Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201922
TÆKNI&VÍSINDI
UTAN ÚR HEIMI
Pólitísk „græn hugmyndaskriða“ endurspeglast í kosningum víða um Evrópu:
Stjórnmálamenn ESB skoða álagningu
loftslagsskatta á innfluttar vörur
– Verðum að gera sambærilegar kröfur á innflutning hjá okkur, segir sérfræðingur hjá Samtökum norskra landbúnaðarsamvinnufélaga
Hugmyndir um kolefniskatta á
landbúnaðarvörur og aðrar vörur
sem fluttar eru til ESB-landa
gæti lamað landbúnaðarfram-
leiðslu í mörgum viðskipta lönd-
um ESB. Eina leiðin til að mæta
því að mati sérfræðings hjá
Samtökum norskra landbúnaðar-
samvinnufélaga er að tekin verði
upp þverpólitísk og sambærileg
viðskiptastefna í löndum eins og
Noregi. Sú stefna geri sömu kröfur
til innflutnings og gerðar séu til
innlendrar framleiðslu, m.a. hvað
varðar notkun sýklalyfja.
Grænu flokkarnir urðu sigur
vegarar í sveitarstjórnar kosning
unum í Noregi 9. september. Þá
var kosið í sveitarstjórnir og á
fylkisþing. Það blæs líka grænn
vindur utan landamæra landsins,
segir í grein í Bondebladet í Noregi
í síðustu viku.
Umbreytinga í átt að grænni
viðskiptastefnu í ESB
„Margt bendir til meiri umbreytinga
í átt að grænni viðskiptastefnu í
ESB næstu fimm árin,“ segir Arne
Ivar Sletnes, yfirmaður alþjóða
mála hjá Samtökum norskra land
búnaðar samvinnufélaga (Norsk
Landbruksamvirke), sem er eins
konar SÍS þeirra Norðmanna.
Sletnes segir að kosningin á
nýtt Evrópuþing í sumar hafi leitt
til mikils uppgangs Græningja og
fyrir flokka sem nú hafa sameinast
undir heitinu „Endurnýjum Evrópu“.
Þessir tvö stjórnmálaöfl muni hafa
veruleg áhrif á Evrópuþinginu.
Vaxandi krafa um sjálfbæra
framleiðslu
Græningjar krefjast viðskipta
stefnu sem stuðli að því að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda,
styrkja umhverfis gildi, standa vörð
um réttindi starfsmanna og gera
mögulegt að ná 17 alþjóðlegum
sjálfbærni markmiðum. Stjórnmála
aflið „Endurnýjun Evrópu“ deilir að
mestu grænum hugmyndum hvað
varðar viðskiptastefnu um sjálfbæra
þróun, segir sérfræðingurinn Sletnes.
Krafa um loftslagsskatt
Sletnes bendir á að þessir flokkar
séu ekki einir á þessari línu.
Nýráðinn forseti
fram kvæmda
stjórnar Evrópu
sambandsins,
hin þýska
Ursula von der Leyen,
hefur svarað kröfum þingsins. Hún
leggur áherslu á loftslag, sjálfbærni
og jafna dreifingu sem lykil verkefni
í stefnu ESB.
„Meðal áþreifanlegra aðgerða
í alþjóðaviðskiptum leggur hún til
að sett verði kolefnisgjald við ytri
landamæri ESB. Þetta mun koma
í veg fyrir „kolefnisleka“, gera
innfluttar vörur með meiri losun
gróðurhúsalofttegunda dýrari og
hjálpa þannig til við að draga úr
hlýnun jarðar,“ segir Sletnes.
„Ef innfluttar vörur eru að valda
meiri losun en gerð er krafa um í
ESB verður lagður á þær einhvers
konar loftslagsskattur. Nú er unnið
að því að finna út hvernig hægt sé
að útfæra þetta,“ segir hann í samtali
við Bondebladet.
„Nánar tiltekið er þetta ekki
komið mjög langt ennþá, en pólitísk
umræða og viðleitni til að hugsa um
hvernig hægt er að framkvæma þetta
er komin lengra í ESB en í Noregi,“
segir Sletnes enn fremur.
Snýst um samkeppnishæfni
„Þessi hugsunarháttur er mikilvægur
fyrir norskan landbúnað,“ segir
Sletnes.
„Ef við eigum að hafa
sjálfbæran landbúnað
í Noregi, þá hlýtur það
líka að vera arðbært að
framleiða á sjálfbæran hátt.
Þá verðum við að gera jafn
strangar kröfur um vörur
sem við flytjum inn og þær
sem við framleiðum sjálf.
Sífellt fleiri stjórnmálamenn
í ESB eru talsmenn þessarar
skoðunar,“ segir Sletnes.
Strangari kröfur
varðandi norska framleiðslu
en innflutta
Í dag gera Norðmenn strangari
kröfur til eigin framleiðslu á mörgum
sviðum en viðgengst í þeim löndum
sem þeir kaupa vörur frá. Þetta
leiðir til hærra framleiðsluverðs á
norskum vörum, samanborið við
innflutningsvörurnar.
„Maður glatar samkeppnishæfni
ef leggja þarf út í mikinn kostnað
við að framleiða vörur á sjálfbæran
hátt í Noregi þegar það sama
gildir ekki gagnvart vörum sem
fluttar eru inn. Til að viðhalda
samkeppnishæfni verðum við að
gera sambærilegar kröfur. Það er
verið að talað um að setja sömu
kröfur um losun gróðurhúsa loft
tegunda og gerðar eru varðandi
sýklalyfjanotkun,“ segir yfirmaður
alþjóðamála hjá Samtökum norskra
landbúnaðarsamvinnufélaga.
Innflutningur landbúnaðarafurða
til Noregs er að aukast. Sletnes
segir þetta vera vandamál. Það
snúist um hvernig hægt sé að vera
samkeppnishæfur án þess að það
leiði til aukins innflutnings. Í þessu
samhengi sé þessi viðskiptastefna
ESB afar mikilvæg.
Mun ESB vísa veginn?
„Norsku landbúnaðarsamtökin telja
að við verðum að setja sömu kröfur
um sjálfbærni varðandi innfluttar
matvörur og gerðar eru um matinn
sem framleiddur er í Noregi. Við
erum spennt að sjá hvort ESB,
með sínum grænu breytingum á
viðskiptastefnu sinni, geti vísað
veginn í þá átt,“ segir hann.
Finnland verður í forystu hlut verki
á ESB þinginu í haust. Þeir kynntu
nýlega forgangsröðun viðskipta
stefnu sinnar fyrir viðskipta nefnd
Evrópuþingsins.
„Ville Skinnari, viðskipta
ráð herra Finnlands, sagði að
viðskiptastefna yrði að tryggja háa
umhverfisstaðla Evrópu og vernda
neytendur. Hann sagði að loftslags
málin hefðu forgang og að Finnland
muni kanna möguleika á að koma á
loftslagsskattsfyrirkomulagi á vörur
sem fluttar eru inn til ESBríkjanna,“
segir Sletnes.
Það sem gerist í þingkosningum
skiptir mestu máli
Aftenposten kallaði niðurstöð una
í sveitarstjórnarkosningunum í
síðustu viku „Græna skriðu“.
„Þetta skiptir þó ekki miklu máli
fyrr en það verða þingkosningar. Ef
við sjáum sömu þróun þá getur það
skipt máli. Það er sama hvaða lit
flokkarnir hafa, þeir verða að hugsa
í þá átt. Allir segja að sjálfbær þróun
sé afar mikilvæg. Þá verðum við líka
að hugsa um það þegar kemur að
okkar viðskiptastefnu,“ segir Arne
Iver Sletnes. /HKr.
Arne Ivar Sletnes, yfirmaður alþjóða
mála hjá hjá Samtökum norskra land
búnaðarsamvinnufélaga.
Ursula von der Leyen, nýráðinn
forseti framkvæmda stjórnar Evrópu
sambandsins.
Vallarbraut kynnir
nýjar dráttavélar!!
Hattat A110 perkins 102 hö
Glæsileg vél á góðu verði:
4.490.000 án vsk.
Hattat B3050 perkins 50 hö
Lipur og skemmtileg vél.
Verð: 2.980.000 án vsk.
Fleirri stærðir í boði !!!!!!!!
www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-8411200 & 8417300 Einfaldar og
ódýrar vélar
20-90 hö
Ávinnsluherfi galv. 4-6-8 m
Sand-salt-áburður 200 - 2000 Kg
Heytætlur
50 - 113 hö 20 - 26 - 50 - 60 - 75 - 90 hestöfl
Steypuhrærivélar 600- 800-1200L
113 hestöfl !!!!!!!!!
Frábært verð!! 2.750.000+vsk
“S
TÓ
RA
” L
ITL
A
VÉ
LIN
10% afsláttur
Kurlarar taka allt að
120mm í þvermál
50 hestöfl !!!!!!
26
h
es
tö
fl.
Vö
kv
aú
rtö
k,
pt
o
20% af ryðfríum dreifurum
Fljótar að borga sig upp!!!!
5%
af
sá
ttu
r
BELMAC haugsugur
10%
af
hau
gsu
gum
á l
age
r
10%
afs
látt
ur
GÓÐ TILBOÐSVERÐ Á NOKKRUM VÖRUFLOKKUM !!!!!!!!!!
Eigum ruddasláttuvélar á lager
Skútustaðahreppur:
Eldsneytissala verður færð
af miðsvæði Reykjahlíðar
Til stendur að færa eldsneytissölu
af miðsvæði Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi, Mývatns-
sveit og er fyrirhugað að stofna
lóð við Sniðilsveg 3 fyrir starf-
semina.
Sú lóð er tæplega 2.200 fer
metrar að stærð og er innan
athafnasvæðis í aðalskipulagi.
Gert er ráð fyrir að mannvirki, s.s.
dælur, tankar og lítið aðstöðuhús
verði innan byggingarreitsins.
Fram kemur í pistli Þorsteins
Gunnarssonar sveitarstjóra að
tilgangur með breytingunni sé að
geymsla og sala eldsneytis verði
flutt út fy i verndarsvæði Mývatns
og Laxár. Jafnframt býður
flutningur á eldsneytisdælunni
upp á markvissari og umfangs
meiri uppbyggingu miðsvæðisins
í Reykjahlíð en ella. Miðað er
við að ítrustu mengunarvarnir
verði viðhafðar með hliðsjón
af viðkvæmu umhverfi þar sem
auknar kröfur eru gerðar t.d. um
fráveitu.
Færsla starfseminnar á þennan
fyrirhugaða reit er talin hafa jákvæð
áhrif á umhverfi og samfélag.
Sveitarfélagið er jafnframt
opið fyrir tillögum að öðrum
staðsetningum fyrir eldsneytis
sölu utan verndarsvæðis Mývatns
og Laxár, við þjóðveginn. Um
þróunarverkefni yrði að ræða í
samstarfi við sveitarfélagið.
/MÞÞ
Reykjahlíð við Mývatn. Mynd / HKr.