Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 12
Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir: örorku og áfengis Tengsl Eg á varla von á því, að á voru landi sé nokkur svo illa upplýstur í dag, að hann trúi því, að áfengi sé “saklaus gleðigjafi”, þótt stundum sé látið heita að svo sé. Milli tíu og tutt- ugu af hundraði þeirra, sem áfengis neyta, lenda í verulegum vandræðum vegna neyslunnar. Það er ekki svo lítill hópur ef við höfum í huga, að nær níu- tíu af hundraði fullorðinna neyta áfengis. Tengsl áfengis og örorku eru margvísleg, bæði bein og óbein. Bein eru tengslin þegar óhófleg áfengis- neysla veldur varanlegu tjóni á vefjum líkamans og líffærum, þannig að af leiðir þráláta og alvarlega sjúkdóma, svo sem magabólgu, magasár, bris- kirtilbólgu, lifrarbólgu. skorpulifur, úttaugabólgu eða heilabilun af ýmsu tagi, svo eitthvað sé nefnt. Eða þegar hún veldur slíkri truflun á dómgreind og hegðun neytandans, að af atferli hans hljótast alvarleg slys, er valda örkumlum á lrkama og/eða sál. Obein eru tengslin þegar áfengisneysla brýtur niður þrek og þor þess, sem hlotið hefur örorku af öðrum ástæð- um, hindrar hann í að ná aftur tökum á lífinu og eykur þann félagslega vanda, er hann stendur frammi fyrir, með því t.d. að trufla búsetu hans, skerða traust vinnuveitenda á honum og rýra fjárhag hans. “Eg get fengið mér í glas í hópi góðra vina án þess að fara yfir strikið, en hann Jón ætti aldrei að smakka áfengi, því hann kann ekkert með það að fara”. Flest höfum við einhvern tíma heyrt aðra hafa uppi slíkar full- yrðingar um eigin undirtök í glímunni við Bakkus, eða sjálf haft þær uppi. Þeim er þó valt að treysta því gjarna sannast hið fornkveðna: Auðveldara er að sjá flísina í auga bróður síns en bjálkann í eigin auga. Höfum við einhverja hugmynd um hverjir úr hópi þeirra, sem gerast neytendur áfengis, eru líklegir til þess að verða meðal þeirra, er lenda í erfiðleikum með neysluna? Smátt og smátt, eftir því sem þekking okkar hefur aukist á taugakerfi mannsins, Jóhannes Bergsveinsson. eðli áfengis og áhrifum þess á neytendur, höfum við fengið vísbendingar um það, hverjir kunna að taka meiri áhættu, en aðrir, með því að “gægjast í glas”. Það hefur til dæmis komið í ljós, að þeim, er hættir til þunglyndis, kann að vera hættara við að verða undir í glímunni við Bakkus. Myrkur hylur marar ál myrk sig skýin hringa, myrkur er í minni sál myrkra hugrenninga. Þannig orti Kristján Jónsson, Fjallaskáld. Hann var einn þeirra mörgu efnilegu íslendinga, er laut í lægra haldi fyrir Bakkusi, svo sem sjá má af eftirfarandi vísu hans: Framar enginn maður má minni gleði raska, trú þér festi ég einni á allíknandi flaska. Hann leit flöskuna sem uppsprettu varanlegrar líknar, en það reyndist honum þó tálsýn. í glæru gleri hennar var aðeins upphaf og endir vítahrings, er bæði magnar dapurleikann og drykkjuna. Eg hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður! Svona er að vanta veraldar auð og vera drykkjumaður!, sagði annað skáld um áfengisfíkn sína og sálarkvalir drykkjumanns, þegar fylgifiskar drykkjunnar gera vart við sig. Reyndar var tálsýnin ekki alltaf fjarri Páli Ólafssyni, frekar en Kristjáni Fjallaskáldi, því hann hafði einhverntíma þessi orð um áfengið: Nóttin hefur níðst á mér nú eru augun þrútin snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð við það batnar manni strax. Það er betra en bænargjörð brennivín að morgni dags. s Iljóðum þessara og ýmissa annarra íslenskra skálda endurspeglast sá tvískinnungur gagnvart áfengi, sem svo mjög er áberandi hjá þjóðinni í heild sinni, og veldur því hve erfiðlega mörgum gengur að átta sig á hvern rnann Bakkus hefur raunverulega að geyma. Menn dásama gæsku hans, en gleyma grimmdinni, sem undir býr. Virðast jafnvel taka undir með Vatns- enda - Rósu þegar hún segir: Eg að öllum háska hlæ heims á leiðum þröngvu, mér er sama nú, hvort næ nokkru landi eða öngvu. Hún mun reyndar hafa velkst á bárum þess hafs, sem geymir lífsbjörg þjóðarinnar, en ekki á bárum brenndra drykkja, þegar hún orti þetta. Og þrátt fyrir að áfengisfiknin sé svo sterk, að menn trúi því jafnvel, að hún nái út yfir gröf og dauða, láta menn það ekki aftra sér frá því að mynnast við Bakkus. Helltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna, beinin mín í brennivín bráðlega langar núna, segir í draumvísu. Sumir berjast harðri baráttu við Bakkus ævina á enda án þess að hafa sigur og falla að lokum sjálfir í valinn. Páll Ólafsson hefur lýst þessu þannig í ljóði: Aldrei nokkur hefur halur hreystilegar varið sig, því flöskur eins og fallinn valur fundust kringum dauðan mig. Ofneysla áfengis getur valdið fleiri geðrænum truflunum hjá neytendum en áfengisfíkn. Hún getur valdið minnisskerðingu, breytingum á skap- gerð eða persónuleika og jafnvel 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.