Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 13
Útgáfa hjá Matís:
Vefrit um geita- og sauðamjaltir
og smáframleiðslu á hangikjöti
Matís hefur gefið út tvö vefrit um
annarsvegar hangikjöt og hins
vegar geita- og sauðamjaltir. Um
er að ræða faggreinaleiðbeiningar
fyrir góða starfshætti og innra
eftirlit fyrir smáframleiðendur.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar
leiðbeiningar eru gefnar út.
Óli Þór Hilmarsson, sérfræð
ingur hjá Matís, tók textann saman
og teikningar eru eftir Sólveigu
Evu Magnúsdóttir. Óli Þór segir
leiðbeiningarnar alfarið byggðar á
þeim lögum og reglugerðum sem
fara þarf eftir við framleiðslu á
þeim vörum sem þær ná yfir. „Þær
eru settar fram í aðgengilegum
texta, oft með skýringarmyndum.
Leiðbeiningarnar eru lesnar
yfir af eftirlitsaðilanum, í þessu
tilfellli Matvælastofnun, sem að
lokum samþykkir að skilningur
laga og reglna komist sem best
til skila. Þar með eru komnar
skýrar leiðbeiningar um hvernig
skuli staðið að framleiðslu á
hinum ýmsu vörum. Í löndunum
í kringum okkur hefur útgáfa sem
þessi verið stunduð lengi, hvort
heldur það er til einföldunar fyrir
smáframleiðendur eða hina stærri.
Fagleiðbeiningarnar fyrir
Geita og sauðamjaltir
voru unnar í samvinnu
við Geitfjárræktarfélag
Íslands, Landssamband
sauðfjárbænda, samtök in
Beint frá býli og Matvæla
stofnun. Fag leið bein
ingarnar fyrir hangikjöt
voru unnar í samvinnu við
Landssamtök sauðfjár
bænda, Matvælastofnun
og samtökin Beint frá
býli.
Leiðbeiningarnar eru
aðgengilegar í gegnum
vef Matís, undir „Útgáfa
og miðlun“. /smh
Sýnishorn úr leiðbeiningaritinu um framleiðslu
á hangikjöti.
Óli Þór Hilmarsson tók textann
saman í handbókunum.