Bændablaðið - 10.10.2019, Síða 36

Bændablaðið - 10.10.2019, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201936 Við fyrstu sýn er ekki laust við að rambutan aldin líkist ígulkeri og af þeim líkindum er íslenska heitið ígulber dregið. Aldinið er alsett fálmurum og fremur fáséð í verslunum hér á landi en sést annað slagið. Utan um fræið vex eins konar líknarbelgur sem í daglegu tali kallast aldin. Áætluð heimsframleiðsla á ígul­ berjum árið 2017 er tæp 1,4 milljón. Indónesía var stærsti framleiðandinn það ár með um 588 þúsund tonn og Taíland er í öðru sæti með um 345 milljón tonn. Þar á eftir komu Víetnam með framleiðslu upp á rúm 261 þúsund tonn, Malasía og Filippseyjar með 63 og tæp 8 þúsund tonn árið 2017. Auk þess sem aldinið er ræktað í hitabelti Afríku, suðuhluta Mexíkó og hitabeltislöndum Suður­ Ameríku. Langmest af aldininu er neytt innanlands í framleiðsluríkjunum en Taíland er stærsti útflytjandi ígul­ berja í heiminum og er útflutningur þaðan tæp 100 þúsund tonn á ári. Mestur er útflutningurinn til landa í Asíu auk þess sem eitthvað er flutt til Evrópu. Þrátt fyrir að ígulber sjáist annað slagið í verslunum hér á landi fundust engar tölur um innflutning þeirra á vef Hagstofu Íslands. Ættkvíslin Nephelium og tegundin lappaceum Um 25 tegundir sígrænna dulfrævinga tilheyra ættkvíslinni Nephelium sem er af sápuberjaætt og allar eru þær upprunnar í hitabelti Suðaustur­ Asíu. Laufið er samsett úr mörgum smáblöðum og berin æt steinaldin. Algengasta tegundin í ræktun er N. lappaceum. Ígulberjatré eru sígræn og yfirleitt einstofna og beinvaxin, 15 til 25 metrar að hæð og getur stofninn orðið 60 sentímetrar að þvermál en lágvaxnari, 3 til 5 metrar, í ræktun. Trén eru með trefjarót og víða krónu. Blöðin samsett úr 3 til 15 smáblöðum, 7 til 30 sentímetrar að lengd og 2 til 11 sentímetrar að lengd og með rauðleitum blæ. Laufblöðin eru hærð á meðan þau eru ung, öfugegglaga, leðurkennd viðkomu, gulgræn eða dökkgræn. Blómin eru gulhvít og smá, 2,5 til 5 millimetrar í þvermáli, stilklaus og án krónublaða og til eru blóm sem bera frævla eða frævur og bæði og því til blóm sem eru einkynja eða tvíkynja. Blómin gefa frá sér daufan en sæta angan sem laðar að margs konar skordýr sem bera frjókorn milli blómanna sem eru sjaldnast sjálffrjóvgandi. Aldinþroski eftir frjóvgun er fimm til sex mánuðir. Utan um fræið er mjúkur hjúpur HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Ígulber eru af sápuberjaætt Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Ígulber eru upprunnin á Malasíuskaga og hafa verið í ræktun í Suðaustur-Asíu og Indlandi í margar aldir. Blómin eru gulhvít og smá, 2,5 til 5 millimetrar í þvermál, stilklaus og án krónublaða og til eru blóm sem bera frævla eða frævur og bæði og því til blóm sem eru einkynja eða tvíkynja. Utan um fræ ið er mjúkur hjúpur eða marglaga him na sem í dag legu tali er kölluð aldin. Um er að ræ ða fræhjúp e ða eins kona r mjúkan líkn arbelg innan í hnattlaga a ldinlíki. Ígulberjatré eru sígræn og yfirleitt einstofna og beinvaxin, 15 til 25 metrar að hæð og getur stofninn orðið 60 sentímetrar í þvermál en eru yfirleitt lágvaxnari, 3 til 5 metrar, í ræktun.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.