Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 20194 FRÉTTIR TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér HAFÐU SAMBAND 511 5008 Samtök ungra bænda fagna tíu ára afmæli: Nýliðunarstyrkurinn var eitt af helstu baráttumálunum – Afmælismálþing haldið um loftslagsmálin Samtök ungra bænda fagna tíu ára afmæli um þessar mundir og ætla þau að halda afmælis­ hátíð föstudaginn 25. október næstkomandi. Jóna Björg Hlöðversdóttir tók við formennsku í samtökunum í febrúar á síðasta ári og segir hún margt hafa áunnist á þessum áratug – sérstaklega sé kærkomið að raddir ungra bænda eigi nú greiðari leið inn á umræðuvettvang stóru málanna. „Tíu ár eru ekki langur tími í stóra samhenginu en það hefur margt áunnist á þessum fyrsta áratug samtakanna,“ segir Jóna Björg. „Stofnun samtakanna var þörf og sú þörf hefur ekki minnkað heldur frekar aukist ef eitthvað er. Ungt fólk þarf að láta í sér heyra og það er mikilvægt að hlustað sé á raddir þeirra. Samtökin voru stofnuð til að vinna að hagsmunum ungs fólks í landbúnaði, efla nýliðun og fræðslu í landbúnaði. Þessir þættir skipta enn gríðarlegu máli og engin ástæða til að láta staðar numið.“ Framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu er hjá ungum bændum Að sögn Jónu Bjargar er vægi radda ungra bænda meira þegar þeir hafa félagsskap á bak við sig. Eðlilegt sé að þeir hafi aðkomu að mótun landbúnaðar til framtíðar. „Auðvitað á að skipa fulltrúa ungra bænda í vinnu- og starfshópana sem koma að skipulagi framtíðarlands- lags land búnaðarins á Íslandi – og matvælaframleiðslunnar. Það eru jú einmitt þeir sem ætla að stunda landbúnað í framtíðinni. Nýliðunarstyrkurinn eitt það mikilvægasta Það hefur lengi verið talið að nýliðun í íslenskum landbúnaði sé alltof hæg. Jóna Björg segir að því sé ekki hægt að neita að meðalaldur bænda sé hár. „Þetta er þó aðeins misjafnt eftir búgreinum, en ég tel að meðalaldurinn meðal mjólkurframleiðenda sé líklega lægstur af þessum greinum um þessar mundir. Eitt af okkar helsta baráttumáli í gegnum tíðina var að koma á nýjum nýliðunarstuðningi, sem er þvert á allar búgreinar. Þar hefur komið bersýnilega í ljós að viljinn og þörfin til nýliðunar er mikil enda bárust 60 umsóknir um nýliðunarstuðning á þessu ári. Það hefur verið sótt mun meira í þessa styrki en það sem er til ráðstöfunar í málaflokkinn. Þar þarf bersýnilega að bæta í svo um munar.“ Jóna Björg segir að íslenskur landbúnaður þurfi að verða fjölbreyttari atvinnugrein, spurð um framtíð landbúnaðar hér á landi og sóknarfæri. Samtök ungra bænda hafi einmitt lagt áherslu á það atriði í nýrri stefnumótun. Afmælismálþing ungra bænda Í tilefni afmælisins verður blásið til málþings á Hótel Sögu undir yfirskriftinni Ungir bændur – Búa um landið. „Þar viljum við aðeins taka upp þráðinn frá því á stofnfundi samtakanna sem fjallaði mikið um sjálfbærni, en nú viljum við tala um loftslagsmálin og hvað landbúnaðurinn geti gert nú á dögum hamfarahlýnunar. Landbúnaðurinn þarf að grípa til til róttækra aðgerða og vera leiðandi,“ segir Jóna Björg. Málþingið verður sett klukkan 13 og mun standa til 16. Meðal fyrirlesara verða umhverfisráðherra, formaður Bændasamtakanna og formaður Ungra umhverfissinna. Að sögn Jónu Bjargar eru allir velkomnir sem áhuga hafa á málaflokknum. /smh Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda, fagnar tíu ára afmæli samtakanna meðal annars með málþingi. Mynd / Gígja Hólmgeirsdóttir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að með skipulagsbreytingum hjá samtökunum verði þau líkari öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu hér á landi, sem eru fyrst og fremst í hagsmunabaráttu og kynningarstarfi. Mynd / HKr. Skipulagsbreytingar hjá Bændasamtök Íslands: Aukin hagræðing og samlegðaráhrif Í lok september voru kynntar skipulagsbreytingar hjá Bænda­ samtökum Íslands sem taka gildi um næstu áramót. Megin þættir þeirra eru sameining tölvudeildar BÍ og Ráðgjafarmiðstöðvar land­ búnaðarins og að fjármála svið samtakanna færist til fjármála­ deildar Hótel Sögu. Sigurður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Bænda samtaka Íslands, segir að tilgangur breyting anna sé að leita hagræðingar og samlegðar áhrifa í rekstri samtakanna og dótturfélaga. „Ástæðurnar eru einkum breyttar aðstæður í rekstri sem öll aðildar félög BÍ, sem nutu tekna af búnaðargjaldi, eru að fást við. Fjármálaumsýsla samtakanna, þ.e. bókhald, reikninga- gerð, launagreiðslur og önnur tengd verkefni, mun eftir breytinguna fara fram í sameinaðri deild sem sinnir slíkum verkefnum fyrir samtökin og dótturfélög þeirra; Hótel Sögu, Bændahöllina og NBÍ.“ Tölvuþjónustan til RML „Tölvuþjónustan og ráðgjafarstarf eru þegar tengd nánum böndum og með því að sameina þá starfsemi hjá RML liggja tækifæri í að efla starfsemina í heild. Ráðgjafarstarfið byggir ekki síst á upplýsingum úr skýrsluhaldi bænda og þróun þeirra kerfa verður heldur ekki skilvirk nema með beinum og virkum tengslum við notendur. Mikil framþróun er í tæknilausnum í landbúnaði og ráðgjafarstarf bænda hér heima þarf að nýta þá möguleika sem í því felast. Félagsmenn í BÍ munu áfram njóta sérkjara á forritum eins og verið hefur.“ Bændablaðið með svipuðu sniði Sigurður segir að Bændablaðið muni starfa áfram með svipuðum hætti og áður. Blaðið er öflugt málgagn bænda og landsbyggðar sem er dreift um land allt í 32.000 eintökum hálfsmánaðarlega og fær mikinn lestur og nær þannig til fólks langt utan bændastéttarinnar sjálfrar. Fækkað í yfirstjórn Bændasamtakanna Fækkað verður í yfirstjórn Bænda- samtakanna og hefur staða aðstoðar- framkvæmdastjóra verið lögð niður. Eftir breytingarnar verði Bænda- samtökin líkari öðrum hagsmuna- samtökum í atvinnulífinu hér á landi, sem eru fyrst og fremst í hagsmunabaráttu og kynningarstarfi. „Vissulega mun taka tíma að aðlagast breytingunum en það er sannfæring stjórnar og framkvæmdastjóra BÍ að sú leið sem nú er farin eigi eftir að koma vel út fyrir félagsmenn samtakanna. Takmarkið er að verkefnin standi sterkari á eftir, bæði öflugri þjónusta við bændur og hagsmunabarátta.“ /VH Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir. Mynd / GÍ Hvanneyri: Hafrasæðingastöð tekur til starfa Nýverið tók til starfa hafra sæðinga­ stöð Geitfjár ræktarfélags Íslands í Þórulág á Hvanneyri og eru það mikil tímamót fyrir geitfjárrækt á Íslandi og mikilvægur þáttur í varðveislu geitastofnsins. Hafrasæðingastöðin mun skjóta styrkum stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og lang- tíma varð veislu erfðaefnis íslenska geita stofnsins. Varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma hafa takmarkað mjög flutning lifandi dýra milli varnarhólfa og þá munu sæðingar þjóna mikilvægu hlutverki í að sporna við hinni miklu skyldleikarækt sem víða hefur gengið nærri stofninum. Sæðisbanki mun þjóna sem mikil- vægt öryggisnet verði stofninn fyrir verulegum skakkaföllum hvað varðar stofnstærð og erfðabreyti leika. Reynsla er komin á geitfjársæðingar, en haustið 2010 var í fyrsta sinn á Íslandi fryst sæði úr geithöfrum. Hafrasæðingastöðin rúmar tíu gripi í einstaklingsstíum og fer einkar vel um gripina, að sögn Birnu Kristínu Baldursdóttur, sem situr í stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.