Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 26.09.2019, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. september 201918 Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endur- skoðun á samningi um starfs- skilyrði garðyrkju bænda. Þar er meðal annars lagt til að bein- greiðslur nái til allra tegunda sem eru í ræktun á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar búvörusamninga árið 2002 – þar sem í fyrsta skipti hafi verið gerður samningur við garðyrkjuna – hafi verið teknar upp beingreiðslur fyrir tómata, gúrkur og paprikur; tegundir sem ræktaðar eru með raflýsingu í gróðurhúsum. Um leið var tollvernd þessara tegunda felld niður. Garðyrkja á Íslandi er stunduð bæði í innirækt í gróðurhúsum en einnig í útirækt en samningurinn hefur frá upphafi takmarkast við beingreiðslur vegna inniræktar á áðurnefndum tegundum, auk niðurgreiðslu á kostnaði við flutning og dreifingu raforku. Útiræktun hefur því ekki fengið beinan stuðning, en óbeinn stuðningur er við tilteknar tegundir með tollvernd á meðan viðkomandi tegundir eru á innlendum markaði. Frá 2017 hafa garðyrkjubændum boðist jarðræktarstyrkir fyrir útirækt sína en þar er um takmarkaða fjármuni að ræða ár hvert. Telur samráðshópurinn að endurskoða þurfi hvernig bein­ greiðslum er beitt og leggur til að þær nái til allra tegunda grænmetis sem ræktaðar eru á Íslandi – óeðlilegt sé að gera greinarmun þar á. Hlutfall innlendrar framleiðslu lækkar Í tillögum samráðshópsins kemur fram að helstu áskoranirnar í að efla og bæta starfsskilyrði greinar­ innar felist í að auka á ný hlutdeild innlendrar framleiðslu á markaði. Í skýrslunni kemur fram að hún hefur almennt farið halloka á undanförnum árum í samkeppninni við innflutt grænmeti. Þannig hefur hlutfall þeirrar innlendu framleiðslu sem fer á innanlandsmarkað fallið um 23 prósent á tímabilinu frá 2010 til 2018, úr 75 prósentum niður í 52 prósent. Af þeim tegundum sem njóta beingreiðslna er það aðeins í gúrkuframleiðslunni sem tekist hefur að halda í markaðshlutdeildina á tímabilinu frá 2007 til 2018, en þar er innlenda framleiðslan markaðsráðandi. Markaður þessara þriggja tegunda hefur stækkað um 21 til 29 prósent á þessu tímabili, en hlutfall innlendrar tómataframleiðslu hefur fallið úr 74 prósentum niður í 44 prósent og paprikuframleiðslan úr 14 prósentum í 11 prósent. Í annarri innlendri grænmetis­ framleiðslu hefur orðið svipuð þróun, fyrir utan salatframleiðsluna þar sem hlutfallið hefur aukist. Nýting sóknarfæra og markvissar aðgerðir Mikil sóknarfæri eru talin felast í aukinni grænmetisframleiðslu á Íslandi og leggur samráðs­ hópurinn til að efla þurfi íslenska grænmetisframleiðslu og segir sterk rök fyrir því; bæði út frá umhverfislegum ávinningi og markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum en ekki síður út frá lýðheilsusjónarmiðum. Er lagt til að farið verði í markvissar aðgerðir til að efla ræktun á fleiri tegundum grænmetis þar sem mikil sóknarfæri séu til staðar í greininni. Er í því sambandi nefndir möguleikar í svokallaðri hilluræktun (e. vertical farming), þörungarækt, baunarækt, berjarækt og framleiðslu jurta sem nýta megi til iðnaðarframleiðslu. Þá þurfi að laga reglukerfi beingreiðslna, þar sem litlar gúrkur og litlar paprikur flokkast ekki sem tegundir sem eigi kost á beingreiðslum. Varðandi útiræktað grænmeti er talið nauðsynlegt að ráðist verði í að styrkja verulega rekstrarumhverfi fyrir slíka ræktun. Er lagt til að greiðslur vegna útiræktunar til manneldis verði hækkaðar verulega og að gerð verði gangskör í skráningu og söfnum upplýsinga í sameiginlegan gagnagrunn. Undir útirækt fellur ræktun til manneldis sem fer fram utandyra meirihluta ræktunartímans, svo sem kartöflur, gulrófur, gulrætur, hvítkál, blómkál, sellerí og hluti berjaræktunar. Endurskoðun raforkumála og tollverndar Varðandi raforkumál leggur samráðs hópurinn til að grunnur og fyrirkomulag gjaldskrár raforkudreifingar verði endur­ skoðaður með tilliti til kostnaðar við tengingu og það magn sem viðkomandi garðyrkjustöð kaupir. Markvisst verði unnið að því að sameina tekjumörk dreifbýlis og þéttbýlis og að dreifingarkostnaður taki að hluta mið af magni orkunnar sem keypt er. Endurskoðunin verði til að lágmarks tilfærslur þurfi til niðurgreiðslu. Varðandi tollvernd tekur hópurinn ekki afstöðu til þess hvort horfið verði frá þeirri vernd sem þegar er til staðar, að minnsta kosti ekki á meðan útfærsla hennar getur ekki tryggt að innlend framleiðsla geti staðið sterk gagnvart hlutdeild á markaði. Tollverndin hafi rýrnað verulega að raungildi og fjárhæðir ekki tekið verðlagsbreytingum og því telur hópurinn mikilvægt að skoða fyrirkomulag hennar og raunverulegt verðmæti. Þá sé eðlilegt að farið verði yfir tollflokkun garðyrkjuafurða og hún endurskoðuð eftir atvikum. /smh HROSS&HESTAMENNSKA Vík í Mýrdal er vaxandi bær í fallegu umhverfi Mýrdalshreppur er vaxandi 700 manna sveitarfélag. Síðastliðin tvö á hefur íbúafjölgun á landinu verið mest í Mýrdalshreppi á landsvísu. Í Vík er öll almenn þjónusta svo sem leik-, grunn - og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og hjúkrunarheimili og góð aðstaða til íþróttaiðkunar. Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og samgöngur greiðar allt árið. Sutt í góðar göngu- og hjólaleiðir, paradís fyrir útivistarfólk. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu og fjölbreyttir möguleikar á því sviði fyrir fólk með ferskar hugmyndir. Það er margt að gerast á svæðinu og er Vík því áhugaverður staður fyrir öflugt og dugmikið fólk. Leikskólinn Mánaland óskar eftir leikskólakennara til starfa Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal og er fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Mánaland vinnur að því að verða heilsueflandi leikskóli sem er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Við leggjum mikla áherslu á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Við vinnum einnig með ART og erum með Vináttuverkefnið Blæ á báðum deildum leikskólans. Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun og leitum við að leikskólakennara sem er tilbúinn til að ganga í liðið okkar og þróa starfið enn meira ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar. Við leitum að leikskólakennurum til starfa á báðum deildum leikskólans. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun. Við bjóðum upp á: • Húsnæðishlunnindi • Að verða hluti af ungu, áhugasömu og faglegu vinnuumhverfi sem er í stöðugri þróun. • Tækifæri til að taka þátt í að þróa leikskólastarfið. • Tækifæri til að kenna börnum leikni og að upplifa gleði. • Tækifæri til símenntunar. • Skemmitlegan vinnustað. Frekari upplýsingar um starfið: Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur falla undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og Foss. Starfshlutfall: 70% til 100% Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur til 15. október 2019 Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Ösp Sigurðardóttir í síma 487–1241 og tölvupósti bergny@vik.is. Umsóknir ásamt ferilskrá, meðmælendur og afrit af leyfisbréfi auk sakavottorðs má senda inn hér: http://manaland.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn Sameiginlegur fundur stjórna Félags kjúklingabænda og Félags eggjabænda, sem haldinn var á Hótel Sögu i Reykjavík fimmtu- daginn 12. september 2019, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í alifuglabúskap á Íslandi. Ástæðan er Gumboro- veira sem greindist nylega á einu kjúklingabúi. Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma, mætti á fundinn og upplýsti bændur um stöðuna og hvaða möguleikar eru til að útrýma þessum sjúkdómi ef mögulegt er. Bændur hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og vona að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Fundurinn lýsir ánægju með að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða á grundvelli laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma, til að freista þess að ráða niðurlögum sjúkdómsins á búinu. Einnig til að fyrirbyggja frekari útbreiðslu og koma þannig í veg fyrir að sjúkdómurinn verði landlægur. Í yfirlýsingunni segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir búgreinina og íslenskan landbúnað í heild að svo megi verða. Stjórnir búgreinafélaganna hvetja stjómvöld til að láta hvergi staðar numið fyrr en sjúk dómnum hefur verið útrýmt að fullu. Einnig að framkvæmd og greiðsla kostnaðar vegna nauðsynlegra aðgerða fari fram samkvæmt lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi eggja­ og kjúklinga bænda hefur engin skýring fundist á hvernig smit barst inn á umrætt bú. Ljóst sé þó að smitið hafi ekki borist þangað með frjóvguðum eggjum. Greint var frá smitinu í tilkynn­ ingu frá MAST 23. ágúst. Þar sagði m.a.: Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit. Matvæla­ stofnun hefur sett búið í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fót­ festu hérlendis. Grunur um smitsjúkdóm vaknaði eftir veikindi og aukin dauðs föll á búinu í lok júlí og þá tilkynnti Reykjagarður hf. málið til Matvæla­ stofnunar. Stofnunin setti flutningsbann á búið og upplýsti aðila sem tengdust búinu og alifuglabændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sérstöku leyfi stofnunarinnar. Veikir fuglar greindust með bæði innlyksa lifrarbólgu og Gumboro­ veiki. Veiru sjúkdómarnir voru stað festir með blóðrannsókn og krufningu. Þeir eru tilkynningaskyldir til Matvælastofnunar. /HKr. Félög kjúklinga- og eggjabænda: Lýsa þungum áhyggjum vegna Gumboro-veiru Litið er mjög alvarlegum augum á að Gumboro-veira hafi fundist í íslensku kjúklingabúi. Ekki er vitað um hvernig veiran barst í búið en öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir að veiran breiðist út. Tillögur um endurskoðun á starfsskilyrðum garðyrkjubænda: Lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis – Nýta þarf sóknarfæri með markvissum aðgerðum Samráðshópurinn telur nauðsynlegt að ráðist verði í að styrkja verulega rekstrarumhverfi fyrir útiræktun grænmetis. Frá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum. Mynd / smh FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.