við þurfum til eigin framleiðslu og vera þannig sjálfbær á þann hátt. Í dag notum við innfluttan birki krossvið í gjafavörurnar og MDF plötur í módelleikföngin en langar að geta framleitt okkar eigið hráefni hér á staðnum og þar kemur hampur sterkur inn. Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef séð eru hamp­ trefjar með allra sterkustu trefjum sem finnast í plöntuheiminum og þótt víðar væri leitað. Í dag eru plötur úr hamp trefjum mikið notaðar í klæðningar og sem einangrun í bílum og kjötið innan úr stönglunum í steypu til húsbygginga, undir burð og fleira. Úr lyfjahampi, sem er annað afbrigði en sá hampur sem við erum að rækta, eru unnin lyf sem innhalda til dæmis virka efnið THC. Það efni er í snefilmagni í iðnaðarhampi og ólöglegt að rækta plöntur sem innihalda meira en 0,2% af því hér á landi.“ Felina, Futura og Finola Pálmi segir að þau hafi sáð þremur afbrigðum af iðnaðarhampi frá Hempoint í vor, Felina 32, Futura 75 og Finola. Felina 32 afbrigðið er aðallega ræktað vegna blómanna sem innihalda CBD kannabíóða en hefur einnig góðan massa og trefjar. Futura 75 er aðallega trefjaplanta og blómstrar lítið. Finola er sama tegundin og Sveinn á Kálfskinni gerði tilraun með að rækta 2008 og ég ásamt öðrum gerðum tilraun með að rækta á Heklusvæðinu 2013. Hún er aðallega ræktuð vegna blómanna og fræjanna sem eru næringarrík fæða fyrir menn og dýr og úr þeim unnin meðal annars hampolía og próteinduft sem fæst í flestum matvöru verslunum. Við sáðum beint út í tilraunareitina 1. júní og öll afbrigðin hafa komið vel út eftir sumarið. Plönturnar eru um 130 sentímetrar að hæð en geta orðið allt að þrír metrar þegar best lætur. Sumarið sem leið var óvenju þurrt og greinilegt að skortur á vatni Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi í Gautavík, skoðar vöxt iðnaðarhampsins í Berufirði. Myndir / PE og OAB. Pálmi skoðar blóm hampsins undir smásjá. Fyrsta skrefið í uppskerunni var að skera blómin af Finola afbrigðinu, þurrka og skoða kristalmyndunina á blómum og laufum. Iðnaðarhampur er ríkur af trefjum. Uppskeran bundin í knippi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.