Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 49
Litrík og skemmtileg peysa úr
smiðju Drops, prjónuð úr hinu
vinsæla Air garni. Ekki skemmir
fyrir að garnið í hana fer á 30%
afslátt hjá okkur 14. október nk.
Peysan er prjónuð ofan frá og
niður með hringlaga berustykki og
laskalínu.
Stærðir: (12/18 mánaða) 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 ára.
Garn: Drops Air (einnig hægt að nota Drops Nepal)
• Bleikur nr 20: (50) 50 (50) 50 (50) 100 g
• Ljósbleikur nr 08: (50) 50 (50) 50 (50) 100 g
• Gulur nr 22: (50) 50 (50) 100 (100) 100 g
• Sægrænn nr 27: (50) 100 (100) 100 (100) 100
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 60-80 cm, nr 4 og 5
eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur x 22 umferðir
í sléttu prjóni = 10x10 cm.
Rendur: Rendur eru prjónaðar í öllu stykkinu þannig:
Prjónið (10½) 11 (12) 13 (14) 15 cm með bleikur,
(8½) 9 (10) 11 (12) 13 cm með gulu og (8½) 9 (10)
11 (12) 13 cm með sægrænum. Prjónið síðan stykkið
til loka með ljósbleikum.
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og
1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
Útaukning (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig
auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 46
lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem
á að gera (t.d. 40) = 1,15.
Í þessu dæmi er aukið út næstum því á eftir hverri
lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu
umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo
að ekki myndist gat.
Laskalína: Aukið er út fyrir laskalínu í hverri
skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Öll
útaukning er gerð frá réttu. Byrjið 1 lykkju á undan
prjónamerki, sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur
slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja) og sláið
uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn
prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat.
Peysa: Berustykki er prjónað í hring á hringprjón,
ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og
bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað
í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á
sokkaprjóna.
Berustykki: Fitjið upp (46) (52) 54 (56) 60 (60)
lykkjur á hringprjón 4 allt stykkið er prjónað í
RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 6 umferðir
garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið 1
prjónamerki í stykkið hér, HÉÐAN ER NÚ MÆLT. Í
næstu umferð er aukið út um (40) 42 (42) 44 (48)
50 lykkjur jafnt yfir – sjá útaukning í útskýringu að
ofan = (86) 94 (96) 100 (108) 110 lykkjur. Prjónið
garðaprjón þar til stykkið mælist (3) 3 (3) 3 (3)
3 cm. Í næstu umferð er aukið út jafnt yfir (36)
(38) 38 40 (46) 48 lykkjur = (122) 132 (134) 140
(154) 158 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið
mælist (7) 7 (7) 7 (7) 7 cm. Í næstu umferð er aukið
út um (30) 32 (38) 40 (42) 42 lykkjur jafnt yfir =
(152) 164 (172) 180 (196) 200 lykkjur. Prjónið
garðaprjón þar til stykkið mælist (11) 11 (12) 12
(13) 13 cm – munið eftir röndunum. Setjið nú 4
prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig:
Setjið 1 prjónamerki eftir (45) 47 (49) 51 (55)-57
lykkjur (= bakstykki), setjið næsta prjónamerki
eftir (31) 35 (37) 39 (43) 43 lykkjur (= ermi),
setjið næsta prjónamerki eftir (45) 47 (49) 51
(55) 57 lykkjur (= framstykki) og setjið síðasta
prjónamerki eftir (31) 35 (37) 39 (43) 43 lykkjur
(= ermi). Prjónið síðan í slétt og í fyrstu umferð
á að auka út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að
ofan (8 lykkjur fleiri í hverri útaukningu). Aukið út
í annarri hverri umferð alls (2) 3 (3) 4 (4) 5 sinnum
= (168) 188 (196) 212 (228) 240 lykkjur. Prjónið
þar til stykkið mælist (13) 14 (15) 16 (17) 18 cm
frá prjónamerki. Skipting bols og erma: Prjónið
(49) 53 (55) 59 (63) 67 lykkjur (= bakstykki), setjið
næstu (35) 41 (43) 47 (51) 53 lykkjur á band fyrir
ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið ((49) 53 (55)
59 (63) 67 lykkjur (= framstykki), setjið næstu (35)
41 (43) 47 (51) 53 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið
upp 6 nýjar lykkjur. Fram- og bakstykki og ermar
er nú prjónað hvort fyrir sig. Héðan er nú mælt
Fram- og bakstykki = (110) 118 (122) 130 (138)
146 lykkjur. Prjónið áfram slétt og rendur eins og
áður þar til stykkið mælist (12) 14 (16) 19 (22) 25
cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir
ca 2 cm til loka). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið
stroff (1 slétt og 1 brugðið) þar til stroffið mælist ca
2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar
lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Ermar: Setjið (35) 41 (43) 47 (51) 53 lykkjur af bandi
á sokkaprjóna 5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja
og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi
= (41) 47 (49) 53 (57) 59 lykkjur. Setjið prjónamerki
mitt í 6 lykkjurnar undir ermi = upphaf umferðar.
Prjónið slétt í hring og rendur þar til stykkið mælist
ca (12) 16 (21) 24 (27) 31 cm (eða að óskaðri lengd,
nú eru eftir ca (4) 4 (4) 4 (5) 5 cm til loka). Í næstu
umferð er fækkað um (14) 18 (18) 22 (24) 26 lykkjur
jafnt yfir í umferð = (27) 29 (31) 31 (33) 33 lykkjur.
Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið stroff (1
slétt, 1 brugðið) þar til stykkið mælist (4) 4 (4) 4 (5)
5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar
lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Prjónið hina ermina alveg eins.
Gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Candy Bar barnapeysa
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
7 1 8 9
1 8 5 3
4 3 6 2
1 3 6
6 5 2 7 9 3
8 9 4
3 6 2 5
9 2 8 7
4 5 7 1
Þyngst
7 4 2 1 8
9 5 4 6
7 5 9 2
1 5
6 2 1 8
3 4 1 2
6 2 7 8 9
7 8
9 8 4
9 6 5 4 1
5 3 6
1 6
1 8 9
2 3 8 7 4
6 2 9
3 9
5 9 2
4 6 5
8 1 9
1 7
2 9 5
3 6
5 6 9
8 1 7
5 4 8
Man fyrst eftir að hafa
snýtt mömmu
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Karólína Orradóttir er hress og
skemmtileg 8 ára stelpa á Akureyri.
Hún hefur gaman af söng, dansi og
leiklist.
Karólína fer sínar eigin leiðir í öllu
sem hún tekur sér fyrir hendur og er
ekki hrædd við að prófa nýja hluti.
Nafn: Karólína Orradóttir.
Aldur: 8 ára.
Stjörnumerki: Hrútur.
Búseta: Akureyri.
Skóli: Brekkuskóli á Akureyri.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Smíðar.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Ég get ekki valið á milli þriggja;
kettlingar, kanínur og blettatígrar.
Uppáhaldsmatur: Sumar núðlur og
grjónagrauturinn hjá Júlla kokki.
Uppáhaldshljómsveit: ABBA og
Amabadama.
Uppáhaldskvikmynd: Matthilda og
Dúmbó.
Fyrsta minning þín? Þegar pabbi
hélt á mér og ég var að snýta mömmu.
En man líka þegar ég gaf Birgittu
systur minni Dipsí-bangsann.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Já, ég kann smá á ukulele
og spila á blokkflautu. Svo er ég
þrisvar í viku í dansi. Svo er ég oft í
fótbolta í skólanum.
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór? Atvinnumaður í
handbolta.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Ég hélt náttfatapartí þar
sem allt varð klikkað.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Ó, það er svo margt, t.d. flutti
ég í nýtt hús.
Næst » . Ég skora á Nóa Marteinsson,
frænda minn, að svara næst.