Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 3. TÖLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR 1995 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot: K. Fjóla Guðmundsdóttir Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Gerður Arnórsdóttir: FRÁ MÚLADAL í ÁLFTAFIRÐI EYSTRA Frá ritstjóra Það húmar að á haustsins tíð og hrímið á hélugráum stráum minnir okkur á það að senn gengur vetur í garð. Sumarsins gæði munu hafa mannfólkinu misjöfn verið, suma vermdi sólin daglangt á meðan öðrum var að mestu hulin úrgum skýjum öll sólarsýn. Minnir okkur raunar á það hversu misskipt er mannanna láni þar sem einum er léð ærin gifta á meðan annar fetar ólánsstigu og von þess að þeim þönkum sé varpað fram hér á vettvangi, svo mörg örlagasagan sem þar er upp borin án þeirrar vonar að úr muni rætast. En ekki síður skyldi hér hugað að því sem fram horfir á farsældarvegi, vasklega unnum verkum svo víða eða þá ævintýrum hreinum sem endi góðan fá. Veturinn er oft verkadrjúgur á félagslega sviðinu, þar sem menn taka til hendi og huga að þörfum málum, finna þeim farveg góðan og oft fylgja svo framkvæmdir beinar í kjölfarið. Framundan blasir við blómlegt starf okkar fjölmörgu félaga og fróm ósk mín sú að bærilegt bergmál þeirra athafna allra megi berast inn á blaðsíður þessa rits. Væn vitneskja sem flestra um átök sem aðgerðir er dýrmæt mjög, því hún örvar og hvetur til enn meiri dáða, að djarft sé merkið reist til réttlætissóknar. Ut í hausthúmið er haldið til fundar við þann fjölda sem fær þetta rit. Því fylgja öðru fremur óskir um innri velfarnað sem allra beztan um leið og vonað skal að komandi vetur fari sem mildustunr höndurn um mannfólk allt. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra 2 Svolítið um samhengið í tilverunni ....24 Sérstaða heyrnarlausra 3 Ný reglugerð um öryrkjavinnu ....26 Frá Námssjóði Sigríðar 4 Gátuvísur Magnúsar ....28 Hlerað 4, 7. 13, 14, 15, 21,33, 34, 37, 40, 45 Kveðja frá Öryrkjabandalaginu ....29 Afmæliskveðja til Húsnæðisstofnunar 5 Minnst tveggja mætra kvenna ....29 Norrænt þróunarverkefni 6 Frá Gigtarfélagi Islands ....30 Kynning á ráðstefnu ÖBÍ 7 Litið í landsáætlun ....31 FEPEDA 8 Endir allra funda ....33 Fallaskil 9 Fulltrúaráðsfundur ....34 Frá Félagi heilablóðsskaðaðra 10 Minningabrot frá formannstíð ....35 Ný-ung ungliðahreyfing 11 Nýtt MS-heimili vígt ....36 Tengsl örorku og áfengis 12 Baráttutæki öryrkja ....37 Frá félaginu Heyrnarhjálp 14 Mynd í örorkuskírteini? Því ekki? ....37 Fréttabréf Heyrnarhjálpar 15 Foreldrar Perthes-barna ....38 Hússjóður á ísafirði 16 Unaður ....38 Fyrir tíma tölvunnar 17 Hugleiðing um Bach ....39 Molar til meltingar 18 Hugsað á hausti ....40 Ferð um Snæfellsnes 19 Skammtímavistun í Sjálfsbjargarhúsinu... ....41 Viðtal við Sigurbjörgu Ármannsdóttur 20 Bréf frá Braga Halldórssyni ....43 Frá Bréfaskólanum 22 I brennidepli ....46 Fréttir í fáum orðum 23 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.