Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 24
VIÐHORF Guðrún Helgadóttir varaþingmaður: Svolítið um samhengið í tilverunni Stundum skil ég lítið í samhenginu í tilverunni og líklega er þaðaf því að ég horfi öðrum augum á ýmis fyrirbæri hennar en annað fólk. Það hefur oft á tíðum komið mér í koll en líka bjargað mér frá því að látast vera annað en ég er. Um þetta háheimspekilega efni skrifa ég kannski heila bók einn góðan veðurdag. Meginefni hennar yrði um það hvers vegna ekkert hangir saman í hugum manna. Eg er nefnilega haldin þeirri áráttu að tengja saman orsakir og afleiðingar og reyna svo að taka því sem ekki verður við ráðið. A hinu viðráðanlega eiga menn að bera ábyrgð. Fötlun er eitt af því sem ég horfi öðru vísi á en annað fólk. Mér finnst stundum einstaklingur sem skil- greindur er illa fatlaður miklum mun minna fatlaður en annar sem enginn lítur á sem fatlaðan. Fötlun hugans er nefnilega verst. Og hana er að finna víða annars staðar en í spjaldskrá Tryggingastofnunarríkisins. Ásama hátt veitir fötlun engum manni leyfi til að koma sér hjá að leita samhengis- ins í tilverunni sé hugur hans óskemmdur. Af þessum sökum hefur mér ævin- lega reynst ógerlegt að umgang- ast fatlað fólk sem einhvern hóp þjóðfélagsþegna sem ég á að vera “góð” við og verða í framan eins og sumt fólk verður þegar það talar við krakka þegar ég hitti það. Öll fötlun, sjúkdómar og slysfarir eru hábölvuð uppákoma sem enginn vill verða fyrir, en lífið gerir okkur öllum margvíslega grikki, og það er einmitt sameiginleg- ur vandi manneskjunnar að bregðast við þeim. Fyrir þeim er enginn tryggður en við getum létt hvert öðru byrðamar í því eina tryggingafélagi Guðrún Helgadóttir. sem máli skiptir: samfélagi manna. Ef við leitumst við að skilja í raun sam- hengið í tilverunni. Svo sem eins og það að allir menn eigi sama rétt til að lifa og starfa hver eftir sinni getu og aðstæðum. Það er ekki bara pólitísk skylda að sjá svo um, heldur þurfa all- ar aðgerðir í þá veru að byggjast á afstöðu, ekki eingöngu til fatlaðra heldur til allra manna. Tæpast verður því haldið fram að allir stjómmálamenn leggi sig sérstak- lega fram um leitina að samhenginu í tilverunni. En það er kannski ekki að undra því að ekki eru kjósendur áhugasamari um það efni. Oftast er eins og fólk haldi að mál þróist án allra afskipta þess sjálfs af ferlinu og það sé þess vegna fullkomlega óábyrgt fyrir gangi mála. Fólki finnst það vera skylda sín að tölta á kjörstað á fjögurra ára fresti, en að það geti einhverju ráðið um það samfélag sem það býr í er fjarri hugsun þess. Og hér eru fatlaðir engin undan- tekning enda ekkert hægt að ætlast til þess. Þeir eru hvorki betri né viturri en gengur og gerist um fólk, þó að þetta megi ekki segja af því að við sem enn höfum sloppið við hremmingar heilsuleysis og slysa eigum að vera svo “góð” við hina fötluðu. Að slík afstaða til fatlaðra sé í grófri andstöðu við þær jafnréttis- hugmyndir sem þeir berjast fyrir, hugsa menn ekki út í. Enda er stað- reyndin sú að fatlaðir sem og aðrir virðast lítt hugsa til þessarar mikil- vægu afstöðu þegar á kjörstað er komið. Þar styðja menn stundum þá sem síst skyldi. Reynsla stjórnmálamanna er enda stundum sérkennileg og lítt skiljanleg. Eg varð svo lánsöm að fá að vera virkur þátttakandi í þeirri gjörbyltingu sem varð í málefnum fatlaðra á íslandi þegar Magnús heitinn Kjartansson varð heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn- inni 1971 -74 með Öddu Báru Sigfús- dóttur sér við hlið sem aðstoðar- ráðherra. Menn tryðu því tæpast nú hvernig hagur lífeyrisþega tók stökkbreytingu og uppbygging hófst um land allt í heilbrigðismálum. Fatl- aðir urðu á örskömmum tíma fullgild- ir þegnar í samfélaginu í stað þess að vera ölmusumenn. Ekki fór á milli mála að fólk mat þetta starf þeirra Magnúsar og Öddu Báru að verð- leikum og lét oft þakklæti sitt í Ijós við mig sem starfsmann Trygginga- stofnunar. En oftar en ekki fylgdi lítil aukasetning: “Ég vildi að ég hefði getað kosið ykkur!” Af hverju það var ekki hægt skal ósagt látið. Ætli hér vanti ekki eitthvað í samhengið. Flokkurinn minn, Alþýðubanda- lagið, sem elsku fólkið gat ekki kosið, hefur alla tíð haft allt frum- kvæði um úrbætur í málefnum fatl- aðra. Einfaldlega vegna þess að af- staða okkar til fatlaðra er óbrengluð. Við erum ekki bara “góð”. Stuðning- ur þeirra við flokkinn er þó ekki alltaf 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.