Bændablaðið - 10.10.2019, Síða 10

Bændablaðið - 10.10.2019, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201910 FRÉTTIR Í síðasta Bændablaði var um fjöllun um Halldór Kristján Jónsson, sem er síðasti starfandi hreppstjórinn á Íslandi. Þar var líka upptalning á landshlutum og sveitarfélögunum 70 sem í þeim eru, en þar af eru 25 hreppar. Þar er sagt að enginn hreppur sé á höfuðborgarsvæðinu, sem er ekki rétt því Kjósarhreppur er þar eitt sveitarfélaganna 7 sem þar eru. Kjósarhreppur er þar útvörður á norðurlandamærunum við Vestur­ land sem tekur við í Hvalfjarðarbotni. Er hreppurinn jafnframt stærsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu að flatar máli, en um leið fámennasta sveitarfélagið. Þar voru skráðir 238 íbúar þann 1. janúar 2019. Sigríður Klara Árnadóttir, matvæla­ og rekstrarfræðingur, situr í hrepps nefnd Kjósarhrepps og er þar varaoddviti og er skrifstofu­ stjóri á hreppsskrifstofunni. Oddviti er hins vegar Karl Magnús Kristjánsson, sem er þá eins konar ígildi sveitarstjóra. Sigríður segir mikinn kraft og gleði ríkja í Kjósinni. Öflug innviðauppbygging Þrátt fyrir fámennið hafa íbúarnir lyft grettistaki í innviðauppbyggingu með hitaveituframkvæmdum og lagningu ljósleiðara. Í blaðinu Vesturlandi, sem kom út í júlí á þessu ári, er mikið viðtal við Sigríði. Hún er reyndar fædd og uppalin Reykvíkingur en á ættir að rekja austur á Seyðisfjörð. Sigríður er gift Óðni Elíassyni, refaskyttu og lögfræðingi, sem borinn er og barnfæddur Kjósverji. Fyrir sex árum fluttu þau endanlega úr höfuðborginni í Kjósarhrepp og segist Sigríður ekkert sakna Reykjavíkur. /HKr. Dagana 29. til 30. apríl 2020 verður alþjóðleg ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík um smáþörunga. Er þetta í tíunda sinn sem haldin er ráðstefna af þessum toga undir heitinu European Algae Industry Summit. Ráðstefnugestir munu m.a. heim­ sækja fyrirtækið Algalife Iceland sem hóf starfsemi í október 2013 og framleiðir nú fjölbreytt úrval fæðubótarefna. Umræða og áhugi á nýtingu smáþörunga hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum, en Bændablaðið hefur ítrekað fjallað um þessi mál og síðast í 18. tölublaði 26. september síðastliðinn. Þar kemur fram að smáþörungar eru afar öflugir við að um breyta með ljóstillífun koltvísýringi í andrúms loftinu í olíu sem nýta má til manneldis, dýrafóðursgerðar og til að framleiða lífrænt og kolefnishlutlaust eldsneyti m.a. á þotur. Þá framleiða smáþörungar að talið er um 70% af súrefni heimsins og á sumrin má oft sjá á gervihnattamyndum gríðarlega stóra fláka af þörungabreiðum í hafinu nærri Íslandi. Í fréttaskýringu í Bændablaðinu 26. september er m.a. vitnað í grein og viðtal í Forbes undir fyrirsögninni „Sjáum hvernig þörungar gætu breytt veröldinni okkar“. Þar er vísað í loftslagsvísindamanninn Charles Greene, sem er prófessor við Cornell­háskóla og félagi í Marine Algae Industrialization Consortium (MAGIC), sem hefur m.a. fengist við að skoða hvernig hægt sé að nota smáþörunga til að framleiða lífeldsneyti. Hann segir að hægt sé að framleiða allt eldsneyti og allt prótein sem mannkynið þurfi á að halda úr þörungum. Árið 2050 munum við hafa 9,5 til 10 milljarða manna í heiminum og með þörungum höfum við fundið leið til að fæða þetta fólk með því að framleiða mikið magn af próteini. Kannski munum við ekki sannfæra hinn vestræna heim um að breyta mataræði sínu strax, en við höfum leið til að berjast gegn vannæringu í þróunarlöndunum og það eitt og sér gerir það áhugavert,“ sagði Greene. Greinina í Bændablaðinu má finna á vefsíðu blaðins bbl.is. /HKr. Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Tækifæri og áskoranir við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi Ráðstefna á Grand Hótel 17. október 2019 08:00 Skráning og morgunverður 08:30 Setning ráðstefnu - Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri 08:40 Ávarp ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 08:50 Öryggisstjórnkerfi virkjana - Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun 09:10 Umhverfismat fyrir smærri virkjanir - Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun 09:30 Smávirkjanir og dreifikerfið - Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri tæknisviðs hjá RARIK 09:50 Kaffihlé 10:10 Smávirkjanir og flutningskerfið - Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs 10:30 Fjármögnun smávirkjana - Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar 10:50 Smávirkjanir í Noregi - Knut Olav Tveit, Daglig leder, Småkraftforeningen 11:10 Hafa orkufyrirtækin áhuga á að kaupa orku frá smávirkjunum - Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá HS Orku 11:30 Virkjanasaga Húsafells - Arnar Bergþórsson, stjórnarformaður Arnarlækjar 11:50 Samantekt og fundi slitið Fundarstjóri Erla Björk Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Orkustofnun Skráning á fundinn og útsending frá fundinum er á os.is Orkustofnun efnir til ráðstefnu um tækifæri og áskoranir við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi. Fjallað verður um umhverfismat, tengingar smávirkjana við dreifikerfið, fjármögnun og fleiri atriði er varðar smávirkjanir. Einnig verða sagðar reynslusögur af uppbyggingu smávirkjana bæði á Íslandi og í Noregi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra mun ávarpa ráðstefnuna. Kjósarhreppur er eitt af sjö sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu: Fámennasta en stærsta sveitarfélagið er í öflugri innviðauppbyggingu Tvöfalt fleiri gestir komu í sund í Varmahlíð í sumar Sundlaugarnar í Skagafirði voru vel sóttar á liðnu sumri en gestir á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst voru ríflega 47 þúsund og er það 6% aukning frá sama tímabili á síðastliðnu ári. Mestu munar um aukinn gesta­ fjölda í sundlaugina í Varmahlíð, en hann tvöfaldaðist á þessu tíma­ bili. Börnum fjölgar langmest í gestahópnum, en það má án efa rekja til þess að ný rennibraut var tekin í notkun í vor. Fjölgun gesta í sundlaugina í Varmahlíð nema 98,3% í sumar miðað við það sem var í fyrrasumar, þegar þeir voru 5781. Nú í sumar sóttu 11.462 Varmahlíðarlaugina heim. Sveitarfélagið Skagafjörður rekur einnig sundlaugar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Sólgarði. Í þeim tveimur fyrstnefndu varð fækkun gesta í sumar 6 og 9% en 4% aukning gesta varð í sundlaugina í Sólgarði. /MÞÞ Sjúkraflutningamenn verða áfram á vakt í þjóðgarðinum á Þingvöllum alla daga Heilbrigðisstofnun Suður lands (HSU) og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hafa fram lengt samn ing sinn um að sjúkra­ flutninga menn verði í Þjóðgarðinum alla daga til að veita öryggis­ og viðbragðs­ þjónustu á staðnum. Um tilrauna verkefni var að ræða í eitt ár sem hófst sumarið 2018 en nú hefur verið ákveðið að halda áfram með verkefnið því það hefur gengið svo vel. „Já, með viðveru sjúkraflutningamanna alla daga í þjóð­ garðinum með vel útbúinni bifreið fyrir fyrstu viðbrögð hefur skapast aukið öryggi og viðbragðstími er styttri ef verða alvarlega atvik eða slys á svæðinu. Mörg dæmi síðasta ár hafa sýnt að viðvera sjúkraflutningamanns á staðnum hefur skilað hraðari aðkomu við bjargir í alvarlegum tilfellum. Staðsetning við­ bragðs bifreiðar og sjúkra flutninga manns hefur líka leitt af sér betri þjónustu við aðra staði í nágrenninu en sjúkraflutninga maður á vakt fer iðulega í útköll á nærliggjandi stöðum utan við þjóðgarðinn,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen þjóð­ garðs vörður, alsæll með nýja samninginn. /MHH Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður og Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, undrrituðu framtíðarsamninginn á Hakinu á Þingvöllum. Alþjóðleg ráðstefna um smáþörunga – verður haldin í Reykjavík í lok apríl 2020

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.