Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 3
Anna Jóna Lárusdóttir formaður Félags heyrnarlausra: Sérstaða heyrnarlausra Hópur af íslensku fólki talar sam- an, hlær og skemmtir sér, allir kveðjast og hver fer til síns heima, næsta dag fer hver til sinnar vinnu eða skóla. Þessi hópur er í engu frábrugð- inn öðrum að því undanskildu að hann talar táknmál, móðurmál heyrnar- lausra. Þannig er okkar “fötlun” frá- brugðin öðrum, að hún er ekki sýnileg og þegar við erum saman hverfur hún með öllu. Því má segja að “fötlun” okkar felist í því að búa í heyrandi þjóðfélagi, þar sem allt miðast við heyrandi einstaklinga og við séum bara málminnihlutahópur í þjóðfélaginu. Það vill verða svo með minni- hlutahópa að þeir dragast aftur úr hvað varðar ýmis mál sem ættu að vera sjálfsögð mannréttindi. í okkar tilfelli er það til dæmis: að fylgjast með því sem gerist í þjóðfélaginu, daglegu lífi og fréttum, að eiga sömu möguleika á menntun og aðrir, að geta tekið þátt í menningarlífinu, svo sem farið í leikhús, á fyrirlestra og svo framvegis. En við megum ekki gleyma okkur alveg í því sem á vantar, heldur þurfurn við líka að meta það sem áunnist hefur. Það ríkir mikil eftirvænting meðal heymarlausra þessa dagana vegna nýju tölvutextasímanna, sem von er á í haust, en þeir verða mikil samskiptabylting fyrir okkur. Undanfarin 11 ár höfum við notað Minicom- textasíma- tæki, sem á sínum tíma voru til geysimikilla bóta fyrir okkur en eru ýmsum takmörkunum háð og eru þar að auki úr sér gengin og mikið um bilanir. Þegar tölvutextasím- arnir koma þýðir það að við getum hringt í alla sem hafa tölvu með “modemi” og eiga samskiptaforrit, en þau er hægt að fá frítt hjá Pósti og síma. Þetta þýðir að við getum hringt beint á mikið fleiri staði en áður svo sem opinberar stofnanir og fleira. En textasímamiðstöðin mun áfram sjá um að miðla samtölum þar sem bein tengsl eru ekki mögu- leg. ikill árangur hefur einnig hlotist af starfi Sam- skiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, þar sem meðal annars eru stundaðar táknmálsrannsóknir og haldin táknmálsnámskeið, sem hafa verið mjög vel sótt. Það er gleðilegt til þess að vita að heilu fjölskyldumar, þar með talin ömmur og afar og frændur og frænkur eru nú einnig farin að koma á táknmálsnámskeið þegar heyrnarlaustbamfæðistífjölskyldunni. Þvíhversu mikils hafa heyrnarlaus böm ekki farið á mis við í gegnum tíðina, að geta ekki átt almennileg samskipti við sína nánustu. Það er ekkert sem jafnast á við leiðsögn pabba og mömmu eða sögur afa og ömmu. Yið bindum einnig miklar vonir við táknmálstúlkamenntunina sem hafin er í Háskólanum, því að þeir túlkar sem nú eru starfandi anna engan veginn eftirspurn. Túlkaþjónusta er lífsnauðsyn fyrir heyrnarlausa, hún kemur okkur í samband við þjóðfélagið. Við þurfum að hafa táknmálstúlk við flestallar þær aðstæður þar sem sam- skipti eru höfð við heyrandi til að forðast misskilning sem oft hefur orðið þegar síst skyldi. Sem dæmi má nefna: hjá lækni, atvinnuviðtal, við gerð samninga um kaup eða sölu einhvers, lántöku í banka, á ýmsum fundum svo sem foreldrafundum, í skólum, á námskeiðum og svona mætti lengi telja. Möguleikar heyrnarlausra á framhaldsmenntun byggjast einnig að stórum hluta upp á túlkaþjónustu og góðri grunnmenntun sem fæst með tvítyngdri námskrá, eins og Vesturhlíðarskóli (skóli heyrnarlausra og heyrnarskertra) hefur barist fyrir lengi, og er nú kominn vel á veg með. Með tvítyngdri kennslu er átt við að í byrjun er lögð höfuðáhersla á móðurmálið, táknmál og síðan er farið að kenna íslensku og önnur fög út frá því. Með því móti eigum við möguleika á að tileinka okkur námsefnið á svipuðum forsendum og aðrir, það er að segja á okkar móðurmáli. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur einnig komið upp vísi að námsbraut fyrir heyrnarlausa þar sem kennd eru táknmál, íslenska og enska fyrir heyrnarlausa. Með betri menntun eiga heyrnarlausir líka meiri möguleika á vinnumarkaðinum, en atvinnuleysi meðal heyrnarlausra er nú mjög mikið og er það mál sem brýn þörf er á að lagfæra. Heyrnarleysið gerir það að verkum að við höfurn um mikið færri störf að velja en aðrir. Við erum úr leik hvað varðar öll þau störf þar sem samskipti spila stórt hlutverk, svo sem afgreiðslustörf eða ef samskipti fara fram í gegnum síma eða talstöð. Einnig eru auknar kröfur um menntun Þrándur í Götu fyrir okkur, þar sem við höfum ekki haft sömu möguleika og aðrir á að mennta okkur eins og áður er nefnt. Allt þetta gerir það að verkum að eftir standa lægstlaunuðu störfin í þjóðfélaginu og með vaxandi atvinnuleysi verðum við einnig undir í baráttunni um þau, oft vegna fordóma. Þau okkar sem þó hafa vinnu búa flest við mikla félagslega einangrun á vinnustaðnum, því þar talar yfirleitt enginn táknmál. Það þýðir að við missum af öllu spjalli um daginn og veginn, fyrir utan allar þær upplýsingar sem Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.