Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 29
Við sóttum um lífrænan aðlögunar
styrk en þann styrk er hægt að sækja
um á meðan aðlögun stendur yfir.
Þessi styrkur breytti mjög miklu
fyrir okkur og hefur gert það að
verkum að við erum komin lengra
af stað með okkar starfsemi en til
stóð á þessum tímapunkti,“ útskýrir
hún.
Kláruðu aðlögun í maí
„Við vorum alltaf með skýra stefnu
um að fara í lífræna ræktun og sóttum
því um að byrja í lífrænni aðlögun
fljótlega eftir að við keyptum og við
kláruðum tveggja ára aðlögunar
ferlið núna í maí. Við byrjuðum
strax að undirbúa okkar land undir
ræktunina, byrjuðum að plægja og
sá höfrum sem við tættum niður árið
eftir og nú í sumar fóru gulrætur í
það land. Jarðvegurinn kom mjög
vel út í ræktun í sumar. Við hugsum
mörg ár fram í tímann með tilliti til
þess að stunda skilvirka skiptirækt,“
segir Sunna.
Hún bendir á að það sé bæði
fyrirhöfn og það kosti auk þess
talsvert að koma sér upp góðum
lífrænum jarðvegi. „Lífræn
ræktun er dýrari og tíma frekari
en hefðbundin ræktun. Kostnaður
vegna frækaupa og lífrænna áburðar
gjafa eru dýrari og töluverður
kostnaður fer í vottunar gjöld. Oftast
þarf að hafa meira ræktunarland
vegna mikillar skiptiræktunar til
að tryggja frjósemi jarðvegsins.
Mestur tími fer þó í illgresiseyðingu
þegar engin eiturefni eru notuð. Við
höfum fengið ómetanlega aðstoð
frá vinum og vandamönnum í allri
okkar vinnu.
Sumarið 2018 seldum við frá
okkur smávegis af grænmeti, þá
aðallega gulrótum, um 250 kíló.
Nú í vor ákváðum við að stækka
töluvert og sáðum gulrótum í tæpan
hektara. Núna í byrjun október
er búið að taka upp um sex tonn
en enn er mikið eftir. Við seljum
okkar vörur undir vörumerkinu
Garðyrkjustöðin Sólbakki og eru
þær seldar í nokkrum Samkaup
búðum í Eyjafirði.
Mikil eftirspurn eftir
lífrænt vottuðu grænmeti
Þær mæður segja að þær horfi
fram á að geta unnið eingöngu
við grænmetisræktunina í framtíð
inni. „Við höfum rekið skrúð
garðyrkju fyrirtæki á Akureyri í 10
ár og höfum unnið við það með
fram grænmetis ræktuninni alveg
þangað til núna í lok sumars. Við
stefnum á að geta skapað okkur
nægar tekjur til að geta unnið
alfarið við grænmetisræktunina,
alla vega við mæðgur,“ segir
Sunna. „Við ætlum að nýta gróður
húsið okkar betur og forrækta í
því í vor og fjölga tegundum. Við
ætlum einnig að rækta í smáum
skala, kartöflur og rófur úti.
Við höfum fengið gríðarlega góð
viðbrögð við gulrótunum okkar
sem er virkilega skemmtilegt. Við
erum spenntar að halda áfram að
framleiða gæðavörur og við finnum
fyrir því að viðhorf neytenda er að
breytast. Fólk hugsar sífellt meira
um hvernig vörur eru framleiddar
og mikil eftirspurn er eftir íslensku
lífrænt vottuðu grænmeti.“
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA
VÍKURVAGNAR EHF.
RAFMAGNSBÚNAÐUR
BREMSUR
BEISLI
DEKK
LJÓS
LED LJÓS
IÐNVER · Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík · Sími 517-2220 · idnver@idnver.is
Óskum Steiná 2 í Svartárdal til hamingju með
kvoðukerfið frá System Cleaners
Lágþrýsti þvotta- og hreinlætiskerfi
sem veitir einstakt öryggi í matvælaiðnaði og landbúnaði
Sunna Hrafnsdóttir með nýjar gulrætur.