Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201930 Á dögunum stóð Hótel- og matvæla skólinn í Kópavogi fyrir nýstárlegum viðburði í sam vinnu við sendiráð Japans á Íslandi, þegar nemendur á sérstöku nám- skeiði við skólann voru kynntir fyrir nokkrum grundvallarþáttum í japanskri matargerð – með sérstaka áherslu á lambakjöt sem hráefni. Icelandic Lamb lagði til íslenskt lambakjöt og svo fór japanski matreiðslu meistarinn Giichi Takasawa, sem starfar sem matreiðslumeistari japanska sendiráðsins, í gegnum nokkrar útfærslur sem Japanir fara í sinni matreiðslu með notkun lambakjöts sem hráefnis. Að sögn Tomoko Daimaru, sem starfar hjá japanska sendiráðinu, var um tveggja daga námskeið að ræða; á fyrri deginum var nemendum skólans kennt en á þeim seinni var opið fyrir gesti. Námskeiðið var bæði í fyrirlestraformi – þar sem farið var til dæmis yfir matarhefðir Japana – og svo fólst hluti þess í verklegri kennslu líka. Meðal annars var bragðfyrirbærið „umami“ útskýrt, sem er eitt mikilvægasta bragðeinkenni japanskrar matar­ gerðar og má til dæmis finna í ríkum mæli í soði hvers konar, núðlusúpum og sojasósu. Súpusoð með þangi og þurrkuðum fiskflögum Daimaru segir að verklega námskeiðið hafi þannig meðal annars falist í því að gera „dashi“, sem er súpusoð sem soðið er niður með þangi og þurrkuðum flögum af bonito­fiski (makrílættar). Þá sýndi hann til að mynda hvernig matreiða á japansk­ættaðan lambakarrírétt, engifer­lambarétt og rétt sem heitir Chawanmushi og er krembúðingur með gufusoðnum eggjum. Þegar kennslu var lokið var afraksturinn borðaður. Giichi Takasawa lagði áherslu á í sínum leiðbeiningum að nemendurnir geti lagað íslenskt hráefni að japanska eldhúsinu og þess vegna voru áðurnefndir lambakjötsréttir valdir. Daimaru þakkar framlag Icelandic Lamb og segir að Íslendingar geti heimfært ýmislegt í matarmenningu Japana til Íslands. Lambakjöt er að sögn Daimaru mjög algengt hráefni í matargerð á tilteknum svæðum í Japan, til að mynda á eyjunni Hokkaido, sem er nyrsta eyjan af stærstu eyjum Japans. Hún segir íslenska lambið sérstakt að gæðum og eigi mikla möguleika á japönskum mörkuðum. Hún segir áhuga hjá japanska sendiráðinu á því að aðstoða við að glæða áhuga fleiri Japana á kjötinu. /smh LÍF&STARF Japanskur matreiðslumeistari leiðbeindi Íslendingum um japanskar hefðir í notkun á lambakjöti: Þangsoð og japanskt lambakarrí – Það má heimfæra ýmislegt í matarmenningu Japana upp á íslenska eldhúsið Japanski matreiðslumeistarinn Giichi Takasawa, sem starfar sem matreiðslumeistari japanska sendiráðsins, leiðbeindi íslensku áhugafólki meðal annars um notkun á lambakjöti sem hráefni. Bænda 24. október Íslenskir matreiðslumeistarar að störfum við veisluborð hlaðið japönskum réttum þar sem áherslan var lögð á íslenska lambakjötið. Myndir / Sendiráð Japans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.