Bændablaðið - 10.10.2019, Síða 14

Bændablaðið - 10.10.2019, Síða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201914 Ungum veiðimönnum hefur fjölgað verulega í sumar, silungsveiðin hefur gengið vel og veiðimenn verið að fá flotta veiði víða um land. Veðurfarið var gott í sumar og fjölskyldur gátu farið saman að veiða í blíðunni sem var í næstum allt sumar. „Veiðikortið seldist vel í sumar, margir náðu sér í kort til að geta veitt víða um land,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu um sumarið, sem gaf vel í mörgum veiðivötnum. „Já, sumarið kom vel út hjá okkur,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst. Silungsveiðin gekk vel í sumar, mjög vel, síðan laxveiðin eins og hún var, haustið er búið að vera gott, skotveiði og mjög góð sjóbirtingsveiði,“ sagði Ingólfur enn fremur. Margir veiðimenn hafa fengið sinn fyrsta fisk í sumar en auðvitað eiga þeir að geta veitt sem víðast. Stangaveiðifélagið var með daga fyrir unga veiðimenn og veiðin gekk vel, nokkrir fengu maríulaxinn sinn og það er auðvitað sem allir eru að reyna, fyrsti fiskurinn, fyrsti laxinn. „Það var gaman að fá flottan fisk,“ sagði Helgi Þór Andrésson, sem var einn af þeim mörgu sem veiddi sinn fyrsta fisk í næsta nágrenni Akureyrar. Hann var ánægður með fiskinn eins og fleiri veiðimenn. Það er toppurinn að fá sinn fyrsta fisk. Og landa honum eftir töluverða baráttu. „Við maðurinn ákváðum að skella okkur einn dag í Jōklu áður en tímabilið væri búið,“ sagði Bára Péturs er við spurðum um veiðitúrinn í Jöklu fyrir skömmu og þar átti ýmislegt eftir að gerast. „Jōkla sjálf var kakó svo að við veiddum hliðarárnar. Við vorum búin að sjá eitthvað af fiski en ekkert fengið. Þegar við komum að Laxárós var ákveðið að kasta spún, en við höfðum verið að kasta flugu fyrir það. Það var búið að segja okkur frá spún í Veiðiflugunni sem heitir „Remen mōre silda“, kopar með svartri rönd og18 grömm og ákvað var að prufa hann. Ég var búin að taka nokkur kōst en ekki orðið vōr við neitt, festi spúninn einu sinni en ákvað svo að kasta aftur, og fannst ég vera fōst aftur, hugsaði með mér, jesús minn, þetta ætlar að ganga brösuglega, svo allt í einu fór stöngin að hristast og kengbognaði. Ég vissi lítið hvað ég var að gera enda bara í 4. skipti sem ég fer að veiða svona. Ég gargaði á manninn minn og sagði að ég væri með fisk, hann leiðbeindi mér hvað ég ætti að gera. Ég var sirka 10 mín. að landa laxinum. Ég hef aldrei lent í öðrum eins átökum við fisk og var alveg gáttuð á því hvað þeir geta verið sterkir. Það byggðist upp alveg rosaleg spenna á þessum 10 mín. og fékk ég hálfpartinn spennufall þegar laxinn var kominn í land, þetta var 75 sentímetra hængur. Það var rosaleg gleði hjá mér og brosið náði sennilega tvo hringi um andlitið, hjartað hamaðist á milljón, maríluax kominn á land! Ég var enn rosalega gáttuð á því hvað hann var sterkur og hvað þetta var erfitt, en svo stolt af sjálfri mér á sama tíma. Þetta varð til þess að ég varð alveg veik, nú þýðir ekkert annað en að skella sér til Björgvins í Veiðiflugunni og galla sig upp fyrir næsta sumar og ná næsta laxi á flugu,“ sagði Bára enn fremur. HLUNNINDI&VEIÐI Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is bílar Kæli- & frystibúnaður frá Carrier í miklu úrvali. Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum. hurðir Hentar afar vel fyrirtækjum í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. fyrir kæla Kæli- & frysti- búnaður hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445 kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is Við erum sérfræðingar á okkar sviði CARRIER Sölu- og þjónustuaðilar SCHMITZ Sölu- og þjónustuaðilar BOCK kæli- og frystipressur Sölu- og þjónustuaðilar DHOLLANDIA Sölu- og þjónustuaðilar TAIL LIFTS Höfum áratuga reynslu á sviði – Rennismíði, fræsivinnu & CNC – Kæliþjónustu & kæliviðgerða – Vélaviðgerða & viðgerða á heddum – Málmsprautunar og slípunar Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com „Maríulaxinn var sterkur“ Bára Péturs með maríulaxinn úr Jöklu. Veiði á að vera fyrir alla Ungir og stórefnilegir veiðimenn við veiðar í Eyjafirði við Ystu-Vík. Mynd / María Gunnarsdóttir Hann syndir áfram um Miðá „Já, hann er flottur fiskurinn sem Ómar Óskarsson veiddi í Miðá í Dölum, eins metra fiskur og hann syndir áfram um ána, honum var sleppt aftur,“ sagði veiðimaðurinn Gunnlaugur Guðleifsson, en hann var ásamat fleirum í Miðá í Dölum fyrr í sumar og þeir veiddu nokkra laxa og þennan stóra flotta fisk. Skrýtnu veiðitímabili er lokið og aldrei hefur veiðin verið svona slöpp, sumir fengu ekki högg í allt sumar en haustið hefur bjargað málunum. Eða eins og einn veiðimaðurinn sagði orðrétt: „Fjörið byrjaði í haust, konan var eiginlega búin að gefa mig upp á bátinn í veiðinni en þá byrjaði fjörið, ég fékk hvern fiskinn á fætur öðrum. Fyrst fór ég austur í sjóbirting og veiddi tíu flotta sjóbirtinga, síðan aðra fimm sjóbirtinga í Varmá og svo endaði ég í laxveiði og veiddi sex flotta fiska. Verst að konan vildi koma með í síðasta veiðitúrinn og auðvitað var það ekkert mál. En hún veiddi alla fiskana sem komu á land í síðasta túrnum og það var svolítið skrítið, en allt í lagi, svona er þetta bara,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur. Ekki er allt fullkomið í veiðinni, það vita flestir, en það kemur annað sumar eftir þetta og þá verður eflaust betri veiði hjá flestum. Ómar Óskarsson með flottan laxinn úr Miðá í Dölum. Veiðimaðurinn ungi með fiskinn. Mynd / Þórir Margir veiðimenn eru ánægðir með fenginn Margir ungir veiðimenn hafa veitt fisk eða fiska í sumar, fiskarnir eru misstórir en veiðimennirnir eru allir hressir með veiðina. Það skiptir engu þó fiskurinn sé ekki stór, bara að veiða eitthvað og fá fiskinn til að taka agnið. Anna Þórisdóttir í Borgarnesi, 8 ára, veiddi sinn fyrsta silung í bæjarlæk vestur á Mýrum í vatnavöxtum á haustdögum, urriða sem tók maðkinn og vó um 1 pund, og hún var verulega hress með að ná fyrsta fisknum sínum. „Jú, hún var heldur betur ánægð þegar hún veiddi fiskinn sinn,“ sagði Þórir Valdimar Indriðason, faðir hennar, um fiskinn. „Hún var búinn að reyna að veiða fisk nokkrum sinnum og svo tók þessi urriði. Það var skemmtilegt að fá eitthvað,“ sagði Þórir enn fremur. Haustverkin í veiðiánum Veiðum lauk um miðjan septem­ ber í Norðurá í Borgar firði og endaði áin í 557 löxum. Veitt var í klak eftir það aðeins í ánni og verður fiskurinn kreistur um miðjan október og mun Sigurður Már fiskifræðingur stýra verkinu. Hrognin verða síðan grafin í efri hluta árinnar á völdum stöðum. Þetta sama hefur verið gert í Laxá í Dölum, meðal annars til að hjálpa ánni og er þetta virðingarvert framtak. Nýr laxastigi er líka kominn í Sólheimafoss í Laxá í Dölum. Nýir leigutakar eru komnir með Blöndu á leigu en það eru Starir sem eru með Þverá, Straumana, Brennuna og Víðidalsá meðal annars. Árleigan er kringum 60 milljónir en Laxá og Árni Baldursson leigðu áður Blöndu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.