Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 41 tjatjatja og ólíkt öllu öðru sem heyrist dags daglega og verður áhugaverðara og skemmtilegra við hverja hlustun. Gaui segir að ástæðan fyrir því að gefa lögin út á vínyl sé sú að þeir sem gangi svo langt að eiga plötuspilara og kaupa vínylplötur gefi sér yfirleitt tíma til að setjast niður og hlusta. „Það er ritúal að taka vínylplötu úr albúmi og setja hana á fóninn og hlusta í rólegheitunum. Mig langaði einfaldlega að gefa út safnplötu fyrir þetta fólk.“ Dekstrað við sig í Danmörku „Ástæðan fyrir því að ég og eiginkona mín, Vigdís Sveins­ dóttir, fluttum út var að okkur bauðst að vera í Danmörku í tvö ár í framleigðu húsnæði vinafólks okkar sem var á leiðinni til Grænlands að vinna. Okkur þótti upplagt að breyta til og tókum boðinu og síðan eru liðin rúm tuttugu ár. Fljótlega eftir komuna út vorum við bæði komin í góða vinnu og komin heim klukkan þrjú á daginn og það sem meira var að við gátum lifað góðu lífi á 37 tíma vinnuviku sem er ekki hægt á Íslandi. Það vandist vel og við dekstruðumst til að vera lengur og líður ágætlega. Ég efast þó um að ég vilji láta jarða mig í dönskum leir og býst við að flytja heim áður en að því kemur.“ Krauka og víkingasiður Smám saman aðlöguðust Gaui og Vigga lífinu í Danmörku og kynntust nýju fólki. Gaui komst í samband við danska tónlistarmenn sem höfðu áhuga á gömlum hljóðfærum og tónlistararfi víkinga og víkingasið. Úr varð tríó sem lék á hljóðfæri sem smíðuð voru eftir lýsingum á fornum norrænum hljóðfærum og tónlist í anda þess sem hljómsveitin taldi að víkingar hefðu spilað. Fyrstu tónleikar tríósins voru á Grænlandi í tilefni af 1000 ára afmæli Eiríks rauða í Brattahlíð þar sem hljómsveitarmeðlimir voru klæddir í víkingaklæði. Í það skiptið kallaðist hljómsveitin Sögu­ fuglarnir. Síðar fékk tríóið heitið Krauka og í dag er hljómsveitin skipuð fimm hljóðfæraleikurum og hljóðfærin orðin rafmagnaðri og nútímalegri þrátt fyrir að eldri hljóðfærin skipi enn stórt hlutverk. Vinsældir Krauku hafa aukist með hverju árinu og hljómsveitin gefið út sjö geisladiska og von er á þeim áttunda í haust. Hljómsveitin hefur haldið tónleika víða um heim, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, og er vinsæl á víkingahátíðum. „Þessar hátíðir geta verið mjög skemmtilegar og gaman að sjá fólk klætt upp í víkingabúninga og leika víkinga en satt best að segja er enginn munur á þessu og þegar aðdáendur Star Trek koma saman í geimverubúningum og tala framandi tungumál og skemmtir sér.“ Ótrúlegt ævintýri Meðlimir Krauku tóku upp nokkur lög fljótlega eftir að þeir fóru að spila saman og þá kom Þorkell aftur til sögunnar og sagði að það vantaði ekki mikið uppá að hægt væri að gefa út disk. „Við tókum því upp nokkur lög til viðbótar og kláruðum fyrsta diskinn og síðan hefur Krauka og stússið í kringum hljómsveitina verið ótrúlegt ævintýri sem hefur staðið í tuttugu ár og sér ekki enn fyrir endann á,“ segir Guðjón Rúdolf og strýkur á sér skeggið og brosir með augunum. / VH Hljómsveitin Krauka. kranar & talíur STAHL kranar og talíur frá Þýskalandi eru áreiðanlegir vinnuþjarkar sem auðvelda alla vinnu. Kranarnir og talíurnar eru í hæsta gæðaflokki þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is • Hringspunnin tvöfaldur kragi. • Forþvegið og burstað. • 100% bómull, 160 g/m². • XS-4XL svartir upp í 6XL. Verð: kr. 1.200,- T-Bolir Bleikur október Við styðjum karabbameinsfélagið með 10% af sölu Getum merkt bolina með slaufunni verð kr. 500,-. Sú upphæð rennur óskipt til karabbameinsfélagsins Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Bændablaðið Næsta blað kemur út 24. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.