Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2019 37 eða marglaga himna sem í daglegu tali er kölluð aldin. Um er að ræða fræhjúp eða eins konar mjúkan líknarbelg innan í hnattlaga aldinlíki sem er 3 til 8 sentímetrar að lengd eftir afbrigðum. Að utan er aldinið gult eða appelsínugult í fyrstu en verður rautt með auknum þroska. Leðurkennt og alsett stífum og kræklóttum öngum að utan sem geta verið hálfur til tveir sentímetrar að lengd eftir afbrigðum. Að innan er aldinið eða fræhjúpurinn hnattlaga, hvítur og safaríkur og í honum eru yfirleitt eitt en stundum tvö fræ. Vel á fjórða hundrað ólíkra yrkja, afbrigða og landssorta af ígulberjum eru í ræktun og eru þau hvert öðru ólíkt þegar kemur að stærð, lit og bragði. Vinsæl yrki í Malasíu eru 'Chooi Ang', 'Peng Thing Bee', 'Ya Tow', 'Azimat' og 'Ayer Mas'. Í Indónesíu þekkjast meðal annarra yrkin 'Lebakbooloos' sem ber dökkrauð aldin með eins og hálfs sentímetra öngum og þykkri húð, 'Seematjan' er með langar greinar og stóra og opna laufkrónu, aldinið dökkrautt og angarnir um tveir sentímetrar að lengd. 'Seenjonja' er aftur á móti með slútandi laufkrónu og vínrauð aldin með stuttum og mjúkum öngum. Uppruni og útbreiðsla Ígulber eru upprunnin í Malasíu og hafa verið í ræktun á Malasíuskaga og í Suðaustur-Asíu og Indlandi í margar aldir. Talið er að plantan hafi borist vestur yfir Indlandshaf með arabískum kaupmönnum til eyjanna Zanzibar og Pemba við austurströnd Afríku og þaðan til meginlands Afríku á 13. til 15. öld. Eftir landafundina vestan Atlants- ála fluttu hollenskir land nemar með sér fræ ígulberjatrjáa til Kólumbíu, Ekvador, Hondúras og Kúbu þar sem plantan dafnaði vel á láglendi Plantan var fyrst flutt til Indónesíu og Filippseyja árið 1912 en útbreiðsla hennar þar var takmörkuð þar til um 1950 þegar ræktun hennar jókst til muna. Skömmu eftir þarsíðustu aldamót var gerð tilraun með að rækta ígulber í suðausturríkjum Bandaríkjanna en þær tilraunir báru ekki árangur. Fyrstu ígulberjatrjánum var plantað í Taílandi árið 1926 af Kínverjanum Malay K. Vong og er árlega haldin uppskeruhátíð í Suran Rhani-héraði honum til heiðurs. Nafnaspeki Latneska ættkvíslarheitið Nephelium er dregið af gríska orðinu nephelion sem þýðir lítið ský. Tegundarheitið lappaceum tengist því að aldinið er kúlulaga. Sænski grasafræðingurinn Carl Linnaeus, 1707 til 1778, gaf plönt- unni núverandi latneska heitið sitt, Nephelium lappaceum, en hún hefur einnig gengið undir heitunum Euphoria nephelium og Dimocarpus crinita á latínu. Enska heitið rambutan er komið af heiti aldinsins á Malagasí, rambut, sem þýðir hár eða loðinn. Á víetnömsku kallast aldinið vai thieu eða chôm chôm sem er hárflóki, á Filipps eyjum kallast það usan, usau eða usare og phruan á Taílandi en í Ekvador kallast það achotillo. Í Frakklandi er aldinið kallað ramboutan, ramboutanier eða litchi chevelu og á hollensku ramboetan. Indverjar segja ramboostan, Kínverjar shao tzu en Þjóðverjar, Danir og Svíar rambutan. Á íslensku nefnist rambutan ígulber og kallast þannig á við ígulker sem það líkist óneitanlega í útliti. Ræktun Ígulberjatré dafna best í röku hitabeltis loftslagi á 12 til 15° breiddar gráðu hvort sínum megin við miðbaug. Trén vaxa frá fjöruborði og upp í 600 metra hæð þar sem rignir mikið og reglulega og hiti er milli 22 og 30° á Celsíus. Trén þola illa að hitinn fari niður fyrir 10° á Celsíus og kjósa vel framræstan og djúpan sand- eða leirjarðveg sem er ríkur af lífrænum efnum. Við góðar aðstæður ála fræ sem tekin hafa verið beint úr aldininu á tveimur til þremur vikum en geymslutími fræjanna utan aldinsins er stuttur og þau þola illa beina sól. Gott er að skola fræin áður en þau eru sett niður vegna þess að í aldinkjötinu er efni sem hamlar spírun. Fræplöntur blómstra yfirleitt á fimmta til sjötta aldursári. Að öllu jöfnu koma upp fleiri karl- en kven- eða tvíkynjaplöntur og einungis um 5% plantnanna eru nothæfar til aldinframleiðslu. Græðlingar ræta sig vel og eru þeir notaðir til að framleiða ræktunarplöntur og viðhalda góðum yrkjum. Auk þess sem ígulberjatrjám er fjölgað með ágræðslu þar sem greinar af ákveðnum yrkjum eru græddar á rætur fræplantna. Í ræktun er algengt að hafðir séu 10 til 12 metrar á milli plantna og að trjánum sé skýlt fyrir vindi á meðan þau eru í blóma. Við góðar aðstæður geta trén gefið af sér hátt í sjö tonn af aldinum á hektara. Einstaka tré eru dyntótt þegar kemur að uppskerumagni og eitt árið geta þau gefið af sér 200 kíló en það næsta ekki nema 40 kíló. Aldinklasarnir, sem eru uppskornir í júní og stundum aftur í desember, eru viðkvæmir í með höndlun. Aldinin eru einnig vandmeðfarin í geymslu og hafa þau stuttan geymslu- og hillutíma. Plantan er að mestu leyti laus við sjúkdóma og meindýr þrátt fyrir að skordýr eigi það til að éta laufið og blómin. Nytjar og neysla Aldinið er ríkt af magnesíum og í því finnst fjöldi annarra næringarefna en yfirleitt í litlu magni. Það inniheldur lítið af kolvetnum, trefjum, fitu og próteinum. Ígulber eru yfirleitt seld fersk en þau eru líka fáanleg niðursoðin og sem sulta. Til að komast að safaríku aldinkjötinu þarf að skræla húðina af. Aldinkjötið er ljúffengt en skemmist fljótt. Á Filippseyjum eru fræin ristuð og neytt þannig þrátt fyrir að hafa orð á sér fyrir að vera eitruð. Úr fræjunum er unnin ígulberjaolía sem gefur af sér sérstakan ilm þegar hún er hituð og úr olíunni má vinna sápu og kerti. Þrátt fyrir að viður trjánna sé litríkur og fallegur, í rauðhvítum og brúnum litatónum, er hann lítið notaður sökum þess hversu stökkur hann er eftir að hann hefur verið þurrkaður. Aldinið er sagt lystaukandi, hita- stillandi og gott gegn iðraormum, magaþembu og niðurgangi. Úr aldin hýðinu er unninn svartur litur. Einnig er sagt að gott sé að leggja laufið við ennið til að draga úr höfuðverk og að gott sé að tyggja börkinn við sveppasýkingu í munni. Úr rótunum er soðið seyði til að lækka sótthita. Trén eru notuð sem skrautplöntur í almennings- og einkagörðum víða í hitabeltinu. Ígulber á Íslandi Í umfjöllun í DV þar sem fjallað er um jólaávextina annó 1987 er minnst á rambutan með eftirfarandi orðum: „Og loks smökkuðum við á rambutan sem lítur sannarlega ekki út fyrir að vera bragðgóður ávöxtur. Hýðið, sem er líkt og skurn, er alsett „hárum“, en innihaldið er glært, hlaupkennt og hefur frekar lítið bragð. Rambutan kostaði 19 kr. stykkið.“ Fyrst er getið um ígulber í íslensku dagblaði árið 1996 en þar segir Kristín Gestsdóttir í þætti sínum Matur og matargerð í Morgunblaðinu. „… ígulber sem líkist smáu ígulkeri í útliti og er alls ekki fallegt á ytra borðinu. Þetta er stórt ber sem umlukið er skel með úfnum, grófum rauðbrúnum hárum. Heldur ófrýnilegt ásýndum, en þegar búið er að fletta skelinni af kemur í ljós hvítblátt hálfgegnsætt aldin með stórum steini sem ekki er borðaður. [. . . ] Fyrst þegar ég fletti húðinni af ígulberi fannst mér berið einna helst líkjast soðnu kríueggi og eins og kríuegg er það afar ljúffengt.“ Árið 1998 auglýsir veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg rétt á nýárs- matseðli sínum fyrir tvo eða fleiri á 1.590 krónur á mann. Fordrykk, súpu og forrétt, fjórir litlir réttir og eftirrétt. Kínverskt ávaxtastél, maískornasúpu með kjúklingakjöti og val á milli steikts won ton sem er nýársnautasteik með vorlauk, satay kjúklings á spjóti eða heilsteikts nýársfisks. Í eftirrétt er boðið upp á rjómaís með rambutan. Sé tekið mið af umfjöllunum og auglýsingum í blöðum var ígul- ber mest í umræðunni á síðasta áratug síðustu aldar. Þar kann að ráða að aldinið var nýtt á markaði og forvitnilegt í útliti. Í dag sést aldinið ekki oft í ávaxtaborðum verslana og helst að finna það í verslunum sem sérhæfa sig með matvöru frá Asíu. Ýmis litaafbrigði. Vel á fjórða hundrað ólíkra yrkja, afbrigða og landssorta af ígulberjum eru í ræktun og eru þau hvert öðru ólíkt þegar kemur að stærð, lit og bragði. Ígulber eru yfirleitt seld fersk en þau eru líka fáanleg niðursoðin og sultuð. Ígulberjum er aðallega fjölgað með ágræðslu. Aldinið hnattlaga 3 til 8 sentímetrar að lengd eftir afbrigðum. Að utan er það gult eða appelsínugult í fyrstu en verður rautt með auknum þroska. Leðurkennt og alsett stífum og kræklóttum öngum sem geta verið hálfur til tveir sentímetrar að lengd eftir afbrigðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.