Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201954
Terex HR 3.2
7,5 tonn, 2006 árg. 7.900 vst.
3 skóflur þar af ein tilt.
Verð: 3.300.000 +vsk.
Yanmar SV18 smágröfur
1,95 tonn. Til á lager.
Yanmar SV26 smágrafa
2,7 tonn. Árg. 2017. 195 vst.
Smurkerfi, rótortilt og 4 skóflur.
Verð: 5.270.000 + vsk umboðs-
sala.
Yanmar V8
4,3 tonn. Árg. 2016. 340 vst.
Vökvahraðtengi, opnanleg
skófla og gaflar.
Verð: 5.000.000 + vsk.
Komatsu PC130
Árg. 2005. 12.000 vst. Rótortilt
og tvær skóflur. Ný vökvadæla.
Verð: 5.000.000 + vsk.
Liebherr A918 Compact
17,5 tonn. 2015 árg. 5.500 vst.
Rótortilt með gripfingrum og
þrjár skóflur. GPS kerfi getur
fylgt. Vel útbúin vél.
Verð: 16.500.000 + vsk.
Tsurumi dælur í miklu úrvali.
Liebherr L538
Árg. 2007. Vökvahraðtengi,
skófla og gafflar.
Verð: 6.000.000 + vsk.
Weber jarðveggsþjöppur
og hopparar til á lager.
www.merkur.is
Uppl. í síma 660-6051
Sauðburður í október á Syðra-Velli
LÍF&STARF
Margréti Jónsdóttur sauðfjár
bónda og fjölskyldu hennar á
SyðraVelli í Flóahreppi brá
í brún þegar þau komu út að
morgni 4. október og sáu þá að
sauðburður var hafinn því ærin
Skessa hafði þá borið tveimur
lömbum.
Um var að ræða dökkgráa
gimbur og botnóttan hrút. Skessa
átti að fara í sláturhúsið daginn
eftir en bjargaði sér með því að
bera lömbunum. „Skessa er undan
Guma frá Borgarfelli og er 6 vetra.
Þetta er í sjötta sinn sem hún ber.
Hún átti eitt lamb veturgömul,
þetta er í þriðja sinn sem hún er
tvílembd og tvisvar átti hún þrjú
lömb og mörg þeirra hafa verið
mjög vel gerð. – Þannig að þetta
er mjög góð ær og afurðasöm,“
segir Margrét. Á Syðra-Velli eru
um 100 fjár á vetrarfóðrum.
/MHH
Skessa bjargaði sér frá sláturhúsinu með því að bera tveimur myndarlegum lömbum daginn áður en sláturbíllinn átti að sækja hana og fleira fé á Syðra-
Velli. Mynd / Margrét Jónsdóttir
Kýrin Skjóla á bænum Reykjum
í Skeiða og Gnúpverjahreppi
var heldur heppin nýlega að
skemma ekki í sér auga þegar
hún var úti á túni.
„Hún hefur verið að klóra
sér utan í staur þar sem þessi
einangrari var festur í og hann
kræktist í augnlokið en augað
virðist hafa sloppið alveg. Hún er
komin á penesillín og bógueyðandi
og hefur það bara gott í dag“, segir
Birna Þorsteinsdóttir, kúabóndi á
Reykjum. /MHH
Hætturnar leynast víða
Skjóla með einangrarann í augnlokinu en augað slapp samt alveg.
Valgerður og Guðjón á Húsatóftum:
Um 100 manns mættu
til að skoða hænurnar
Eigenda og ræktendafélag
landnáms hænsna (ERL) stóð
fyrir opnu húsi á Húsatóftum
á Skeiðum laugardaginn 29.
september hjá þeim Valgerði
Guðjónsdóttur og Guðjóni
Vigfússyni.
Um 100 manns mættu til að
skoða hænurnar þeirra, ungana og
flottu hanana, sem þau eru með.
Valgerður og Guðjón hafa um
árabil verið stærsta ræktunarbú
landnámshænsna á Íslandi. Þau
segja starfið fyrst og fremst
skemmtilegt hugsjónastarf. „Maður
verður ekki ríkur af hænsnarækt en
þetta er óskapleg skemmtilegt og
gefur okkur mikið,“ segir Valgerður.
/MHH
Það höfðu margir gaman af því að láta taka myndir af sér með hænu frá
Húsatóftum og skella á samfélagsmiðla. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Magnús Ingimarsson, ritari ERL, var
einn af þeim fjölmörgu sem mættu í
opna húsið og hafði gaman af eins
og aðrir gestir dagsins.
Nýklaktir ungar voru til sýnis á opna
húsinu og vöktu mikla athygli gesta,
ekki síst hjá ungu kynslóðinni.