Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 45 Seinni part júnímánaðar var haldin ráðstefna á vegum grasræktar­ samtaka Evrópu (EGF) og Sambands plöntukynbótamanna í Evrópu (Eucarpia) og var þetta í fyrsta skipti sem þessi samtök halda sameigin lega ráðstefnu. Ráðstefnan var haldin í Zürich í Sviss. Tveir þátttakendur voru frá Íslandi, Guðni Þorvaldsson og Þóroddur Sveinsson, báðir starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands. Fræblöndur í tún Svisslendingar eru þekktir fyrir að nota blöndu mismunandi tegunda í sinni grasrækt og jafnan eru bæði grastegundir og smárategundir í blöndunum. Það kom því ekki á óvart að töluvert væri fjallað um tegundablöndur á ráðstefnunni. Þeir leggja áherslu á að hafa í sömu blöndunni tegundir með ólíka vaxtarkúrfu og mismunandi rótar­ dýpt. Sumar tegundir blöndunnar leggja þá meira að mörkum fyrri hluta sprettutímans og aðrar seinni hlutann. Mismunandi rótardýpt gerir túninu kleift að sækja næringar­ efni í breytilega dýpt. Þá eiga mismunandi tegundir að tryggja gott fóðurgildi og meira þol gegn illgresi, sjúkdómum og öðrum skaðvöldum. Smárinn á einnig að leggja til nitur í samstarfið. Tilraunir hafa einnig leitt í ljós að það getur verið ávinningur af því að hafa fleiri en eitt yrki af sömu tegund í blöndunum. Þá draga blöndur úr sveiflum í upp skeru. Einnig hafa menn verið að prófa tegundir sem ekki hafa verið notaðar í tún áður t.d. selgresi. Plöntukynbætur Plöntukynbætur fengu einnig mikið rými á ráðstefnunni. Í plöntu kyn­ bótum fer mikill tími í að meta hina ýmsu eiginleika plantnanna sem verið er að vinna með því oft er verið að bera saman mikinn fjölda einstaklinga. Á seinni árum hafa menn í auknum mæli reynt að nýta sér myndavélar, ljós af mismunandi bylgjulengd, hitamyndavélar, leysi­ geisla og fleira til að framkvæma þessar mælingar. Oft eru notaðir drónar til að bera þessi tæki og koma þeim í rétta hæð eða þá að tækin renna á sérstökum brautum eða vírum yfir gróðrinum. Þessu fylgir mikil tækni­ og hugbúnaðarvinna. Þessi tækni nýtist einnig við mat og mælingar á tilraunareitum. Annað sem menn hugsa mikið um í plöntukynbótum er erfða mengja úrval þar sem menn leita að lykiláhrifavöldum í genameng­ inu og nýta sér þá þekkingu við úrvalið. Þetta er komið mun lengra í kornkynbótum en kynbótum á grösum. Fjölþætt hlutverk graslendis Nokkuð var rætt um fjölþætt hlut­ verk graslendis, að hlutverk þess sé ekki eingöngu að framleiða fóður heldur gegnir það einnig mikilvægu umhverfishlutverki. Graslendi getur bundið mikið kolefni á meðan það er ekki rofið en þegar landið er plægt gengur á kolefnisforðann. Graslendi heldur vel í næringarefni jarðvegsins og lítið skolast niður í gegnum hann nema að notaðir séu mjög háir skammtar af áburði þannig að grösin ná ekki að taka hann allan upp. Þá var rætt um vörn graslendis gegn vind­ og vatnsrofi. Rætt var um mikilvægi þess að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá túnum, t.d. með réttri meðhöndlun og dreifingu búfjáráburðar og tilbúins áburðar. Í Danmörku hafa menn hannað búnað sem nemur hversu mikill smári er í túnunum og hafa tengt hann við áburðardreifara þannig að skammtar af nituráburði minnka eftir því sem smárinn í túnunum er meiri. Þeir telja hæfilegt að minnka niturskammtinn um 3 kg N/ha fyrir hverja prósentueiningu sem smárinn eykst. Þurrkar Eftir erfitt þurrkasumar í Evrópu á síðasta ári eru menn uppteknir af þessu vandamáli. Menn velta fyrir sér hvort hægt sé að auka nýtingu vatnsforðans með t.d. tegundavali og einnig eru gerðar tilraunir með vökvun. Reynt er að kynbæta nytjajurtir með aukið þurrkþol í huga og rannsóknir á rótum og rótarvexti eru í gangi. Þá voru kynntar rannsóknir á samspili gróðurs, jarðvegs, áburðar og jarðvegslífvera. Varnir plantna í samkeppni Návörn (allelopathy) var einnig til umræðu eins og stundum áður. í þessu felst að plöntur geta gefið frá sér efni sem skaða aðrar plöntur, þetta er nokkurs konar vopn í samkeppni við aðrar tegundir. Þessi efni geta komið frá rótum, blöðum, stönglum og blómum. Menn hafa m.a. áhuga á að nýta þetta í baráttu við illgresi en það krefst mikillar þekkingar svo nytjaplönturnar hljóti ekki skaða af. Guðni Þorvaldsson Grasræktarsamtök Evrópu (EGF) og Samband plöntukynbótamanna í Evrópu (Eucarpia) héldu í fyrsta skipti sameiginlega ráðstefnu í Sviss í sumar. Tæki sem framkvæmir alls konar mælingar á gróðri, það er hengt á vírinn milli mastranna á myndinni fyrir ofan. Úr fyrirlestrarsal á ráðstefnunni. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Grasræktarráðstefna á vegum EGF og Eucarpia Þátttakendurnir á ráðstefnunni í í Zürich í sumar. Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.