Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201932 HROSS&HESTAMENNSKA Sýningarárið 2019 Í þessum pistli verður farið yfir sýningarárið 2019 en það einkenndist af góðri mætingu hrossa til dóms, miklum áhuga á kynbótasýningum og úrvali frábærra hrossa. Þá voru haldin tvö stórmót; Fjórðungsmót á Austurlandi og Heimsleikar í Berlín. Alls voru haldnar 15 sýningar víðs vegar um landið auk Fjórðungsmóts Austurlands sem haldið var á Fornustekkum. Felldir voru 1176 dómar, þar af 1031 fullnaðardómur sem er svipaður fjöldi dóma sé miðað við ár sem ekki eru Landsmót en alls komu 967 hross til dóms. Óvenju fá hross voru dæmd í maí miðað við síðastliðin ár, þrjár sýningar voru áætlaðar í maí en þær voru allar felldar niður og sameinaðar í einni sýningu sem haldin var í Hafnarfirði í síðustu viku maí. Fjöldinn náði sér svo upp á miðsumarssýningum en fjórar miðsumarssýningar voru haldnar; þrjár á Hellu og ein á Hólum en 369 dómar voru felldir á þessum miðsumarssýningum sem er metfjöldi. Fjórðungsmótið tókst vel en alls voru 31 kynbótahross sem mættu þar til dóms. Miðað var við ákveðinn fjölda efstu hrossa í hverjum flokki eins og fyrir síðustu stórmót. Vel var að mótinu staðið og eiga Hornfirðingar heiður skilinn fyrir framkvæmdina en afar góð stemning var á mótinu og býður mótssvæði þeirra upp á mikla möguleika með glæsilega reiðhöll, framboð af hesthússplássum og myndarlegt félagsheimili. Þá var full mæting kynbótahrossa fyrir hönd Íslands á Heimsleika sem voru haldnir í Berlín; eitt hross í hvern flokk 5, 6 og 7 vetra og eldri hryssna og stóðhesta. Þau stóðu sig öll með prýði á mótinu, stóðu vel við fyrri dóma og voru efst í öllum flokkum nema 5 vetra flokki stóðhesta þar sem annað sætið var niðurstaðan. Þá forfallaðist því miður Nói frá Stóra-Hofi í elsta flokki stóðhesta. Mikill fjöldi frábærra hrossa kom til dóms í ár og er verðmætt að sjá hvað ræktendur hafa úr mikilli flóru góðra stóðhesta að velja en aldrei hefur verið meira úrval af gæða stóðhestum af mismunandi gerðum á boðstólum. Alls voru 286 feður á bak við sýnd hross í ár en Spuni frá Vesturkoti átti flest afkvæmi sem komu til dóms í ár, eða 42. Í töflu má sjá þá feður sem skiluðu tíu eða fleiri afkvæmum til dóms á árinu. Meðaltöl og dreifingu einkunna má sjá í meðfylgjandi töflum fyrir alla eiginleika byggingar og hæfileika auk aðaleinkunna fyrir árið 2019 á Íslandi. Hærri meðaltöl fyrir eiginleika sköpulags Meðaltöl fyrir eiginleika sköpu- lagsins eru heldur hærri en í fyrra hjá flestum eiginleikum fyrir utan prúðleika þar sem meðaltalið í ár er lægra (7,61 vs 7,72). Breytingarnar eru þó afar litlar fyrir utan hófa- einkunn sem er töluvert hærri í ár samanborið við árið í fyrra (8,19 vs 7,94). Þetta gæti skýrst af breyttum áherslum við mat á hófum þar sem meiri áhersla hefur verið lögð á rétt form hófsins; þ.m.t. lengd og halla á hælum, hvelfingu í botninn og meira dregið niður fyrir þrengsli í hófnum, þ.e. meira lagt upp úr réttu formi hófsins aftur í hæl og að hólþófarnir séu heilbrigðir. Þá er minni áhersla á dýpt hófsins sem ræðst eingöngu af því hversu mikið vaxinn hófurinn er. Þá eru meðaltöl fyrir eiginleika hæfileika heldur lægri í ár samanborið við árið í fyrra fyrir utan fet en þar er meðaltalið hærra (7,73 vs 7,69). Breytingarnar eru þó ekki miklar á milli ára en stærsti munurinn er í skeiðeinkunn. Meðaltal fyrir skeið var í fyrra 7,04 en er í ár 6,82 (meðaltalið er einnig lægra sé eingöngu horft til hrossa sem ná 5,5 eða hærra fyrir skeið). Það gæti skýrst af því að heldur fleiri klárhross voru sýnd í ár en 32% hrossa sem sýnd voru í ár voru með 5,0 fyrir skeið sem er hærra hlutfall en oft áður en yfirleitt hefur hlutfall klárhrossa af sýndum hrossum verið í kringum 25%. Meðalaldur sýndra hrossa var 6,23 ár en það er hæsti meðalaldur sýndra hrossa í seinni tíð. Það skýrist fyrst og fremst af því að færri fjögurra vetra hross voru sýnd í ár, þau eru u.þ.b. helmingi færri í ár samanborið við árið í fyrra eða um 7% sýndra hrossa (25 fjögurra vetra stóðhestar voru sýndir og 35 hryssur). Skrokkmál Íslenski hesturinn hefur verið að stækka á undanförnum árum eins og lesendur eflaust þekkja. Meðalhæð hrossa sem komu til dóms á Íslandi í ár var rúmlega 142 cm á herðar, hryssur voru að meðaltali 141,6 cm og stóðhestar 144,4 cm. Til samanburðar þá var meðal hesturinn á árunum í kringum 1990 133 cm á herðar. En hesturinn hefur ekki bara verið að hækka á herðar, hann hefur einnig orðið framhærri með árunum, þ.e. munurinn á hæð á herðar og hæð á lend hefur verið að aukast. Í dag er meðal hrossið rúmlega 4 cm hærra að framan en að aftan (hryssur 3,9 cm hærri á herðar en á lend og stóðhestar 5,9 cm). Framhæð hrossa hefur mikil áhrif á ganghæfni þeirra og um að gera fyrir ræktendur að skoða skrokkmálin. Þá er áhugavert að kanna hver meðal fótahæð hestsins er en hana má reikna út með því að bera saman hæð á herðar og brjóstdýpt. Meðal fótahæð hestsins í dag er rétt um 14 cm (hryssur: 13,6 cm og stóðhestar: 15,3 cm). Fótahæð íslenska hestsins hefur einnig verið að aukast á síðustu árum í viðleitni okkar við að skapa glæsilegri hest gerð en til að skara fram úr í keppni til dæmis er nauðsynlegt að hafa góða fótahæð í hrossum, það skapar meiri skreflengd og eykur á útgeislun. Hæstu hross ársins efstu hryssurnar Alls voru sýndar 35 fjögurra vetra hryssur á árinu og voru þær rúmlega 4% sýndra hrossa. Efstu hryssurnar eru allar afar vel ættaðar hryssur sem eiga framtíðina fyrir sér. Jafnar með þriðju hæstu einkunn ársins í þessum flokki eða 8,24 voru þær Dagmar frá Hjarðartúni og Mánadís frá Feti. Dagmar er undan Degi frá Hjarðartúni og Pöndru frá Reykjavík, ræktandi er Óskar Eyjólfsson en eigandi er Einhyrningur ehf. Dagmar var efst í fjögurra vetra flokki hryssna á Fjórðungsmótinu; myndarleg, fótahá hryssa og flugaefnileg með mikla skrefstærð á öllum gangi. Mánadís frá Feti er undan Eldi frá Torfunesi og Vigdísi frá Feti, ræktandi er hrossaræktarbúið Fet og eigandi er Fet ehf. Mánadís er vel gerð með 8,5 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi og efni í frábæra alhliða mýktar hryssu með 8,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 9,0 fyrir vilja og geðslag. Með aðra hæstu einkunn ársins er Lóa frá Efsta-Seli, undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Lady frá Neðra-Seli. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,35 með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og vilja og geðslag; fínleg, framfalleg og mjúk á gangi. Efsta hryssan var með 8,38 í aðaleinkunn og heitir Álfamær frá Prestsbæ, undan Landsmótssigurvegurunum Spuna frá Vesturkoti og Þóru frá Prestsbæ. Álfamær er reiðhestslega og traustlega gerð, þá er hún skrefmikil á gangi og skrokkmjúk, einstaklega jafnvægisgóð og flink á skeiði og með þjálan vilja. 25 hestar í fjögurra vetra flokki stóðhesta Í fjögurra vetra flokki stóðhesta voru sýndir 25 hestar í fullnaðardóm eða um 3% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn í þessum flokki, 8,39 í aðaleinkunn, var Pensill frá Hvolsvelli, undan Ölni frá Akranesi og Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli. Ræktendur eru Ásmundur Þórisson og Helga Friðgeirsdóttir. Pensill er afar fallega og vel gerður hestur með 8,76 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 9,5 fyrir bak og lend og samræmi, sameinar einstaklega vel fegurð og fínleika og styrk í byggingunni. Þá er Pensill efnilegur á gangi, skrefmikill og mjúkur og hlaut hæst 9.0 fyrir brokk. Með aðra hæstu einkunn í þessum flokki er Hávaði frá Haukholtum, undan Ómi frá Kvistum og Eldingu frá Haukholtum. Ræktandi er Þorsteinn Loftsson og hann er einnig eigandi ásamt Lóu Dagmar Smáradóttur. Hávaði er hávaxinn og fótahár en hann er 149 cm á herðar, með 9,0 fyrir samræmi. Þá er þetta afar efnilegur foli með 8,37 fyrir hæfileika. Efsti hesturinn í þessum flokki í ár er Leynir frá Garðshorni á Þelamörk en ræktendur hans eru Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir. Leynir er undan Höfðingja og Grósku frá Garðshorni á Þelamörk. Leynir er ekki stór, 137 cm á herðar, en afar reiðhestslega gerður með sterka yfirlínu í hálsi og baki og lend með 8,5 fyrir háls, herðar og bóga og 9,0 fyrir bak og lend. Þá er Leynir gæðingur á gangi, framganga hans var hreint óvanaleg af svo ungum hesti að vera og hlaut 8,70 fyrir hæfileika; afar léttstígur, skrefmikill og fjölhæfur hestur með 9,0 fyrir tölt og vilja og geðslag og 8,5 fyrir alla aðra eiginleika hæfileikanna. 145 í flokki fimm vetra hryssna Í fimm vetra flokki hryssna voru sýndar 145 hryssur og voru þær 17% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Dröfn frá Stykkishólmi undan Hágangi frá Narfa stöðum og Tvíbrá Keilisdóttur frá Árbæ. Ræktandi hennar er Guðmundur Ó. Bæringsson en eigandi er Valentínus Guðnason. Dröfn er gullfríð og framfalleg hryssa með 9,0 fyrir höfuð og háls, herðar og bóga og 8,48 fyrir sköpulag. Þá er Dröfn jafnvíg á gangi með 8,5 fyrir tölt og brokk og 9,0 fyrir skeið þar sem hún býr yfir eðlisjafnvægi og tilþrifamikilli getu en einnig hlaut hún 9,0 fyrir vilja og geðslag enda afar næm og fylgin sér. Með aðra hæstu einkunn ársins er Sigurrós frá Stuðlum, hún er undan Dyn frá Dísarstöðum og Stöku frá Stuðlum sem er undan Akk frá Brautarholti og heiðurshryssunni Þernu frá Arnarhóli. Ræktendur eru Páll Stefánsson og Edda Björk Ólafsdóttir og Páll er eigandi hryssunnar ásamt Hauki Baldvins- syni og Ragnhildi Loftsdóttur. Sigurrós er gæðingur á gangi með 8,70 fyrir hæfileika, afar ásækin og einbeitt, með mikla hreyfingu og skrefstærð. Með hæstu einkunn ársins í fimm vetra flokki hryssna er Þrá frá Prestsbæ, undan Arion frá Eystra- Fróðholti og Þóru frá Prestsbæ. Ræktendur og eigendur er Inga og Ingar Jensen. Þrá er með 8,31 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 8,5 fyrir háls, herðar og bóga og fótagerð og 9,0 fyrir samræmi, enda með afar framskotna og lausa bóga sem bjóða upp á mikla hreyfingu sem Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is Með hæstu einkunn ársins í elsta flokki stóðhesta og yfir landið í ár var Draupnir frá Stuðlum, undan Kiljan frá Steinnesi og Þernu frá Arnarhóli. Ræktendur er Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson og þau eru einnig eigendur ásamt Austurás hestum ehf. Mynd / Óðinn Örn Jóhannsson. Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi Fótagerð Réttleiki Hófar Prúðleiki Sköpulag Meðaltal 7,88 8,32 8,12 8,24 8,00 7,69 8,19 7,61 8,12 Staðalfrávik 0,50 0,37 0,54 0,44 0,47 0,48 0,46 0,71 0,24 Lægsta gildi 6,50 7,50 6,50 7,00 7,00 6,50 6,50 5,50 7,37 Hæsta gildi 9,50 9,50 9,50 9,50 9,50 9,00 9,50 10,00 8,84 Tölt Brokk Skeið Stökk Vilj og geðsl. Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk Hæfileikar Aðaleink. Meðaltal 8,30 8,02 6,82 8,08 8,40 8,21 7,73 8,01 7,78 7,96 8,03 Staðalfrávik 0,52 0,57 1,45 0,47 0,42 0,46 0,68 0,49 0,58 0,36 0,27 Lægsta gildi 6,00 6,00 5,00 7,00 7,00 6,50 5,50 5,00 5,00 6,65 7,28 Hæsta gildi 10,00 10,00 9,50 9,50 9,50 9,50 9,50 10,00 9,50 9,00 8,88 Stóðhestur Fjöldi afkvæma Spuni frá Vesturkoti 42 Stáli frá Kjarri 32 Álfur frá Selfossi 23 Arion frá Eystra-Fróðholti 22 Framherji frá Flagbjarnarholti 22 Loki frá Selfossi 21 Óskasteinn frá Íbishóli 21 Sjóður frá Kirkjubæ 20 Ómur frá Kvistum 19 Hrannar frá Flugumýri II 18 Viti frá Kagaðarhóli 14 Skýr frá Skálakoti 14 Jarl frá Árbæjarhjáleigu II 14 Orri frá Þúfu 13 Krákur frá Blesastöðum 1A 13 Kjerúlf frá Kollaleiru 13 Kiljan frá Steinnesi 13 Arður frá Brautarholti 12 Sær frá Bakkakoti 11 Auður frá Lundum 11 Eldur frá Torfunesi 11 Trymbill frá Stóra-Ási 10 Hrímnir frá Ósi 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.