Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 32
umar sem nefndin leggur fram í ítar- legu og vel rökstuddu máli. Aðeins skal á fáum atriðum hlaupið. Kaflar tillagnanna bera heitin - rannsóknir, fræðslustarf, líkams- þjálfun - heilsurækt, gigtarlækningar, fjárhagslegur og félagslegur stuðn- ingur við gigtsjúka, samanburður við Norðurlöndin og að lokum er lagt til að stofnað verði sérstakt gigtarráð - 7 manna-samsett af fulltrúum hags- munasamtaka gigtarsjúklinga, fag- aðila og heilbrigðisyfirvalda. Skal ráðið annars vegar vinna að framkvæmd þeirra tillagna sem þarna eru settar fram svo og vera ráðgefandi um þróun gigtarmálefna. Ekki verður hér farið ofan í fjöl- margar tillögur nefndarinnar, en á fátt eitt minnst. I fyrsta lagi er lagt til að stofnuð verði sérstök gigtrannsóknarstofnun sem einbeiti sér að ónæmis- og erfða- fræðilegum rannsóknum á íslenzkum gigtarfjölskyldum. Stöðin beri nafn Gigtarfélags Islands, njóti þaðan stuðnings sem sjálfstæð rekstrareining í tengslum við Læknadeild H.í. og Landspítala. I öðru lagi er mikil áherzla lögð á fræðslustarf með forvarnir í huga. Minnt er á fræðslubæklinga, fræðslu- fundi, fræðslumyndir, áhugahópa - landsbyggðardeildir og sjálfshjálp- arnámskeið sem nauðsynlega liði í þessum efnum. I þriðja lagi er komið inn á lík- amsþjálfun - heilsurækt sem mikil- væga þætti til að bæta líðan gigtsjúkra og fyrirbyggja ýmiss konar stoðkerf- iseinkenni. Rætt er um skóla og vinnustaði sem kjörna til slíkrar iðkunar; sveitarfélög, íþróttafélög og heilsuræktarstöðvar sem ákjósanlega samstarfsaðila og mikil áherzla lögð á sem bezta og víðtækasta hópþjálfun. s Ifjórða lagi er svo langur kafli og ítarlegur um gigtarlækningar, ástand þeirra nú þar sem m.a. kemur fram að 1991 hafi legurými verið 91 fyrir sjúklinga með gigtar- og stoðkerfissjúkdóma í landinu, ef frá eru talin rými á Reykjalundi og í Hveragerði á heilsustofnuninni þar. Gerð er tillaga að gigtarskor á Land- spítala en að henni er kominn vænn vísir og um leið rninnt á nauðsyn þess að komið verði á prófessorsstöðu í gigtlækningum. Vikið er að göngu- deildum, bæklunarskurðlækningum og þeim vanda sem þar er á ferð vegna langs biðtíma; legudeildir endurhæf- ingar (Grensásdeild, Reykjalundur, Kristnes og Heilsustofnun NLFI) fá sína umfjöllun og horft mjög til þess að Kópavogshælinu verði fengið allsherjar endurhæfingarhlutverk. Fjallað er um þörf viðbótarstöðu- gilda ; farandlækningar, þannig að þjónusta í sérfræðigreinum færist út á heilsugæzlustöðvarnar í ríkari mæli og minnt á nauðsyn þess að heimilis- heilsugæzlulæknar fái sem bezta grunnmenntun í gigtarfræðum. I alllöngu máli er um endurhæf- ingu á göngudeild - sjúkra- og iðju- þjálfun fjallað m.a. hve nauðsynlegt sé að tryggja það að a.m.k. sé starf- rækt sérhæfð gigtarendurhæfing utan spítala fyrir fólk með erfiðustu og alvarlegustu gigtsjúkdómana og þar rninnt á hina ágætu gigtlækningastöð Gigtarfélags Islands, sem hafi svo miklu hlutverki að gegna. Það er minnt á það að samkvæmt íslenzkri heilbrigðisáætlun eigi endurhæfing- arstarfsemi að vera í hverju heilsu- gæzluumdæmi, en ekki muni það markmið auðveldlega nást í náinni framtíð. Tillaga er því gerð um að koma upp gistiaðstöðu í Reykjavík fyrir þá sem ekki munu eiga kost sjúkra- og iðjuþjálfunar heima fyrir. s Aiðjuþjálfun er minnt sér í lagi; nauðsyn samninga við Trygg- ingastofnun ríkisins og þess að nám í iðjuþjálfun verði tekið upp hér. Þá er kafli um veðurfarsmeðferð - fólki komið í endurhæfingu til suð- rænna landa og vitnað þar til reynslu Norðmanna. Kanna þurfi hvort ástæða sé til að T.R. greiði hluta af þjónustu “kiropraktora” og nuddara eftir athugun á árangri meðferða þeirra. Mataræði - mjólkurvörur - lýsi er svo kafli ýmissa ráðlegginga um hvað helzt skuli varast og hvers helzt neytt. Staðreyndir um lýsið, hollustu þess og gagnsemi góða eru dregnar skýrt í dagsljósið fram. Þá er gerð tillaga um miðstöð til mats og starfsendurhæfingar, en starfsendurhæfing er oft mikil nauð- syn þeim sem gigt hefur herjað á. Sömuleiðis að það fólk eigi vísan stuðning félagsráðgjafa og sálfræð- inga, t.d. í tengslum við starfsemi Gigtarfélagsins. Þá er allnokkur kafli um fjárhags- legan og félagslegan stuðning við gigtsjúka. Minnt er á helztu þætti lögskipaða í þeim efnum: sjúkradagpeninga, örorkulífeyri, örorkustyrk, endurhæf- ingarlífeyri, hjálpartæki, benzínstyrk, styrki og lán til bifreiðakaupa, þátt- töku í lyfjakostnaði og ýmis hlunnindi sem þessu tengjast. Sömuleiðis er minnt á lögin um málefni fatlaðra og möguleika þeirra fyrir gigtsjúka sem aðra fatlaða þar sem jafnréttisákvæðið er ótvírætt og þarf því sem virkast að verða í framkvæmd allri. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.