Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 2019 29 sem heitir Fossavatn. Sumarbjórinn okkar heitir Sæunn dansar mangó. Hann dettur svo út í haust og þá kemur jólabjórinn inn.“ – Þið eruð þá stöðugt að gera tilraunir með nýjungar? „Já, við reynum samt alltaf að eiga á lager fjórar gerðir sem við höldum okkur við sem grunn. Síðan erum við með tvo bjóra sem við leyfum okkur að leika okkur aðeins með. Þá erum við að horfa á árstíðabundna bjóra, eins og jólabjór, páskabjór og sumarbjór.“ Hákon segir að ekki liggi nein föst stefnumörkun að baki hvernig bjór þeir framleiði. Ef honum og bruggaranum, Vali Norðdahl, detti í hug að prófa eitthvað nýtt, þá geri þeir einfaldlega tilraun. „Við erum ekki að ofhugsa þetta neitt og ekki að reyna að stæla beint erlendar bjórastefnur. Hugmyndirnar koma einfaldlega úr öllum áttum. Þannig var það t.d. með mangóbjórinn. Við smökkuðum einhvern erlendan mangóbjór sem okkur langaði til að gera aðeins öðruvísi. Úr varð bjórinn Sæunn dansar mangó.“ Vatnið úr Vestfjarðagöngum var lykillinn að framleiðslunni Hákon segir að lykillinn að bjór­ framleiðslunni sé að sjálfsögðu gott vatn. Þegar Vestfjarðagöngin voru grafin á árunum 1991–1996 urðu miklar tafir á framkvæmdum vegna stórra vatnsæða sem opnuðust. Þegar til kom reyndist vatnið íbúum Ísafjarðar mikill happafengur, en þar var áður notast við yfirborðsvatn. Í dag er allt neysluvatn á svæðinu fengið úr göngunum. Í bjórinn er því notað ákaflega gott og tært lindarvatn sem á upptök sín í fjöllunum við Breiðadals­ og Botnsheiðar. Vatnið er síað og algerlega hreinsað í gegnum 14 milljón ára gömul hraunlög. Samkvæmt lýsingu Jóns Reynis Sigurvinssonar jarðfræðings þá skapar staðsetningin og einstakar jarðfræðilegar aðstæður náttúru­ lega lágt steinefnainnihald og hátt basískt jafnvægi. Vatnið er því án aukefna sem gefur hreinna og frískara bragð. Dokkubjórinn vinsæll meðal gesta af farþegaskipunum Til Ísafjarðar streymir mikill fjöldi erlendra ferðamana sem koma þangað með farþegaskipum á hverju sumri. Með skipunum komu um 130.000 manns í sumar og leið þeirra sem fara í land liggur einmitt rétt hjá Dokkunni brugghúsi. Segist Hákon reyndar ekki hafa tölu á hversu margir ferðamenn af þessum skipum komi við hjá þeim að smakka bjór, en þeir skipti mörgum þúsundum á sumri, líklega nálægt tíu þúsund. Gerir lukku meðal „stálpaðra“ fermingarbarna Þegar Bændablaðið tók hús á Hákoni í Dokkunni fyrir skömmu voru þar líka í heimsókn fermingarbörn sem fædd voru 1955 og fermdust í Ísafjarðarkirkju hjá séra Sigurði Kristjánssyni, föður séra Agnesar Sigurðardóttur, núverandi biskups Íslands. Ekki bar á öðru en að fermingarbörnunum líkaði ísfirski bjórinn vel, enda af mörgum afbrigðum Dokkubjórs að taka. Reyndar var heldur ekki annað að sjá þennan sama dag en fermingarbörn fleiri árganga séra Sigurðar hafi líka komist á bragðið og þætti ísfirski mjöðurinn býsna góður. Kannski ekki beint í strangasta anda kristilegs uppeldis, en prúðmennska og hófstillt framkoma var þó allavega til fyrirmyndar. Aðdáun á framtakssemi eigenda Dokkunnar leyndi sér heldur ekki í svip þessara vel stálpuðu fermingarbarna. Virðist upplifunin Ísafjarðar­ púkanna svipuð og hjá þúsundum annarra gesta sem heimsótt hafa brugghúsið, en það er í gönguleið ferðamanna af skemmtiferðaskipum sem heimsækja Ísafjörð. Á TripAdvisor má m.a. finna fjöl­ margar hástemmndar lýsingar um ágæti Dokkubjórsins. Um 88% þeirra segja Dokkubjórinn vera frábæran eða „excellent“. „Stenst samanburð við bjór frá hvaða örbrugghúsi sem er“ Einn gesturinn sagði t.d. í sinni athugasemd í lauslegri þýðingu: „Ísafjörður er heillandi bær og vel þess virði að heimsækja. Dokkan brugghús er staðsett nálægt þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að bryggju og því frábær staður til að klára skoðunarferðina um þorpið. Þeir eru að brugga frábæran bjór sem stenst samanburð við bjór frá hvaða örbrugghúsi sem er, en ég bý á heimasvæði mikilla örbrugghúsa í Portland og Oregon.“ Margar fleiri athugasemdir af svipuðum toga má finna um Dokkuna á vef TripAdvisor og sannarlega ekki amalegt að fá slík ummæli. Hafa vart undan en ætla ekki að fara of geyst í stækkun „Þegar skemmtiferðaskipin koma er þéttsetin hjá okkur gestastofan. Þó við höfum varla undan að framleiða bjór, þá er stækkun ekki enn komin á teikniborðið. Auðvitað er alltaf verið að skoða hlutina, en menn verða líka að passa sig að fara ekki of geyst,“ segir Hákon. – Hugmyndafræðin á bak við staðbundin örbrugghús, byggir hún ekki einmitt á að nýta kosti þess að vera með lítil umsvif? „Jú, það getur verið kostur að vera lítill. Það er annaðhvort að vera með þægilega lítið brugghús eða að vera þá það stór að maður njóti hagkvæmni stærðarinnar. Þá kemur margt annað inn í sem er kostnaðarsamt og vandasamt í svona rekstri, eins og markaðssetning og dreifing. Í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa Dokkan brugghús er í Samtökum íslenskra handverksbrugg húsa sem voru stofnuð 2018. Samtökin hyggjast standa vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa. Vilja lægra áfengisgjald á framleiðslu örbrugghúsa Hákon segir að núverandi áfengisgjald sé mjög íþyngjandi fyrir örbrugghúsin. Því berjast samtökin Fyrir því að smærri áfengisframleiðendum verði veittur afsláttur af áfengisgjaldi í samræmi við venjur og heimildir frá Evrópu­ sambandinu. Sala áfengis í matvöruverslunum tvíeggjað sverð Bent hefur verið á að hugmyndir um að heimila sölu áfengis í matvöru­ verslunum sé kannski ekki sérlega vel ígrundað dæmi. Þó lagafrumvörp um slíkt hafi verið lögð fram undir yfirskini aukins frelsis og hagræðis fyrir neytendur og meira valfrelsis, þá geti raunin orðið þveröfug. Telja sumir að slíkt geti hæglega orðið banabiti flestra örbrugghúsa í landinu því í slíku umhverfi ráði óhjákvæmilega afl þeirra stærstu og sterkustu á markaðnum. Um leið myndi tegundaúrvalið minnka stórlega frá því sem nú er í verslunum ÁTVR og val neytenda því verða ansi mikið fátæklegra. Samfara því glötuðust þau atvinnutækifæri og þekking sem hafa verið að skapast í framleiðslu handverksbrugghúsa á undanförnum árum Fái að selja framleiðslu sína beint til almennings Samtök íslenskra handverks­ brugghúsa vilja að framleiðendur fái að selja framleiðslu sína beint til almennings út úr verksmiðjum sínum eins og tíðkast á öðrum Norðurlöndum þar sem ríkið hefur einkaleyfi á áfengissölu. Samtökin vilja einnig standa vörð um aðgengi handverksbrugghúsa með vörur sínar á bari og í verslanir ÁTVR. Þetta getur skipt lítil handverks­ brugghús miklu máli. Þó Dokkan sé staðsett í aðeins í um 200 metra fjarlægð frá vínbúð ÁTVR á Ísa­ firði og geti vísað áhugasömum kaupendum þangað, þá er það ekki svo með fjölda annarra brugghúsa. Sum eru uppi í sveit, eða á stað þar sem jafnvel geta verið tugir eða hundruð kílómetra í næstu vínbúð. Fyrir slík brugghús getur orðið ansi snúið að koma sinni framleiðslu á framfæri. Því getur skipt sköpum fyrir handverksbrugghúsin að þau fái að selja sína framleiðslu beint til almennings. Handverksbrugghús eru staðsett í öllum fjórðungum landsins. Aðilar að Samtökum íslenskra handverks­ brugghúsa eru: Austri brugghús Egilsstaðir Bastard / brewpub Reykjavík Beljandi brugghús Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands Hólar í Hjaltadal The Brothers Brewery Vestmannaeyjum Brugghús Steðja Borgarfirði Brugghúsið Draugr Hvalfirði Bruggsmiðjan Kaldi Árskógssandi Bryggjan Brugghús Reykjavík Dokkan brugghús Ísafirði Eimverk distillery Garðabæ Gæðingur Skagafirði Húsavík Öl Húsavík Jón Ríki brewery & restaurant Höfn í Hornafirði Malbygg Reykjavík RVK Brewing Co. Reykjavík Segull 67 brewery Siglufirði Smiðjan brugghús Vík í Mýrdal Ægir brugghús Reykjavík Ölverk Hveragerði Ölvisholt brugghús Góð samvinna „Við vinnum mikið saman hjá litlu brugghúsunum. Það er gott að geta leitað þannig ráða hjá öðrum. Litlu brugghúsin hafa líka sett sterkan svip á mannlífið á landsbyggðinni. Samtökin gefa út kort eða eins konar vegvísi fyrir ferðamenn. Maður verður vel var við að fólk keyrir hringinn um landið og kemur við í litlu brugghúsunum. Við njótum góðs af því og höfum fengið góðar viðtökur síðan við byrjuðum og framtíðin er björt,“ segir Hákon Hermannsson. Dokkan er örnefni sem þekkt er hér í bæ. Svæðið þar sem smábátahöfnin er, er í daglegu tali kallað Dokkan af innfæddum Ísfirðingum. Líklegt er að þetta nafn sé dregið beint af enska orðinu „dock“ sem merkir skipakví. Það var árið 1857 sem maður að nafni Hjálmar Jónsson, frá Kambi í Trékyllisvík, byggði kvína. Hjálmar hafði verið sjómaður og flutti til Kaupmannahafnar til að stunda sjóinn, hann nam síðan skipasmíðar þar ytra. 1852 kom hann svo til Ísafjarðar og var mikið í skipaútgerð og verslunarrekstri við annan mann (Torfi Halldórsson). Kunnu Ísfirðingar vel að meta að fá þennan skipasmið til bæjarins. Mikill framfarahugur var í bænum á þessum árum. Hjálmar réðst í að byggja (Dokkuna) skipakví sem hann lét grafa inni í landi og var þetta stærri og fullkomnari kví en áður hafði verið gerð hér á landi. Með þessu fékkst öruggt vetrarlægi fyrir hákarlaskipin, einnig spöruðu eigendur skipa sér mikið erfiði sem fylgdi því að draga skipin á kamb við vertíðarlok og setja þá svo aftur fram í vertíðarbyrjun. Þetta var mikið mannvirki á þessum tíma, hún var með tvöföldum tréveggjum og á milli þeirra var fyllt með grjóti og möl. Allt að 7 skip gátu legið þarna en stærðin var um 7–800 fermetrar. Hjálmar flutti síðar til Kaupmannahafnar aftur eftir að hafa selt Ásgeiri Ásgeirssyni Dokkuna, þar dvaldi hann sín síðustu æviár. Ásgeir Ásgeirsson var einn af burðarásum í atvinnulífinu hér á þessum árum og notaði hann kvína fyrir skipin sín. Það var svo 1920 sem ákveðið er að fylla upp í kvína og byggja geymslur og fiskhjalla á uppfyllingunni, síðar var byggð bryggja út frá kvínni sem var alltaf kölluð Dokkubryggjan. DOKKAN Dokkan á Ísafirði frostaveturinn mikla 1918. Bátar frosnir fastir í ísnum á Sundunum í Skutulsfirði. Bólverkið á fremsta hluta Dokkunnar skömmu áður en það hvarf undir uppfyllingar vegna framkvæmda við nýja Sundahöfn. Hákon segir að ekki liggi nein föst stefnumörkun að baki hvernig bjór þeir framleiði. Ef honum og bruggaranum, Vali Norðdahl, detti í hug að prófa eitthvað nýtt, þá geri þeir einfaldlega tilraun. Dokkubjórinn er látinn gerjast í tönkunum undir þrýstingi og þá samlagast náttúrulega kolsýran sem myndast bjórnum betur en kolsýra sem hleypt er á hann eftir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.