Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 20198 Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík fær afbragðs­ góða dóma meðal Íslendinga í sinni fyrstu mælingu á topplista fyrirtækja hjá MMR. Lendir Arna þar í fimmta sæti og segjast 40% Íslendinga nú nota vörur frá Örnu að staðaldri. Annað árið í röð trónir Fjarðarkaup á toppi lista MMR yfir þau fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með. Í með­ mælavísitölu MMR eru 135 þjónustu­ og framleiðslu fyrirtæki. Staða mjólkurvinnslunnar Örnu vekur þó athygli en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið er mælt í könnun MMR. Skýst fyrirsætið beint í fimmta sæti listans. Það sem meira er þá segjast 40% Íslendinga nú nota vörur frá Örnu að staðaldri. Hálfdán Óskarsson, samlags­ stjóri og einn af eigendum mjólkurvinnslunnar Örnu, segist afar þakklátur fyrir þessa upphefð. „Neytendur hafa líka staðið mjög vel með okkur.“ Hefur vaxið um 30–40% á ári Arna hefur sérhæft sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum, en fyrirtækið hóf framleiðslu í Bolungarvík í september 2013. „Það hefur verið mjög hraður vöxtur í framleiðslunni hjá okkur, eða um 30–40% á ári. Það getur tekið í að halda í við slíkan vaxtarhraða. Við höfum samt náð að leysa öll vandamál sem eru því samfara og fyrirtækið hefur skilað hagnaði síðustu þrjú árin,“ segir Hálfdán. Með 28 starfsmenn og nægt húsnæði til stækkunar – Hvað eruð þið með margt starfsfólk í dag? „Núna erum við 28 sem störfum hjá fyrirtækinu og flest í Bolungar­ vík. Markaðsstjórinn, Arna, dóttir mín, er með aðsetur fyrir sunnan og svo erum við þar líka með sölumann.“ Framleiðsla Örnu er í húsnæði sem áður hýsti rækjuverksmiðju og þar áður frystihús Einars Guðfinnssonar. Hálfdán segir frábært að hafa getað byrjað í húsnæði sem var tómt og gaf mikla möguleika á að útvíkka starfsemina. Nú er búið að leggja undir starfsemina í Bolungarvík um 3.500 fermetra af um 5.000 sem mögulegt er að nýta undir sama þaki. Auk þess var gamla mjólkurstöðin á Ísafirði keypt og þar eru nú framleiddir laktósafríir ostar. „Við byrjuðum á osta fram leiðsl unni í vor og hún hefur gengið fínt. Nú erum við að framleiða sex tegundir, mozarella, krydd osta, rifosta og slíkt. Þá hefur gengið afskaplega vel sala á haustjógúrtinni okkar. Við fengum sjö tonn af aðalbláberjum sem voru komin í hús um miðjan ágúst. Við notuð þau í haustjógúrtina og framleiðum hana fram í miðjan nóvember. Þessi jógúrt hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. Við hugsum þetta bara sem árstíðabundna vöru og aðalbláberin okkar eru afskaplega bragðgóð og mun bragðmeiri en innflutt ber,“ segir Hálfdán. Nýta nú mun meiri mjólk en bændur framleiða á Vestfjörðum Stefnan var strax tekin á að reyna að framleiða úr allri mjólk sem framleidd væri á svæðinu. Á norðanverðum Vestfjörðum eru nú framleidd um 1,5 milljónir lítra af mjólk á ári og um 1 milljón lítra á sunnanverðum Vestfjörðum. „Arna mun líklega framleiða úr um fimm milljónum lítra á yfirstandandi ári. Við erum því að taka til okkar alla mjólk sem til fellur hjá bændum á Vestfjörðum og fáum það sem upp á vantar í Búðardal. Framleiðsla Örnu er því komin langt fram úr því sem framleitt er í fjórðungnum,“ segir Hálfdán. Kaupir alla mjólk í gegnum Auðhumlu Arna kaupir alla mjólk til fram­ leiðsl unnar af Auðhumlu sem kaupir hana beint af bændum. MS sér hins vegar um að sækja mjólkina til bænda. Þeim hluta mjólkurinnar sem kemur frá bændum á norðan­ verðum Vestfjörðum, þ.e. í Hattar­ dal, Dýrafirði, Önundar firði og Súgandafirði, er ekið beint til vinnslu í Bolungarvík. Við það sparast mikill akstur sem annars hefði verið til Búðardals. Mjólk sem bændur framleiða á sunnanverðum Vestfjörðum, um einni milljón lítrum, er enn sem komið er ekið til Búðardals og þaðan til Bolungarvíkur. Með tilkomu Dýrafjarðarganga, sem taka á í gagnið á næsta ári, skapast hins vegar möguleiki á að flytja mjólkina beint til Bolungarvíkur. „Ég myndi halda að það verði mun hagkvæmara að flytja mjólkina beint af Barðaströndinni til okkar við tilkoma jarðganganna,“ segir Hálfdán. „Annars hefur Auðhumla staðið sig ágætlega í því að skaffa þá mjólk sem við höfum þurft. Fyrir mjólkina borgum við 11% hærra verð en grundvallarverðið er til bænda. Inni í því er flutningurinn á mjólkinni, sýnataka og annað.“ Í dag er mjólk á norðanverðum Vestfjörðum framleidd á bæjunum Gemlufalli í Dýrafirði, Hóli og Vöðlum í Önundarfirði, Botni í Súgandafirði og í Hattardal við Álftafjörð. Þessir bæir framleiða um 1,5 milljónir lítra í ár. Bærinn Ós í Bolungarvík hætti framleiðslu á mjólk á síðastliðnu vori. Fjarðarkaup og Arna toppa matvælageirann Í fréttatilkynningu frá MMR segir, líkt og áður sagði, að Fjarðarkaup sé efst á lista íslenskra fyrirtækja í Meðmælakönnun MMR annað árið í röð. „Það er því greinilegt að verslun­ in hafnfirska kann að höfða til viðskiptavina sinna en fyrirtækið hefur hvað eftir annað skákað stærri verslunarkeðjum og hefur verið á meðal 10 efstu fyrirtækja í meðmælavísitölunni frá því að mælingar hófust árið 2014. Þá vekur sérstaka athygli að Arna rýkur upp lista ársins og hafnar í fimmta sæti en 40% svarenda könnunarinnar kváðust reglulega versla vörur fyrirtækisins, hærra hlutfall viðskiptavina en hjá nokkru öðru fyrirtæki á lista þeirra fimm efstu. Það er því nokkuð ljóst að landsmenn hafa heldur betur tekið vel við tilraunum þessarar ungu og efnilegu mjólkur vinnslu til að hrista upp í mjólkurvöru markaðn um.“ Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferða fræðinni en meðmæla vísitalan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með (eða hallmæla) fyrir­ tækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niður­ stöður mæling anna gefa því góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði, enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifa­ þáttur í ákvörðunar töku neytenda um hvort stofna eigi til viðskipta­ sambands við fyrirtæki. Smærri fyrirtæki skáka risunum Þá segir að fleiri smærri fyrirtæki skáki risunum í atvinnugreinum sínum og má þar nefna nýliða Hreyfingar og Reebok Fitness sem koma með látum inn á lista efstu fyrirtækja meðmælavísitölunnar. „Það er greinilegt að líkamsrækt á stóran sess í hjörtum landsmanna en Hreyfing fylgir fast á hæla Fjarðarkaups í öðru sætinu og Reebok Fitness vermir það níunda. Eldsneytissala Costco skorar hærra en verslun fyrirtækisins Einnig er áhugavert að sjá breyti­ leika í vinsældum eldsneytis­ og smásöluþjónustu Costco en alþjóðlegi verslunarrisinn var þetta árið bæði mældur í atvinnu­ greinum matvöru verslana og olíu félaga eftir að hafa einungis verið fyrir í flokki matvöru­ verslana síðustu tvö ár. Nokkurn mun er að finna á velgengni fyrirtækisins í þessum tveimur flokkum en eldsneytisþjónusta Costco kemur sér fyrir í þriðja sæti meðmælavísitölunnar í ár, allnokkru ofar en smávöruverslun Costco sem fellur af lista tíu efstu fyrirtækja,“ segir í frétta­ tilkynningu MMR. /HKr. Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík í fimmta sæti á topplista MMR yfir þau fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með: Um 40% Íslendinga segjast nota vörur Örnu að staðaldri – Erum afar þakklát, segir framkvæmdastjórinn en fyrirtækið hefur vaxið um 30–40% á ári Hálfdán Óskarsson, mjólkurfræðingur og samlagsstjóri Örnu, segir neytendur hafa staðið mjög vel með fyrirtækinu. Myndir / HKr. FRÉTTIR Skoðaðu úrvalið á: www.hekla.is/mitsubishisalur L200 4x4 Intense, 33” breyttur Verðlistaverð 6.070.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri | Bílasala Selfoss | Bílás Akranesi | BVA Egilsstöðum Veiðitilboð Mitsubishi Tilboðsverð 5.370.000 kr. Sjávarútvegssýning í Laugardalshöll Sjávarútvegs sýning­ in Iceland Fishing Expo 2019 er haldin í Laugardals höllinni í Reykjavík þessa dagana. Sýningin er ennþá stærri en sú síðasta, sem haldin var árið 2016. Sýnendur eru í þremur sölum hallar­ innar og einnig á útisvæði. Alls taka 120 fyrirtæki þátt, bæði innlend og erlend. Þau sýna m.a. tækja­ búnað og kynna ýmsa þjónustu sem tengist sjávarútveginum. Að sögn sýningar­ haldara eru íslensk tækni­ fyrirtæki í fremstu röð á sýningunni, sem hefur vakið athygli víða um heim. Von er á fjölda erlendra gesta. Sýningin verður opin á fimmtudag og föstu dag frá kl. 10.00 til 18.00 báða dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.