Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201926 Lækningajurtir og saga lækninga eru viðfangsefni bókar innar Lífgrös og leyndir dómar sem dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóð fræðingur er að senda frá sér. Í bókinni er meðal annars fjallað um gamlar íslenskar lækningabækur og hvernig þekking á íslenskum lækninga grösum safnaðist saman, blandaðist um tíma hjátrú og göldrum, en varð um síðir að þeim grasalækningum og lyfjaiðnaði sem við þekkjum í dag. Ólína hefur unnið að bókinni Lífgrös og leyndir dómar hátt í tvo áratugi með hléum en hún segir að síðastliðin fjögur ár hafi hún unnið að því að klára bókina, sem um þessar mundir er að koma í verslanir. Rætur læknisþekkingar „Bókin fjallar um rætur þeirrar læknisþekkingar sem við höfum í dag. Ég rek þráðinn allt aftur að bökkum Nílarfljóts á fornöld, kem svo við á Íslandi og sökkvi mér niður í elstu íslensku lækningahandritin sem rekja má aftur til 12. og 13. aldar. Þessi gömlu lækningahandrit bera samnorræn einkenni og hafa verið eignuð danska grasafræðingnum, kanúkanum og lækninum Henrik Harpestræng. Þeirra á meðal eru íslensk handrit sem bera óneitanlega líkindi af ritum Harpestrængs og eru kölluð Harpestræng-handritin. Kenningin er sú að þau hafi borist til Íslands ýmist frá Danmörku eða Noregi,“ segir Ólína. Handrit frá Hrafni Sveinbjarnarsyni? „Hins vegar tel ég að eitt þessara handrita megi hugsanlega rekja til Hrafns Sveinbjarnasonar goða í Dýrfirðingagoðorði, læknis og sam- tíma manns Harpestræng á tólftu og þrettándu öld. Harpestræng hafði sínar lækn- ingar eins og aðrir Evrópumenn á sínum tíma frá Salerno-skólanum á Ítalíu. Bretar voru líka eins og aðrir undir áhrifum frá Salerno og ekki síst menntamenn í Canterbury. Hrafn kom þar við á ferðum sínum og gaf heilögum Tómasi Becket rostungs- tennur að gjöf auk þess sem hann gekk suður til Evrópu bæði til Spánar og Ítalíu. Allar líkur eru á því að Hrafn hafi á ferðum sínum kynnt sér lækningar og að rekja megi lækninga- aðferðir hans til Háskólans Salerno á Ítalíu,“ segir Ólína. Hún telur ekki ólíklegt að Hrafn hafi getað komist yfir lækninga handrit Harpestrængs og ef til vill bætt eða skrifað inn í sjálfur eigin þekkingu. „Að minnsta kosti er handritið sem ég vil eigna Hrafni upprunnið frá Geirröðareyri sem nú heitir Narfeyri á Snæfellsnesi og þar bjuggu ættmenni Hrafns. Þar bjó systir hans og þangað flúði sonur hans undan Þorvaldi Vatnsfirðingi. Lækninga- bókin sem um ræðir er afrituð þar árið 1387, eins og kemur fram í handritinu sjálfu, og ég tel vel líklegt að ritið sem bókin var skrifuð eftir hafi verið frá Hrafni komið.“ Ólína segir að bókin sé býsna „Harpestrængsleg“ og að jurtirnar sem nefndar eru í henni séu flestar erlendar en að það sé svo sem ekki skrýtið því slíkt einkenni flest elstu lækningahandritin. Íslendingar fljótir að skapa eigin þekkingargrunn „Sjálfri hefur mér þótt gaman að skoða og sjá hvernig þekkingar- sköpun breytist með tímanum og hvað Íslendingar voru fljótir að búa til sinn eigin þekkingargrunn um villtar íslenskar plöntur. Þetta sjáum við meðal annars í Grasnytjum séra Björns Halldórs- sonar í Sauðlauksdal, Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar og fleiri 17. og 18. aldar ritum.“ Listi yfir innlendar og erlendar plöntur Í bókinni Lífgrös og leyndir dómar er viðauki þar sem taldar eru upp allar íslenskar villtar plöntur sem koma við sögu í ritum frá 17. og 18. öld auk þess sem þar er listi yfir erlendar plöntur sem nefndar eru í íslenskum lækningahandritum. Blendin þekking bætist við Ólína segir að til séu nokkur gömul íslensk lækningarit og að hún taki þau merkustu til umfjöllunar í bókinni. „Það elsta er í AM 655 4to – það er ekki nema átta blöð og gengur eins og rauður þráður í gegnum allar íslensku lækningabækurnar sem á eftir komu. Ég kalla það Gömlu gersemina. Handritið sem ég kalla „Hrafnsbók“ er í AM 194 8vo. Dyflinnarhandritið svokallað er líka frægt og mjög áhugavert en það er varðveitt í Dublin þrátt fyrir að vera íslensk lækningabók. Þar í er lækningabók Þorleifs Björnssonar hirðstjóra. Bækurnar ganga í ýmsum afskriftum í gegnum aldirnar. Smám saman bætist eitt og annað inn í þær og þegar kemur fram á 17. öld er efni þeirra orðið ansi blendið. Inn í afskriftirnar er bætt rúnum, galdrastöfum, særingum, bænum og ýmsu hjátrúartengdu efni. Eftir það er ekki alltaf gott að gera greinarmun á galdrabók og lækningabók enda eru þess dæmi að menn hafi jafnvel verið dæmdir á bálið sem galdramenn fyrir að hafa haft lækningabók í fórum sínum.“ Ólík nálgun á lækningar Ólína segir að fólk hafi verið öðruvísi tengt við veruleika fyrr á öldum en í dag. „Það var litið til himintunglanna og notað daga val til framkvæmda. Helstu lækningaúrræðin voru blóð- Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . Við bjóðum upp á glæsilega aðventuferð til Austurríkis og hefjum ferðina í borg barokksins, hinni stórkostlegu Salzburg. Borgin er einstök á aðventunni og jólamarkaður hennar einn sá fallegasti í heimi. Virkisbærinn Kufstein í Tíról tekur því næst á móti okkur og minnir helst á myndskreytt ævintýri. Upplifðu allt það stórkostlega sem aðventan í Austurríki hefur upp á að bjóða! Aðventusveifla í Salzburg & Tíról 1. - 8. desember Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir BÆKUR& MENNING Lífgrös Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Mynd / HKr. Thomas Bartholin, prófessor við Hafnarháskóla seint á sautjándu öld, var kominn af merkri ætt lækna og vísindamanna og tileinkaði sér sjálfur ýmsar markverðar læknis- fræði legar nýjungar á sinni tíð. Þekktastur er hann fyrir uppgötvanir sínar á eitlakerfi manns líkamans. Bartholin var þó barn síns tíma. Hann virðist hafa verið altekinn af samkenndar- og líkindafræðum og bæði stundaði og kenndi lækningar í þeim anda. Með samkenndar- kenningum skýrði hann það að tveir bræður sem bjuggu fjarri hvor öðrum veiktust samtímis af hlaupabólu. Hann taldi að ef rautt klæði væri lagt á hörund hlypi blóð út í hörundið. Líkt tengdist líku sjúklingum til lækningar. Til að lækna froskpöddubit taldi hann ráðlegt að halda í lófa sér þurrkuðum froskpöddum. Nota skyldi beinamjöl úr sköflungi til að græða sérstaklega sár á fótleggjum, en beinamjöl úr höfuðskel til að græða sár á höfði. Þá skrifaði hann margt um flutning sjúkdóma (transplantatio morborum) úr mönnum í dauða hluti, dýr og menn. Í formála Vilmundar Jónssonar að Lækningabók Þorkels Arngrímssonar, Curationes, segir frá tiltektum Thomasar Bartholins við Hafnarháskóla. Gamall prófessor að nafni Thomas Fincke tók kveisu og gerðist uppþembdur. Spænskur hundur var lagður á kvið honum. Ekki var seppi fyrr orðinn heitur en hann æddi á dyr og engdist spúandi – kveisa þess gamla hafði hlaupið í hundinn. „Vinnukona á heimilinu hafði tannverk og sami hundur var lagður við kinn henni. Svíaði þegar, en hundurinn hljóp ýlfrandi um stofuna, og hafði auðsjáanlega tekið tannverkinn.“ Meðal annars ráðlagði hann yfirlestra til að auka verkun lyfja, til dæmis þetta vers: Sanguis mane in te, sicut Christus fecit in se. Sanguis mane in tua vena, sicut Christus in sua poena. Sanguis mane fixus, sicut Christus cum fuit crucifixus. Já, það gekk á ýmsu við Hafnarháskóla í þann tíð. Umhugsunarvert er að á sama tíma og aðferðir sem þessar voru iðkaðar og kenndar sem viðtekin fræði við norræna háskólastofnun var fólk brennt á báli fyrir rúnapár og lækningablöð sem lágu til grundvallar iðju af sama toga. Samkenndarkenningin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.