Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 29
Sveinn Már Gunnarsson • • / Kveðja frá Oryrkjabandalagi Islands Skjótt hefur sól brugðið sumri. Sveinn Már Gunnarsson læknir andaðist 13. júlí sl. eftir alvarleg veikindi, aðeins 48 ára gamall. Við horfum á eftir manni á besta aldri, lækni, sem átti til að bera þá gleði og hlýleik, sem gerði það að verkum að fólki leið vel í návist hans, hvort sem það leitaði til hans sem læknis eða félaga. Sveinn lauk námi í læknis- fræði frá Háskóla íslands árið 1974 og kynntist endurhæfingu snemma á starfsferli sínum er hann réðst aðstoð- arlækniráReykjalundárið 1976. Hélt hann síðan til Svíþjóðar í sérnám og valdi þá barnalækningar og lagði sér- staklega fyrir sig þá grein sem lýtur að málefnum fatlaðra barna og ung- menna. Er heim kom réðst hann á Reykjalund sem sérfræðingur þess sviðs. Hann gerði hæfingu barna og unglinga að meginþætti í starfi sínu og var fyrsti íslenski læknirinn, sem lagði þessi fræði sérstaklega fyrir sig. Auk starfa sinna á Reykjalundi starfaði hann sem sérfræðingur og ráðgjafi á Greiningar- og ráðgjafar- Sveinn Már Gunnarsson. stöð ríkisins og hafði auk þess mót- tökuaðstöðu á Æfingastöð Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra fyrir börn og unglinga, sem leitað var til hans með. Sveinn starfaði einkum á tveim- ur sviðum meðal fatlaðra barna og ungmenna: annars vegar á meðal barna og unglinga með líkamlegar fatlanir og hinsvegar meðal bama með einkenni um misþroska sem svo er kallaður þegar barn nær að þroskast á vissum sviðum en öðrum ekki. A báð- um þessum sviðum lagði hann mikið af mörkum. Það er ekki bara sorglegt þegar hæfileikamenn með mikla reynslu falla frá á besta aldri það er líka mikill skaði. Okkar fámenna íslenska samfélag má ekki við að missa mann með þá þekkingu og reynslu sem Sveinn bjó yfir. Hann skilur eftir sig stórt og vandfyllt skarð. Það er sagt að maður komi í manns stað og vissulega er það rétt. En sami maðurinn kemur aldrei aftur. Það eru tiltölulega fáir læknar starfandi, sem hafa sérhæft sig í umönnun fatlaðra barna og ungmenna. Vonandi fjölgar þeim með tímanum. Við yljum okkur við minningamar sem við eigum um góðan dreng og frábæran lækni. Öryrkjabandalag Islands þakkar honum allt það mikla starf sem hann vann fyrir fötluð börn og ungmenni á íslandi og sendir fjölskyldu Sveins innilegar samúðar- kveðjur. Á.I. Minnzt tveggj a mætra kvenna ✓ Aliðnu vori létust með skömmu millibili tvær merkiskonursem lögðu þessu riti góða og þakkarverða liðsemd sína. Örfá kveðjuorð skulu þeim því helguð hér. Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræð- ingur lézt í maí sl. og var þá orð- in 84ra ára. Eiríka hafði af mörgu mæt afskipti um dagana m.a. neytendamálum hvers konar enda lengi í forystusveit Neytendasamtakanna. Öryggis- og slysavarnarmál voru henni hugleikin mjög, enda vann hún mjög mikið að athugun á þeim og úrbótum í þeim efnum. Alveg sérstaklega var öryggi barna henni hugstætt og hún var óþreytandi að benda á þær hættur sem þeim gætu að heilsu- eða fjörtjóni orðið. Eiríka hafði oft samband við rit- Eiríka A. Ingibjörg Friðriksdóttir. Jóhannsdóttir. stjóra og bað hann vekja athygli á ýmsu bráðþörfu eða fjalla um tiltekin mál, sem ég gerði gjarnan þar sem athugasemdir hennar voru vel ígrund- aðar og rækilega rökstuddar. Fyrir þær ábendingar og vökula varðstöðu um öryggismál - ekki sízt barna, aldraðra og öryrkja - er hennar minnzt hér á bæ þakklátum huga. Ingibjörg Jóhannsdóttir fv. skóla- stjóri lézt í júní sl. rétt eftir 90 ára afmæli sitt. Ingibjörg átti einmitt hina ágætustu grein í síðasta blaði og hafði ýmsa eldri pistla sína í huga handa ritstjóra að ntega moða úr. Ingibjörg var mikil mannræktarkona. Hún var merk skólamanneskja, uppeldismál í víð- ustu merkingu voru hennar áhugamál, “uppeldi til aukins þroska á guðs- ríkisbraut”, eins og hún sjálf orðaði það. Forstaða skólanna að Staðarfelli og Löngumýri mun lengi halda minningu hennar á lofti að miklum verðleikum, þar sem unnið var af óeigingirni og eldlegum áhuga að sannri mannrækt. Starf hennar allt byggðist á ósér- hlífnu starfi og mikilli fórnfýsi í þágu mannbóta og mannheilla, hún var mjög ritfær og fagurt mál og meitlað tungutak einkenni hennar. I virðingu og hlýrri þökk er hennar minnzt. Blessuðsébeggjaminning. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.