Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201918 HROSS&HESTAMENNSKA „Rökin fyrir 1.000 íbúa lágmarki finnast hvergi, Alþingi má aldrei setja slík mörk bara til að gera eitthvað,“ segir í ályktun sem sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur samþykkt, en hún hafnar alfarið lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga. Sveitarstjórnin bendir á að sjálf­ bærni sveitarfélaga fari ekki eingöngu eftir íbúafjölda og minni sveitarfélög standist ný skuldaviðmið almennt betur en þau stærri. Þá er einnig nefnt að mörg minni sveitarfélög veiti íbúum góða þjónustu og í þeim sé lýðræðis leg virkni almennt meiri en í stærri sveitarfélögum. Jaðarsvæði eigi jafnan erfiðast í sameinuðum sveitarfélögum. Þó svo að sveitarfélög starfi saman að þjónustu sem hentugt þykir hafi það ekki neitt að gera með stærð þeirra. Eins bendir sveitarstjórnin á að þó svo að faglegir veikleikar kunni að vera á þjónustu minni sveitarfélaga búi þau líka yfir mikilvægum styrkleikum, svo sem yfirsýn og nánd. „Sameining sveitarfélaga þar sem innan við 5% íbúa landsins býr, breytir sáralitlu um styrk sveitarfélagsins í heild,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Grýtubakka­ hrepps. Minni sveitarfélögum haldið utan vinnunnar Hún átelur að minni sveitarfélögum hafi beint og óbeint verið haldið utan við vinnu sem fólst í gerð tillögu um sameiningu sveitarfélaga og 1.000 íbúa markið. Minni sveitarfélög hafi ekki komið að þeirri vinnu. Þá hafi stærri sveitarfélög beitt þau minni aflsmun á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og m.a. talið sér sæma að samþykkja á þinginu að minni sveitarfélög skyldu annan hvort sameinast innbyrðis eða renna undir þau stærri. Til að fá þau á sitt band hafi stórfé verið lofað úr jöfnunarsjóði. „Stuðningur sumra minni sveitar­ félaga helgaðist líka af því að þau eiga þegar í viðræðum um sameiningu. Það er sérstakt að slík sveitarfélög, sem vilja jafnvel alls ekki sameinast stórum nágranna sínum sjálf, styðji tillögu sem þvingar önnur lítil sveitarfélög í þá stöðu,“ segir sveitarstjórnin í Grýtubakkahreppi. „Það er einnig sérstakt að samþykkt þings, sem þannig er fengin, sé blygðunarlaust kynnt sem vilji sveitarfélagsstigsins í heild, þó gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem tillagan snertir með beinum hætti.“ Ný jaðarsvæði verða til í nýju sveitarfélögunum Grýtubakkahreppur telur það ganga þvert gegn öllum markmiðum tillög­ unnar að þvinga fram samein ingar sveitarfélaga „þar sem fyrir séð er að þær muni ná yfir mjög stór landsvæði eða að ný jaðarsvæði í stórum sveitarfélögum verða til og þar sem íbúar eru sannfærðir um að sameining muni leiða til skertra lífskjara og lakara þjónustustigs,“ eins og segir í ályktuninni og að alls ekki sé viðunandi að Alþingi samþykki slíka tillögu í nafni lýðræðis og undir því fororði að styrkja eigi búsetu úti um landið, þegar áhrifin á sumum svæðum verði þveröfug. Grýtubakkahreppur gagnrýnir ráð herra fyrir að hafna því að bjóða litlu sveitarfélögunum til fundar og heyra þeirra sjónarmið, en hreppurinn heitir á Alþingi að hlusta á þeirra sjónarmið. Ófært sé að góð markmið í tillögunni falli í skuggann af valdbeitingu stærri sveitarfélaganna. Hvergi finnast rök fyrir 1.000 íbúa lágmarkinu Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, bendir í pistli á heimasíðu hreppsins á að alls séu um þessar mundir 39 sveitarfélög í landinu sem ekki nái 1.000 íbúa markinu, af 72 sveitarfélögum alls. „Fyrir svo harkalegri aðgerð þurfa að vera ríkir hagsmunir og sterk rök. Því er ekki að heilsa í þessu máli, enda alger fásinna að sameining sveitarfélaga, þar sem aðeins 5% þjóðarinnar búa, í eitthvað stærri einingar, hafi nokkur áhrif á styrk sveitarfélaga landsins í heild. Raunar finnast hvergi í gögnum eða ferli málsins nokkur rök fyrir þessu lágmarki. Hins vegar er mörgu snúið alveg á haus, t.d. að samstarf sveitarfélaga sé ólýðræðislegt þar sem íbúar færist fjær ákvarðanatöku og ábyrgð, því þurfi sveitarfélög að vera svo stór að þau ráði við að sinna þjónustu ein og óstudd. Af þessum sökum þurfi að sameina lítil sveitarfélög. Hvergi er hins vegar nefnt hvaða þjónustu er átt við, eða hvaða þjónustu íbúar litlu sveitarfélaganna séu ekki að fá. Enda er staðreyndin sú að íbúar minni sveitarfélaga eru almennt sáttir og fá ágæta þjónustu.“ Valdi samstarf lýðræðisbresti Þröstur segir samstarf sveitar­ félaga um rekstur og þjónustu ganga ágætlega og sé hagkvæm leið fyrir íbúana og hafi hvorki með stærð þeirra né lýðræði að gera. Valdi samstarf sveitarfélaga lýðræðisbresti væri ekki úr vegi að hefjast handa þar sem hann er mestur, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu þar sem hefð er fyrir miklu samstarfi sveitarfélaga. Þröstur segir það alvarlegt að takmarkað samráð hafi verið haft við litlu sveitarfélögin og að auki rangt farið með þegar frá því sé sagt, m.a. að tillaga um sameiningu sé lögð fram með velþóknun sveitar­ stjórnar stigsins í heild og að allir séu jákvæðir og sammála tillögunum. Í engu sé getið um harða andstöðu gegn lögþvinguðum sameiningum né efasemdum um þá leið, sem þó sé áberandi í umsögnum margra sveitar félaga. /MÞÞ Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hafnar lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga: Segir engin rök lögð fram fyrir 1.000 íbúa lágmarkinu FRÉTTIR Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Úr Grýtubakkahreppi. Matvælastofnun breytti í fyrra haustskýrsluskilum umráða­ manna hrossa í þeim tilgangi að styrkja hagtölusöfnun um fjölda hrossa í landinu. WorldFengur (WF), upprunaættbók íslenska hestsins, bauð þá upp haust­ skýrslu skil í heimarétt hvers eiganda, sem mjög margir nýttu sér. Tilgangurinn var að gera eigend­ um hrossa auðveldara að skila árlegri haustskýrslu í Bústofni, því gögn úr WF fluttust þá með rafrænum hætti yfir í gagna grunn Bústofns. Á móti þurftu eigendur hrossa að leggja nokkra vinnu í fyrsta skipti við að staðsetja hross sín á bú eða hesthús í þéttbýli, yfirfara skráningu um umráðamann og almennt yfirfara skráða hestaeign sína í WF. Margþætt hlutverk WorldFengs Rétt er að leggja áherslu á að WorldFengur er allt í senn; uppruna ættbók íslenska hestsins á veraldarvísu, skýrsluhaldskerfi og hjarðbók. Þeir búfjáreigendur sem eiga annað búfé en hross skila áfram haustskýrslu í gegnum Bústofn eins og verið hefur. Það er ekki nokkur vafi á því að með þessu nýja fyrirkomulagi náðist umtalsverður árangur í að bæta hagtölusöfnun um hrossaeign í landinu og bæta lögbundna skráningu hrossa í hjarðbók, og á sama tíma að auðvelda skil til lengri tíma litið á haustskýrslu fyrir þorra hestamanna í þéttbýli. Breytingar í samræmi við lög Breytingarnar sem voru gerðar síðastliðið haust á skráningum haustskýrslna og í heimarétt WF auðvelda umráðamönnum hrossa að uppfylla ákvæði laga um búfjárhald og reglugerðar um merkingar bú fjár. Jafnframt leiddi hið nýja fyrirkomulag til þess að auðveldara er að átta sig á hvar þurfi að styrkja eftirlit með hagtölusöfnininni hjá þeim sem hafa hunsað lögbundna skráningu hrossa í hjarðbók og/ eða á haustskýrslu. Matvælastofnun hefur nú upp­ lýs ingar um fjölda hrossa sem eigendur hafa ekki örmerkt, tölvuvert var um leiðréttingar á afdrifum hrossa og geldingi stóðhesta. Matvælastofnun mun fylgja fast á eftir að skráningar í hjarðbækur og merkingar hrossa séu fullnægjandi. Dýraeftirlitsmenn Matvæla­ stofnunar geta nú með sérstöku eftirlitsAppi með tengingu við App­Feng skimað örmerki í hrossum í hesthúsum, og fengið strax upplýsingar um hvort hross hafi verið talið fram á haustskýrslu og skráð í WF, auk upplýsinga um hross og umráðamenn úr WF og Bústofni. Aftur komið að haustskýrslum Nú er komið að haustskýrslu skilum að nýju, en skila á haustskýrslu eigi síðar en 20. nóvember nk. í samræmi við lög um búfjárhald. Eigendur hrossa eru vinsamlega beðnir um að yfirfara skráningu í heimarétt WorldFengs og gera þær leiðréttingar sem nauðsynlegar eru, ef þeirra er þörf. Rétt er að benda á að skv. 11. gr. laga um búfjárhald ber umráðamaður búfjár kostnað af eftirliti reynist haustskýrsluskil ófullnægjandi. Allir hestaeigendur geta fengið sérstakan hjarðbókaraðgang að WF þeim að kostnaðarlausu. Aðgang að hjarðbók veitir tölvudeild Bænda samtaka Íslands (netfang: tolvudeild@bondi.is). Þá veitir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins einnig aðstoð við skráningu á haustskýrslum og skýrsluhald í hrossarækt. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar Bjarki Pjetursson, sérfræðingur hjá Búnaðarstofu Matvælastofnunar Eigendur hrossa eru vinsamlega beðnir um að yfirfara skráningu í heimarétt WorldFengs: Skila á haustskýrslu eigi síðar en 20. nóvember í samræmi við lög um búfjárhald Bjarki Pjetursson, sérfræðingur hjá Búnaðarstofu og Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri. Myndir / HKr. Á Emstruleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.