Bændablaðið - 10.10.2019, Page 30

Bændablaðið - 10.10.2019, Page 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 201930 Á dögunum stóð Hótel- og matvæla skólinn í Kópavogi fyrir nýstárlegum viðburði í sam vinnu við sendiráð Japans á Íslandi, þegar nemendur á sérstöku nám- skeiði við skólann voru kynntir fyrir nokkrum grundvallarþáttum í japanskri matargerð – með sérstaka áherslu á lambakjöt sem hráefni. Icelandic Lamb lagði til íslenskt lambakjöt og svo fór japanski matreiðslu meistarinn Giichi Takasawa, sem starfar sem matreiðslumeistari japanska sendiráðsins, í gegnum nokkrar útfærslur sem Japanir fara í sinni matreiðslu með notkun lambakjöts sem hráefnis. Að sögn Tomoko Daimaru, sem starfar hjá japanska sendiráðinu, var um tveggja daga námskeið að ræða; á fyrri deginum var nemendum skólans kennt en á þeim seinni var opið fyrir gesti. Námskeiðið var bæði í fyrirlestraformi – þar sem farið var til dæmis yfir matarhefðir Japana – og svo fólst hluti þess í verklegri kennslu líka. Meðal annars var bragðfyrirbærið „umami“ útskýrt, sem er eitt mikilvægasta bragðeinkenni japanskrar matar­ gerðar og má til dæmis finna í ríkum mæli í soði hvers konar, núðlusúpum og sojasósu. Súpusoð með þangi og þurrkuðum fiskflögum Daimaru segir að verklega námskeiðið hafi þannig meðal annars falist í því að gera „dashi“, sem er súpusoð sem soðið er niður með þangi og þurrkuðum flögum af bonito­fiski (makrílættar). Þá sýndi hann til að mynda hvernig matreiða á japansk­ættaðan lambakarrírétt, engifer­lambarétt og rétt sem heitir Chawanmushi og er krembúðingur með gufusoðnum eggjum. Þegar kennslu var lokið var afraksturinn borðaður. Giichi Takasawa lagði áherslu á í sínum leiðbeiningum að nemendurnir geti lagað íslenskt hráefni að japanska eldhúsinu og þess vegna voru áðurnefndir lambakjötsréttir valdir. Daimaru þakkar framlag Icelandic Lamb og segir að Íslendingar geti heimfært ýmislegt í matarmenningu Japana til Íslands. Lambakjöt er að sögn Daimaru mjög algengt hráefni í matargerð á tilteknum svæðum í Japan, til að mynda á eyjunni Hokkaido, sem er nyrsta eyjan af stærstu eyjum Japans. Hún segir íslenska lambið sérstakt að gæðum og eigi mikla möguleika á japönskum mörkuðum. Hún segir áhuga hjá japanska sendiráðinu á því að aðstoða við að glæða áhuga fleiri Japana á kjötinu. /smh LÍF&STARF Japanskur matreiðslumeistari leiðbeindi Íslendingum um japanskar hefðir í notkun á lambakjöti: Þangsoð og japanskt lambakarrí – Það má heimfæra ýmislegt í matarmenningu Japana upp á íslenska eldhúsið Japanski matreiðslumeistarinn Giichi Takasawa, sem starfar sem matreiðslumeistari japanska sendiráðsins, leiðbeindi íslensku áhugafólki meðal annars um notkun á lambakjöti sem hráefni. Bænda 24. október Íslenskir matreiðslumeistarar að störfum við veisluborð hlaðið japönskum réttum þar sem áherslan var lögð á íslenska lambakjötið. Myndir / Sendiráð Japans

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.