Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201912
FRÉTTIR
Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla:
Stuðlað að öflugra samstarfi og auknum
samtakamætti smáframleiðenda
Héraðssýning Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu:
Hrútauppboð og fegurðarsamkeppni
Laugardaginn 12. október
verður haldin héraðssýning
lambhrúta á vegum Félags
sauðfjárbænda í Strandasýslu.
Keppnin verður haldin bæði í
Hrútafirði í Laxárdal hjá Jóhanni
og Jónu fyrir bæi sunnan
varnarlínu í Bitrufjarðarbotni
og hefst þar kl. 11.00. Einnig
verður keppni á Heydalsá hjá
Ragnari og Sigríði kl. 15.00.
Fegurðarsamkeppni
Þá verður keppni í flokknum
,,fallegasta gimbrin‘‘ og er
sú keppni fyrir ungmenni.
Gimbrakeppnin verður tvískipt,
þ.e. veitt verða verðlaun fyrir
fallegustu gimbrina beggja
vegna varnarlínu.
Hrútauppboð
Þrír hátt-stigaðir hrútar verða
síðan boðnir upp á sýningunni
á Heydalsá þannig að menn eru
hvattir til að fylla vel á veskið
áður en þeir mæta í hús.
Á Heydalsá mun Skíðafélag
Strandamanna bjóða upp á
kjarngóða kjötsúpu á 1.500
krónur.
Allir eru að sjálfsögðu
hjartanlega velkomnir, bæði
keppendur og áhorfendur.
Ljósleiðari til Mjóafjarðar
Unnið hefur verið að kappi undan
farið við lagningu ljós leiðara til
Mjóafjarðar.
Ljósleiðarinn er lagður frá
Seyðis firði um Brekkugjá og niður
í Brekkuþorp. Fjarskiptasamband
við Mjóafjörð hefur verið ótryggt,
sér í lagi yfir vetrartímann.
Íbúar hafa haft tengingu í gegnum
örbylgjusamband um Heiðarhnjúk
sem hefur verið ótryggt, sér í lagi að
vetri til þegar ísingar og illviðra hefur
gætt en sú tenging við umheiminn
hefur jafnframt verið takmörkuð
hvað varðar afköst og gæði.
Verkefnið er unnið af Neyðar-
línunni í samstarfi við Mílu en
Fjarðabyggð ásamt fleiri aðilum
hafa lagt fjármagn til þessa þarfa
verkefnis auk Fjarskiptasjóðs.
„Með tengingu ljósleiðara við
Mjóafjörð er stigið mikilvægt skref
í öryggismálum staðarins sem sætir
einangrun að vetri til en jafnframt
er íbúum tryggð mun betri gæði
og þjónusta sem nauðsynleg er á
tímum aukinna krafna um bættar
fjarskiptatengingar,“ segir í frétt á
vefsíðu Fjarðabyggðar.
Verkefnið er hluti af stærri
áfanga um hringtengingu Aust-
fjarða þar sem markmiðið er að
Neskaupstaður og Eskifjörður
verði hringtengdir ásamt Mjóa-
firði.
Ljósleiðaratengingin nær ekki
til Dalatanga en staðsetning hans
er það langt úr leið að leita verður
sérstakra lausna í fjarskiptamálum
hans. /MÞÞ
Þessi veglegi farandbikar er veittur á sýningunni
fyrir besta hrútinn. Hér er það Erna Fossdal í
Broddanesi sem heldur á bikarnum.
Stofnfundur Samtaka smá
framleiðenda matvæla verður
haldinn þann 5. nóvember
næst komandi á Hótel Sögu,
en undirbúningsstofnfundur
var haldinn þann 3. september
síðastliðinn.
Að sögn Oddnýjar Önnu
Björnsdóttur, sem er formaður
undirbúningsstjórnar, var vel mætt
á fundinn; á fimmta tug einstaklinga
hafi tekið þátt á staðnum eða í
gegnum fjarfundabúnað. Hún segir
að verkefni fundarins hafi verið að
greina styrkleika, veikleika, ógnanir
og tækifæri smáframleiðenda
matvæla á Íslandi í dag, koma með
punkta inn í aðgerðaáætlun, fara yfir
drög að samþykktum og í lokin var
undirbúningsstjórn kosin. Ýmis mál
hafi verið rædd og viðskiptastjóri
Samtaka iðnaðarins meðal annars
farið yfir kosti þess að nýju samtökin
færu undir þeirra hatt – þeim að
kostnaðarlausu.
Í undirbúningsstjórninni sitja
auk Oddnýjar þau Svava Hrönn
Guðmundsdóttir varaformaður,
Sveinn Margeirsson ritari, Karen
Jónsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.
Öflugt samstarf og
samtakamáttur
Á undirbúningsstofnfundinn mættu,
auk smáframleiðenda, fulltrúar
samtaka með sambærilega hagsmuni
og tengdir aðilar, svo sem Beint
frá býli, VOR-verndun og ræktun,
Landssambands smábátaeigenda,
Samtaka iðnaðarins, Matís,
Slow Food, Matarauðs Íslands,
Landbúnaðarklasans og Sambands
sunnlenskra sveitarfélaga.
Undirbúningsstjórnin hefur nú
fundað þrisvar og mun halda áfram
að funda vikulega fram að stofnfundi
til að hnýta alla lausa enda.
Fyrirliggjandi eru drög að
markmiðum og tilgangi samtakanna.
Samkvæmt þeim er markmið
samtakanna að stuðla að öflugra
samstarfi og auknum samtakamætti
smáframleiðenda matvæla um land
allt.
Einnig verður stuðlað að
kraftmikilli nýsköpun og fjölbreyttu
úrvali hágæða matvæla þar sem
áhersla er á notkun innlendra
hráefna, auknum fjölbreytileika
og verðmætasköpun, þróun nýrra
og verðmætari vara og þjónustu
úr vannýttum hráefnum, draga úr
kolefnisspori, auka sjálfbærni og
fjölga atvinnutækifærum.
Unnið að hagsmunamálum
á öllum sviðum
Tilgangur samtakanna verður
að vinna að hagsmunamálum
smáframleiðenda á öllum sviðum,
vera málsvari þeirra og stuðla að
framförum í málefnum sem þá varða,
þar með talið er varðar vöxt og
aðgengi að mörkuðum, lágmörkun
kolefnisspors og samfélagslegum
áhrifum starfsemi þeirra.
Einnig verður tilgangur
þeirra að koma sjónarmiðum og
hagsmunamálum félagsmanna
á framfæri, vinna að því að
starfsumhverfi og löggjöf utan
um smáframleiðendur gefi þeim
færi á að blómstra, leiðbeina
félagsmönnum varðandi ráðgjöf
og stuðning, skipuleggja viðburði,
kynna félagsmenn og það úrval sem
í boði er.
Stofnfundurinn verður haldinn
í fundarsalnum Kötlu, á 2. hæð
Hótel Sögu, og í gegnum Zoom
fjarfundabúnaðinn frá klukkan 11.30
til 12.15. Hlekkinn inn á fjarfundinn
verður hægt að nálgast í Facebook-
hópi samtakanna. Þeir sem ætla að
taka þátt í gegnum hann þurfa að
hlaða niður forritinu sem hægt er að
nálgast endurgjaldslaust á zoom.us.
/smh
Fundargestir á undirbúningsstofnfundinum þann 3. september síðastliðinn. Myndir / smh
Formaður undirbúningsstjórnar
er Oddný Anna Björnsdóttir,
sjálfstæður ráðgjafi og bóndi í
Gautavík í Berufirði.
Frá Mjóafirði. Verktakar vinna nú hörðum höndum að því að leggja ljósleiðara
til Mjóafjarðar. Unnið er að verkinu af kappi þessa dagana þannig að íbúar
geti notið tengingar sem fyrst. Mynd / HKr.
Kaupfélag Skagfirðinga:
Styrkir lagningar ljósleiðara
í dreifbýli sveitarfélagsins
Lögð hafa verið fram drög að
samningi á milli Sveitarfélagsins
Skagafjarðar og Kaupfélags
Skag firðinga um stuðning KS við
uppbyggingu ljósleiðarakerfis í
dreifbýli í sveitarfélaginu.
Samkvæmt drögunum mun
KS styðja við verkefnið með 20
milljón króna framlagi til viðbótar
við framlag Sveitarfélagsins
Skagafjarðar og annarra aðila.
Áætlað er að ljósleiðara væðingu
í dreifbýli í Sveitarfélaginu
Skagafirði verði lokið árið 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins
Skaga fjarðar hefur samþykkt
samningsdrögin en framlag KS
gerir að verkum að ljósleiðara-
væðing þess verður hraðari en ella
og bætir auk þess búsetuskilyrði í
sveitarfélaginu.
/MÞÞ
Sameiginleg vatnsöflun nokkurra
sveitarfélaga í Árnessýslu
Nokkur sveitarfélög í Árnessýslu
skoða nú þann möguleika að fara
sameiginlega með vatnsöflun.
Þá er verið að skoða nýtingu á
lindum ofan byggðar í sýslunni,
nánar tiltekið í Haukadalsskógi á
svæði Skógræktar ríkisins. Lagt
hefur verið til að skipaður verði
starfshópur sem falið verði að skoða
nánar möguleika á sameiginlegri
vatnsöflun og stofnlögn, meta
kostnað og vinna þarfagreiningu. Þau
sveitarfélög sem rætt er um að taka
þátt í verkefninu eru Bláskógabyggð,
Hrunamannahreppur, Flóahreppur,
Skeiða- og Gnúpverjahreppur og
Grímsnes- og Grafningshreppur,
/MHH
Allir í bleiku hjá Blikkrás á Aureyri
„Þetta er fimmta árið í röð
sem við erum með tilboð
á bleikum skóhornum í
október og fara 2.000 krónur
af hverju seldu skóhorni
til Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis, í
fyrra seldum við yfir 100
bleik skóhorn í október.
Auðvitað erum við mjög
sátt við þetta átak, bleikur
október, eins og sést nú
best á því hvernig við klæðumst
þennan mánuðinn. Þetta er í
fyrsta skiptið sem við kaupum sér
fatnað á starfsmennina, en höfum
áður reynt að vera bleikklædd
allavega á bleika deginum, sem í
ár er 11. október,“ segir Helga
Eymundardóttir hjá Blikkrás á
Akureyri, aðspurð um októbermánuð
hjá fyrirtækinu, sem er tileinkaður
bleiku í tilefni af árverkniátaki
Krabbameinsfélags Íslands.
Blikkrás er blikksmiðja sem sér um
alla almenna blikksmíðavinnu ásamt
uppsetningu á loftræstikerfum.
Fyrirtækið var stofnað 1986 og er
fjölskyldufyrirtæki. „Við fáum alls
staðar frábær viðbrögð við þessu
framtaki okkar í október, ekki síst
þegar allir starfsmenn klæðast
bleikum bolum og skóhorniu okkur
eru bleik,“ bætir Helga við. /MHH
Starfsmenn Blikkrásar á Akureyri, sem fara
alla leið í bleikum október og klæðast því
bleikum bolum.