Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 7 LÍF&STARF U ndir lok síðasta þáttar var kynntur til sögunnar hagyrðingurinn Þórarinn Þorleifsson kenndur við Vegamót á Blönduósi. Það verða að teljast kostuleg örlög, að eitt af sjö börnum þeirra hjóna, Þórarins og Helgu Kristjánsdóttur á Vegamótum, Guðný Þórarinsdóttir, giftist einum ástsælasta hagyrðingi okkar tíma, Óskari Sigurfinnssyni í Meðalheimi á Ásum. Því hlutu þær mægðir að leiða til mikillar framlegðar í vísnagerð. Óskars í Meðalheimi hefur verið nokkuð getið í þessum þáttum, en hans mun getið af ágætum síðar. Þórarinn, eða „Þóri“ eins og hann var tíðum nefndur, orti flestar sínar vísur í dagsins önn og í glettum við sína samverkamenn. Marga gullvísuna orti Þóri og guði hinna göróttu drykkja, Bakkusi: Seytlar um mig sælukennd, súpa vann ég glaður. Við að drekka vínin brennd verð ég annar maður. Burtu hrekur ótta og ugg, ógleðina og fleira. Þetta er frekar bragðgott brugg; bjóddu vinur meira. Þóri hafði gott brageyra og vald á vísnaháttum: Gleymist þrenging hal og hrund, hörpu glæðast slögin. Gefa drengjum glaða stund gömlu kvæðalögin. Nágranni Þóra kveinkaði sér undan veröldinni og vonbrigðum lífsins. Þóri orti undir þeim sorgarsöng: Já oft hafa vonbrigðin orðið mér sár, þau alveg að forðast er vandi, en framan í náungann felli ei tár þó fjandinn við hæla mér standi. Að loknum dansleik á Blönduósi bárust þær fréttir, og fóru greitt um sveitir, að lausungar tæki að gæta í nokkrum hjónaböndum er líða tók á nótt. Þóri fléttaði fréttirnar í rím: Fréttir gjarnan fæðast hratt, flytur skrattinn víða, að margar þarna færu flatt frúrnar dottnar í‘ða. Í vegavinnuflokkum þessara tíma, var jafnan haldin ráðskona. Gist var í tjöldum á þessum árum. Því þekktust þess dæmi, að þjónusta ráðskonunnar væri ekki einvörðungu til borðs, og sæist til hennar með koddann sinn á trítli milli tjalda. Þóri lýsir nótt undir þannig kringumstæðum: Ekki var mér alltaf rótt undir sængurfaldi, mér þó stytti marga nótt Magnús inni í tjaldi. Reynir Hjartarson prentari, og síðar kennari á Akureyri, hefur gegnum allan aldur sinn fengist við vísnagerð. Þar sem síðustu þættir hafa verið helgaðir hagmælsku Austur-Húnvetninga, þá fer vel á því að Reynir, fóstraður og frændkominn Húnvetningur, fylli það sem lifir þessa þáttar. Næstu vísur eru nýlegar úr kompum Reynis, sem nú hefur flutt lögheimili sitt til Dalvíkur. Mesti asinn í Reyni er nú að baki, og íþróttaafrek hans í gleymsku fallin: Nær æviskeiðið út er runnið ekkert held mér lengur hlífi, og hetjudáðir engar unnið aðra en þá að halda lífi. Út í buskann árin þjóta, ellimörkin hælinn bíta, og sólarhringinn sýnist móta að sofa, vakna, éta og skíta. Svo rofar ögn til sólar hjá Reyni, og grípur hann þá til dýrari hátta: Engin gullkorn á ég fín oft þó bulli á fundum. Ötull sulla ég öl og vín, enda fullur stundum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 235MÆLT AF MUNNI FRAM Skemmtileg fjárlitasýning í Árbæjarhjáleigu Fjöldi manns mætti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum sunnudaginn 6. október þar sem árleg litasýning fjárræktarfélagsins Lits fór fram. Á sýninguna koma bændur með fallegustu lömbin sín til dóms, auk þess sem litfegursta lamb sýningarinnar var valið af áhorfendum og falleg gimbur var boðin upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson lét sig ekki vanta á sýninguna og tók meðfylgjandi myndir. Gestir sýningarinnar gátu valið fegursta lambið með því að skrifa númer þess á blað. Mikið af fallegum lömbum komu fram á sýningunni.Fermingarbræðurnir D avíð Sigfússon (Dadd i í Sumarliðabæ t.v.) og Olgeir Engilbertsson í Nefsholti höfðu gam an af sýningunni og höfðu margt um að ræ ða eins og alltaf þega r þeir hittast. Ungur og vonandi ef nilegur sauðfjárbónd i, sem mætti með sín u fólki á sýninguna , Þorgeir Óli Eiríksson frá Húsagarði. Starfsmenn fjárlitasýningarinnar, frá vinstri, Jón Vilmundarson, Skeiðháholti (dómari), Hulda Brynjólfsdóttir, Tyrfingsstöðum (hún valdi bestu ullina) og Guðlaugur H, Kristmundsson, Lækjarbotnum og formaður Lits, sem sá um að afhenda verðlaunin. Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir sýningarinnar og stóð sig vel í því hlutverki eins og alltaf. Sýningin í ár var sú fjölmennasta sem haldin hefur verið og mjög skemmtileg á allan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.