Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 45
sérstök heimilisuppbót, eru sérgreind- ir. Þar eru á ferðinni sérstakar bætur til þeirra sem búa einir án hagræðis af sambýli við aðra um húsnæði og fæðiskostnað og síðari flokkurinn til þeirra sem hafa engar aðrar tekjur en frá almannatryggingunum. Þessir aðilar verða einnig að hafa óskerta tekjutryggingu og missa því einskis þó hækkunin komi á fyrrgreindu flokkana. Þeir sem tekjur hafa um- fram frítekjumark, fá skerta tekju- tryggingu og því skerta kauphækk- un. Málið erþví einfalt. Skiptingin er gerð til að deila hluta hækkunar- innar út á bótaflokka sem mjög takmarkaður hluti lífeyrisþega á rétt á og hafa þannig af þeim hluta kauphækkunarinnar. Betur skýrist þetta með eftirfarandi dæmi, sem ég einfalda þó með því að reikna með að allir lífeyrisþegar njóti fullrar tekju- tryggingar, þar sem ég hef ekki greiðsluhlut þeirra. Árið 1992, en þær tölur hef ég handbærar úr riti almannatrygginga, voru lífeyrisþegar 27.549, af þeim nutu aðeins 8.213 heimilisuppbótar og 3533 sérstakrar heimilisuppbótar. Af þeirri skertu hækkun sem greidd var kr. 2.306, greiddust 73% ofan á grunnlífeyrinn og tekjutrygg- inguna eða kr. 1.681 og þá til allra líf- eyrisþega samkvæmt ofanrituðu. Ofan á heimilisuppbótina greiddust 16% hækkunarinnar eða kr. 370, en aðeins 8.213 nutu þeirrar greiðslu, eða 30% lífeyrisþega. Ofan á sérstöku heimilisuppbótina greiddust 11% hækkunarinnar eða kr. 255, en aðeins 3.533 nutu þeirrar greiðslu, eða aðeins 13% lífeyrisþega. Þessi reiknikúnst er ekkert einstök í þessu tilfelli, Tryggingastofnun hefur notað hana um árabil við út- reikning á svonefndum eingreiðslum, s.s. láglaunauppbót, orlofsuppbót, desemberuppbót o.s.frv. með það eitt að markmiði að hafa af 70-87% lífeyrisþega samnings- og lög- bundnar kjarabætur. ✓ Eg vil ítreka, að þessar skerðingar á launahækkunum til lífeyrisþega eru ekki aðeins lögbrot, heldureinnig algjört siðleysi, ef haft er í huga að forsætisráðherra sem og aðrir framá- menn þjóðarinnar koma fram fyrir alþjóð, tala um uppsveiflu í þjóð- félaginu, nú sé lag fyrir einhverjar kjarabætur sem þó verði sérstaklega að ganga til hinna lægstlaunuðu, kjara- og láglaunabætur sem þeir framkvæma svo með fyrrgreindum hætti. Sumir þingmenn halda fram að ákvæði eins og t.d. 65. gr. almanna- tryggingalaganna víki fyrir fjárlög- unum, þannig að með minnkuðu framlagi þar sé hægt að skerða líf- eyrisgreiðslur. Þannig gengur dæmið alls ekki upp, því þá mætti með sama hætti semja t.d. um 15% hækkun launa við opinbera starfsmenn, en fella svo helming hækkunar niður við gerð fjárlaga. Nei, þarna er því fyrst og fremst verið að nýta sér þá aðstöðu að hér er um hóp að ræða sem á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér.Eg vænti þess að forystumenn Öryrkja- bandalagsins séu mér sammála um að svona getur þetta ekki gengið áfram, og þó að ég sé sammála orðum þínum í greininni „I brennidepli“, í áður tilvitnuðu blaði, en þar segir: „Öryrkjabandalag Islands hefur á hverjum tíma ástundað þau vinnu- brögð að freista þess að hafa sem heilladrýgst samstarf við stjómvöld“ o.s.frv., þá er það nú svo, að stundum verður að nota hin beittari spjót, þegar lengi hefur verið talað fyrir daufum Hlerað í hornum Herra Martin kom með einkaritara sínum til Chicago seint um kvöld. Þegar á hótelið kom, uppgötvaðist að mistök höfðu orðið í herbergjabók- uninni, svo aðeins eitt herbergi var frátekið handa þeim í staðinn fyrir tvö. „En í því eru tvö rúm“, sagði af- greiðslumaðurinn, „og við getum látið skerm á milli þeirra". Martin var þreyttur og úrillur yfir þessu, en þegar hann sá að einkaritarinn kinkaði kolli, lét hann gott heita. Gengið var frá her- berginu og skermurinn settur upp og þegar Martin og einkaritarinn höfðu opnað gluggann og boðið hvort öðru góða nótt, lagðist hvort upp í sitt ból. Eftir æði stund sagði einkaritarinn: „Herra Martin. Mér er kalt. Viltu vera svo vænn að loka glugganum?“ Hann hugsaði sig um nokkra stund en herti svo upp hugann og spurði þýðlega: „Gætirðu hugsað þér að vera frú Mar- tin þessa einu nótt?“ “Ó, já, það vildi ég“, kurraði hún á móti. „Gott“, svar- eyrum, eins og í þessum tilfellum. Því endurtek ég að lokum niður- lagsorð fyrstgreindrar mótmælaálykt- unar Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrennis og tel þar raunar talað fyrir munn flestra lífeyrisþega, að Öryrkja- bandalagið, sem sameiningartákn allra öryrkjafélaga, sem eitt og sér hefur bolmagn til, fái nú lögfræðing til að fara ofan í þessi mál og eða skjóta því til umboðsmanns Alþingis. Útilokað er að una því til lengdar varðandi mál lífeyrisþega, að fram- kvæmdavaldið þverbrjóti skilyrt ákvæði um kjaramál lífeyrisþega. Bragi Halldórsson, Akureyri. Eftirmáli ritstjóra: Miður velviljaður lesandi gæti af ýmsu í grein Braga vinar míns dreg- ið þá ályktun að hann væri að deila við ritstjóra en ekki ríkisvaldið vegna tilvitnana í grein mína. Sá sem hana les eða hefur lesið sér að sjálfsögðu að við Bragi erum um öll atriði alveg sammála og það að von- um. Aðeins það ítrekað að Öryrkja- bandalagið hefur beitt sér af afli sínu gegn þessum tilvitnuðu atriðum, en því miður ekki haft erindi sem erfiði eins og í alltof mörgu öðru. En áfram verður ótrautt haldið. aði hann. „Lokaðu þá glugganum sjálf!“ * Dýratemjari var inni í búrinu að temja villidýrin þegar kona hans kom og sagði klæðskerann hafa verið að koma með reikninginn til hans. Þá svaraði temjarinn: „Ja, sá sækir vel að. Bjóddu honum að koma inn til mín. En vilji hann það ekki fær hann reikninginn aldrei borgaðan“. Lausnir á gátuvísum frá bls: 28 1. Hiálmur 2. Vör 3. Borð 4. Póstur 5. Spaði 6. Mar 7. Aur 8. Ver 9. Mót 10. Kló FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.