Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 42
komi hvenær sem er og aldrei sé unnt að segja til um, hvernig morgundag- urinn verði. Gunnar Reynir hefur við margt erjað vel um dagana sem verka- maður, leigubifreiðarstjóri, ökukenn- ari og prófdómari hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, en allt það er nú liðin tíð. Gunnar Reynir segir skammtíma- vistunina hafa bjargað miklu og vera ómetanlega. Hann var þar í dvöl í 12 vikur meðan Steinunn fór til hvíldar og hressingar á Reykjalund 1994, enda hefði hún þá verið að niðurlotum komin andlega og líkamlega, alveg sér í lagi vegna hinnar miklu umönn- unar á allan hátt, þegar hann var í máttleysisköstunum og hún þurfti m.a. að draga hann eða bera hann hálf- vegis upp á loft þar sem svefnher- bergið er, svo dæmi sé tekið. Steinunn sagðist hafa fengið endur- næringu og heilsubót á Reykja- lundi, hún var áður leikskólastjóri í fullu starfi, en hefur nú um hríð verið í hálfu starfi. Hún hefði í raun verið búin að ganga á allan varaforða sinn áður en að Reykjalundardvöl kom og útilokuð hefði hún verið, ef Gunnar Reynir hefði ekki fengið inni hjá Sjálfsbjörg þennan tíma. Steinunn segir að meðan hún vann allan daginn þá hafi hún verið upp- gefin hvert kvöld, þegar Gunnar Reynir var verstur, fór heim í hádeg- inu til að sinna honum og áhyggjur af honum allan daginn, þegar hann var í kasti hafi engu líkar verið. Og þá er komið að því að Gunnar Reynir segi frá skammtímavistuninni, en hann hefur tvisvar átt þar dvöl, í fyrra eins og áður er sagt og svo núna nýlega 2 - 3 vikur. Gunnar Reynir segir dvölina hafa verið sérstaklega góða í alla staði - öll umönnun til fyrirmyndar - viðmót hjá starfsfólki sem heimilisfólki eins og bezt varð á kosið. Þama sé heimilis- legt, hlýlegt og þægilegt að vera. Gunnar Reynir nýtti sér þá og síðan sjúkraþjálfunina svo og sundlaugina góðu. Auðvitað sóttu blendnar tilfinn- ingar á fyrst, spurningin um varanlega dvöl - vistun sótti á hugann, en það hvarf fljótlega. Slík skammtímavistun er lífsnauðsyn í raun - skilyrði þess að fólk geti verið heima með umönn- un sinna sem aðalstoð, því álag á mak- ann í þessu tilfelli er ótrúlega mikið, segir Gunnar. Steinunn bætir því við að hún telji það, að slíkur möguleiki þar sem hún geti þá 1 itið upp og fengið að vera hún sjálf, fengið tækifæri fyrir sig, geti hreinlega bjargað hjónaband- inu. Þessi orð verða lokaorð þeirra hjóna og þess aðeins getið í lokin að Gunnar Reynir tekur virkan þátt í félagsstarfi fatlaðra og er í stjórn Sjálfsbjargar í Reykjavík. Með fróðleik mætan og fullan maga er haldið frá þeim hjón- um og næsta dag liggur leiðin svo til hjónanna Alberts Jensen trésmiðs og konu hans Þóru Filippíu Amadóttur, sem búa í einkar fallegu húsi að Háaleitisbraut 129, en húsið byggði Albert að sjálfsögðu sjálfur. Forsaga þessa húss er um annað tveggja hæða hús á sömu lóð, sem varð svo að víkja fyrir skipulagi og af öllu mikil vafningasaga og vandkvæða. Albert er einn heima og býður gesti til kaffi- drykkju, kona hans verður fjarri í vikutíma í sumarbústað, einmitt til að hvíla sig frá önn og ábyrgð, eins og Albert segir, en hún skildi eftir skila- boð til mín um skammtímavistunina sem vikið verður síðar að. Albert segir ekki væsa um sig - hnappur og sími á tiltækum stað - aðstoð kvölds og morgna geri þetta kleift. Þau hjón eiga saman 5 börn sem öll eru búsett hér á landi og Albert á svo eina dóttur sem hann eignaðist fyrir hjónaband sitt. Að trésmíðum var starfað svo sem hann er menntaður til. Hann var lengst af sjálfstætt starfandi og hafði menn í vinnu, var mikið við viðgerðir, en byggði einnig einbýlishús sem hús- hluta. Hann féll úr 14 metra hæð við vinnu sína 31. maí 1990 og kennir það óvenjulegri óvarkárni eða gleymsku. Hann fór beint á Borgarspítalann, en 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.