Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201920 Fæðuöryggi er vaxandi áhyggju ­ efni um allan heim. Sam kvæmt tölum FAO býr yfir einn milljarður manna við alvarlegan fæðuskort og ríflega annar eins fjöldi þjáist af skorti á næringarefnum. Viður­ kennt er einnig að fæðuöryggi verður ekki slitið úr samhengi við þróun land búnaðar um allan heim, líka á Íslandi. Meðal markmiða Sameinuðu þjóðanna er að auka fæðuöryggi þjóða. Miðast það við að hver þjóð geti verið sem mest sjálfri sér næg um fæðu fyrir íbúana. Það sé besta tryggingin fyrir bættri lýðheilsu og til að draga úr togstreitu og hættu á átökum út af fæðuskorti. Þá eru þjóðir sem geta brauðfætt sína íbúa augljóslega betur í stakk búnar til að mæta áföllum vegna náttúruhamfara, sjúkdóma eða styrjalda sem upp kunna að koma. Íslenskur landbúnaður í skotlínu tækifærissinna Hart hefur verið sótt að íslenskum landbúnaði á liðnum misserum þrátt fyrir fagurgala stjórnmálamanna um nauðsyn landbúnaðar fyrir íslenska þjóð. Óvægin gagnrýni hefur verið á sauðfjárrækt á þeim forsendum að hún sé of kostnaðarsöm og hægt sé að flytja inn mun ódýrara kindakjöt frá útlöndum. Undarleg og öfgafull umræða í upphrópanastíl um loftslagsmál blandast þar inn í, en áhyggjur af fæðuöryggi virðist þar engu máli skipta. Sama hefur verið upp á teningnum varðandi framleiðslu á svína­ kjöti, alifuglakjöti, nautakjöti og mjólkurafurðum. Orkumál spila þar líka stóra rullu, en aðgengi að rafmagni á hagstæðu verði er t.d. forsenda þess að ylrækt geti þrifist á Íslandi. Það hefur líka mikil áhrif á byggð víða um land sem er m.a. forsenda fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Tilmæli Sameinuðu þjóðanna um fæðuöryggi Í pólitískum umræðum um þessi mál virðist lítið tillit vera tekið til tilmæla Matvæla­ og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um að þjóðir heims reyni að tryggja sitt eigið fæðuöryggi. Ábyrg fiskveiði­ stjórnun er líka einn af þeim þáttum sem FAO leggur áherslu á, en þar hafa Íslendingar reyndar staðið sig betur en flestar aðrar þjóðir. Það er þó vissulega fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli loks, allavega að einhverju leyti, vera að átta sig á samhengi hlutanna er þau kynntu í síðustu viku framgang aðgerðaráætlunar um matvælaöryggi og fleira. En matvælaöryggi er samt allt annar hlutur en að tryggja öryggi íbúa gagnvart aðgengi að fæðu úr nærumhverfi. Peningahyggja í stað mannlegrar reisnar Vísindamenn FAO hafa staglast á fæðuöryggi í tvo og hálfan áratug, en sá boðskapur virðist enn ekki hafa náð eyrum íslenskra viðskipta snillinga og hagfræðinga sem aðhyllast kalda og sálarlausa peninga hyggju. Þeir telja fólki trú um að hag neytenda verði best borgið með innflutningi á ódýrum mat frá stór framleiðendum í útlöndum. Það skili mestri arðsemi fjármagnsins. Þar er ekkert gert með að íslensk framleiðsla geti þá lagst af með tilheyrandi neikvæðum félagslegum og efnahagslegum áhrifum fyrir hinar dreifðu byggðir. Mannleg reisn íbúa landsins og viðleitni til sjálfsbjargar á greinilega ekki heima í arðsemisútreikningum exel­sérfræðinganna. Auka þarf matvælaframleiðslu á forsendum fjölbreytni Vísindamenn FAO hafa sagt að auka þurfi matvælaframleiðslu heimsins um 70–100% og um leið draga úr sóun matvæla til að mæta því að jarðarbúum fjölgi í 9 milljarða á næstu 30 árum eða svo. Þar er líka mikið lagt upp úr blandaðri nýtingu lands til að tryggja villta náttúru og koma í veg fyrir einsleitni í ræktun. Í máli vísindamanna sem mest hafa fjallað um fæðu öryggi heimsins er áberandi sú niðurstaða að fjölbreytni í landbúnaði skipti þar mjög miklu máli. Þá muni einsleitur verksmiðjubúskapur aldrei geta tryggt fátækari ríkjum heims öruggt framboð af fæðu, því þar telja vísindamenn að fjölskyldubú og smábændur skipti höfuðmáli. Líka gagnvart því að halda náttúrunni í jafnvægi. Þetta má meðal annars sjá í greininni „Advancing Environmental Conservation“ sem birt var m.a. á vef Science Direct árið 2012. Markmið sett 1996 um að draga úr hungri í heiminum Á fæðuráðstefnunni World Food Summit (WFS) sem haldin var árið 1996 var stefnan sett á að ráðast gegn hungri í heiminum. Markmiðið var að helminga fyrir árið 2015 þann fjölda fólks sem þjáðist af hungri árið 1990. Var FAO falið að hafa umsjón með þessu verkefni og Alþjóðabankinn (World Bank) fenginn þar til aðstoðar. Á hringborðsráðstefnu um fæðu­ öryggi í september 2011 lagði FAO fram fullmótað tölfræðilegt kerfi til að fylgjast með fæðuöryggi þjóða. Var þetta fyrst gangsett á ráðstefnunni „State of Food Insecurity in the World 2012“ og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Samkvæmt gagnasöfnun þessa kerfis voru 842 milljónir manna sagðar þjást af völdum hungurs í heiminum á árunum 2011–2013. Það er 17% færri einstaklingar en talið er að hafi þjáðst af fæðuskorti á árunum 1990–1992. Samkvæmt gögnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna þá þjáðust samt enn yfir 820 milljónir manna í heiminum vegna hungurs á árinu 2018, eða 10,8% mannkyns. Þá var mikill fjöldi fólks þar fyrir utan sem bjó við næringarskort af einhverjum toga. Nú er markmið FAO og Sameinuðu þjóðanna að enginn þurfi að þjást af hungri árið 2030. Ef einhver möguleiki á að vera að ná þessu markmiði, þá er nauðsynlegt að stórefla fæðuöryggi þjóða. Þar duga engin vettlingatök. Engar vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld ætli að feta þá slóð. Aðgerðir í innleiðingu á orkureglugerðum frá ESB vinna augljóslega á móti slíkum áformum SÞ. Hungur í mörgum heimshlutum Þrátt fyrir að meðaltölin sýni að eitthvað hafi dregið úr hungri á heimsvísu frá 2005 til 2015, þá hefur ástandið verið að versna síðan. Er það nú orðið verra en 2005. Í Afríku er að finna hlutfalsllega flest dæmi um næringarskort í heiminum samkvæmt gögnum Unicef, eða nærri 20%. Þá hefur hungur verið að aukast í Suður­Ameríku og í ríkjum við Karíbahaf þótt það sé enn undir 7%. Eins hefur verið stöðug aukning í tölu hungraðra í vesturhluta Asíu frá árinu 2010. Í dag er talið að á því svæði þjáist um 12% íbúanna af næringarskorti. Um 2 milljarðar af íbúum heims­ ins, eða 26,4%, berjast í dag ýmist við fæðuóöryggi af einhverju tagi, en misalvarlegan fæðuskort samkvæmt fréttabréfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Bent er á að versnandi efnahags­ ástand í samfélögum fólks sé bein ávísun á minna fæðuöryggi og lakari heilsu íbúanna. Nýjasta dæmið um öfugþróun eru fréttir frá Harare í Simbabve í erlendum miðlum þann 25. september síðastliðinn. Þar var greint frá því að íbúar Simbabve hafi ekki horft upp á lakara ástand en nú í fæðuöryggismálum í fjölda ára. Yfir fimm milljónir manna eru þar í brýnni neyð vegna fæðuskorts og næstu uppskeru ekki að vænta fyrr en í apríl á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá World Food Program (WFP) sem er rekið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Vaxandi hungur í Simbabve Eddie Rowe, yfirmaður hjálparstarfs WFP, segir að þörfin fyrir matvælaaðstoð í Simbabve hafi lengst af verið bundin við dreifbýlið. Nú séu hins vegar um tvær milljónir manna í borgum landsins sem þurfi á neyðaraðstoð að halda. „Við erum að tala um virkilega fátækt í borgunum, þar sem atvinnu­ leysi er mikið og það skilar sér aftur í fæðuskorti,“ segir Rowe. Það er ekki bara mannfólkið í Simbabve sem þjáist af hungri. Með sólarrafhlöðum þóttust menn hafa FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað hvatt þjóðir heims til að tryggja sitt öryggi í fæðuöflun og framleiðslu: Fæðuöryggi er lykillinn að þjóðaröryggi Íslendinga – Það kostar peninga að tryggja slíkt en mun dýrkeyptara verður það ef fótunum er kippt undan matvælaframleiðslu á Íslandi Sagan sýnir okkur að stór eldgos á Íslandi hafa lamað matvælaframleiðslu og skapað margvíslega óáran í Evrópu og allt suður í Afríku og vestur í Ameríku. Það er því í hæsta máta óábyrgt að gera lítið úr nauðsyn þess að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Það er hreint glapræði ef þjóðin á að eiga líf sitt undir innflutningi á matvælum. Mynd / HKr Kort FAO yfir helstu hungursvæði jarðar í september 2018. Af 7,6 milljörðum jarðarbúa lifðu þá rúmir tveir milljarðar við hungur að meira eða minna leyti. Meira að segja í Evrópu og Norður- Ameríku voru 89 milljónir manna í þeirri stöðu. Í Asíu voru það rúmur milljarður manna, í Afríku 676 milljónir og í Suður-Ameríku voru það 188 milljónir manna. Eitt það fyrsta sem eyðileggst í styrjöldum eru innviðir samgangna sem stöðvar m.a. flutninga á matvælum. Undirstöður matvælaframleiðslu eru lika gjarnan vísvitandi eyðilagðar til að skapa upplausn og draga mátt úr þeirri þjóð sem fyrir árás verður. Þessi mynd er frá Jemen þar sem íbúar þjást vegna árása sem gerðar eru m.a. með vopnum frá Vesturlöndum. Mynd / Business Afrika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.