Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201922 TÆKNI&VÍSINDI UTAN ÚR HEIMI Stór hluti af rekstri Ciderhuset er að taka á móti gestum sem eru áhugasamir um ávaxtaræktun staðarins. Myndir / ehg Ciderhuset í bænum Balestrand í Noregi: Þar snýst lífið um ávaxtaræktun og safagerð Hjónin Åge Eitungjerde og Eli- Grete Høyvik eiga og reka ásamt syni sínum og tengdadóttur Cider- huset í bænum Balestrand í Noregi. Þar framleiða þau um 300 þúsund lítra árlega af lífrænum epla safa og eplasíder og hefur fram leiðslan aukist jafnt og þétt frá því að þau hófu reksturinn árið 1999. Að auki reka þau sveitabúð á staðnum og veitingastað með svæðisbundnum vörum sem hefur fengið afar góða dóma. Balestrand er í Sognafirði í Noregi og er svæðið áætlað að vera eitt af elstu ávaxtaræktunar­ svæðum í Noregi með rætur allt aftur til ársins 1100. Í Sverrissögu er aldinshagi í Vík í Sognafirði nefndur og í Bjǫrgynjar Kálfskinn er Æpplagard í Kvåle í Sogndal nefndur. Vörurnar frá Ciderhuset, sem markaðssettar eru sem Balholm, eru þekktar víða um Noreg og eru sjö starfsmenn hjá hjónunum við safa­ og síderframleiðslu ásamt því að sinna veitingahúsi staðarins yfir sumartímann. „Við létum pressa fyrir okkur fyrsta eplasafann árið 1996 því okkur fannst það svo sorglegt hversu mikið af eplum voru send í B­flokk til að gera blandaðan eplasafa úr fyrir stórverslanir. Það hlaut að vera hægt að gera eitthvað meira við þessa flottu ávexti sem annars enduðu á þennan veg. Síðan byrjuðum við að þróa okkur áfram með framleiðslu á eplavíni eða síder í kringum 2005 eftir að 80 ára framleiðslueinokun var aflétt og aftur var leyfilegt að framleiða síder og ávaxtavín. Fjórum árum síðar færðum við enn frekar út kvíarnar þegar við byrjuðum að eima ávaxtabrennivín,“ útskýrir Eli­Grete. Pressa um 400 tonn árlega Åge er á heimaslóðum en amma hans og afi áttu sveitabæinn og plöntuðu fyrstu eplatrjánum árið 1922. Þau hjónin fluttu til Balestrand árið 1989 og tóku við sveitabænum. „Í dag pressum við í kringum 400 tonn af eplum á ári sem verða um 300 þúsund lítrar. Um 85 prósent af því verður eplasafi en afgangurinn verður að síder. Meirihlutinn af eplunum sem við erum með hér eru sérstök síderepli sem notuð eru í síderinn. Þau koma upphaflega frá Normandi og Somerset. Við erum með í kringum þrjú þúsund tré, mest af þeim eru eplatré en einnig perutré, plómur og apríkósur sem við búum til sultu úr og seljum hér í sveitabúðinni okkar. Á milli eplatrjánna ræktum við rabarbara og erum með í kringum 100 ólíkar tegundir af ávöxtum hér á bænum,“ segir Eli­Grete og bætir við: „Ávextir og ber sem verða að safa eða er bætt við í safa kaupum við af öðrum ávaxta­ og berja­ framleiðendum í Sognafirði, eins og perur, hindber, kirsuber, bláber, stikkilsber og fleira. Þetta á aðallega við um borðepli, það er að segja venjuleg epli til átu.“ Söguslóðir sídersins „Þegar maður býr til síder eða epla­ vín eru það í raun sömu lögmál sem gilda eins og þegar maður býr til vín, það er einungis gerjað úr eplum í staðinn fyrir vínberjum. Ungur síder hefur stuttan gerjunartíma, eða um 1–2 vikur. Fullgerjaður síder þarf 1–3 mánuði. Vel þroskaður síder getur þurft 1–2 ár til að verða góður og tilbúinn. Af því að við getum ekki ræktað vínber svo norðarlega þá er eplasíder í grunninn hið norræna vín,“ útskýrir Åge og segir jafnframt: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Hjónin Åge Eitungjerde og Eli-Grete Høyvik eiga og reka ásamt syni sínum og tengdadóttur Ciderhuset í bænum Balestrand í Noregi, en þar framleiða þau um 300 þúsund lítra árlega af lífrænum eplasafa og eplasíder. Ciderhuset í bænum Balestrand í Noregi. Vöruúrvalið er fjölbreytt í sveita- versluninni hjá þeim hjónum en í dag framleiða þau 14 ólíkar tegundir af eplasafa og eplasíder. Það er ekki amalegt útsýnið út á Sogna fjörðinn af veitingastaðnum í Ciderhuset.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.