Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 28
kynnt til lífeyrisdeildar Tryggingar- stofnunar og umsjónaraðila. Umsjónaraðili: Hlutverk hans er fyrst og fremst að fylgjast með því hvernig hinum fatlaða vegnar í starfinu, koma til aðstoðar ef eitthvað bjátar á og vera tengiliður gagnvart öðrum samningsaðilum, þ.e.a.s. fyrirtækinu og Tryggingastofnun. Tryggingastofnun tilnefnir um- sjónaraðilann og skal hafa samráð við hann varðandi endurnýjun og eftirlit vinnusamnings. Umsjónaraðilinn getur verið sami aðili og hafði milligöngu um gerð vinnusamnings- ins. Samningstímbil og reynslutími: Vinnusamningurinn skal gerður til ákveðins tíma í senn en heimilt er að endurnýja samninginn. I samningnum skal kveðið á um 3ja mánaða reynslu- tíma. Hér er um að ræða umþóttunar- tíma fyrir fyrirtækið og hinn fatlaða en ef allt gengur að óskum heldur ein- staklingurinn áfram hjá fyrirtækinu í ákveðinn umsaminn tíma. Heimilt er að gera vinnusamning til skemmri tíma en 3ja mánaða þegar um er að ræða fatlaða námsmenn sem fá e.t.v. ekki vinnu strax að skóla loknum. Fjöldi samninga í dag í viðtali við aðaldeildarstjóra og deildarstjóra hjá lífeyrisdeild Trygg- ingastofnunar kom fram að nú eru 11 samningar í gangi, þar af 4 skv. nýju reglugerðinni. Nokkrar fyrirspurnir hafa borist frá fyrirtækjum og vitað er um umsóknir sem eru á leiðinni. Starfsmenn Tryggingastofnunar telja brýnt að auglýsa reglugerðina og hyggur lífeyrisdeildin á útgáfu kynn- ingarbæklings í því skyni sem yrði 1 íklega í sama formi og þeir bæklingar sem þegar hafa verið gefnir út t.d. um örorkubætur. Að lokum vil ég geta þess að ég hef hér að ofan ekki fjallað um öll atriðin í reglugerðinni en ég vil hvetja fólk til að útvega sér hana hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Reglugerðina skal endurskoða einu ári eftir gildistöku hennar og verður þá athugað hver reynslan hefur orðið. Með nýrri reglugerð um öryrkjavinnu er fyrirtækjum gert kleift að taka virkari þátt í starfsþjálfun og endurhæfingu fatlaðra í atvinnulífinu en áður hefur verið. Ég vona að fyrirtæki sýni þessu nýja verkefni áhuga, með því móti em þau að stuðla að bættri afkomu og betri líðan fatlaðra einstaklinga sem margir eru einangraðir heima fyrir en óska þess eindregið að virkja krafta sína við nytsöm störf. Elísabet Guttormsdóttir deildarstjóri Atvinnudeildar fatlaðra Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Gátuvísur Magnúsar Jónssonar 1. Til hlífðar er á höfði í Straumsvík hart með efnið, kirkjuljósa sézt með safnið, sjaldgæft mjög er þingmannsnafnið. 2. Ein sé stúlka úti um nótt, skal um sig vera, rjóð hún tanna skýlir skara, skarð sem bátur í mun fara. 3. Efst það kemst á ílátið ef úr vill buna, tvö á skipi menn það meina, mublu og fjöl skal líka greina. 4. Bréf í húsin ber ég æ, úr blaði einn mig klippti, vatni úr jörðu veitt ég fæ, víða gluggum skipti. 5. Löngum notast gat ég greitt við gluggakítti, spilasort - það vitrir votti-, veiti fiski upp úr potti. 6. Kemur eftir högg á húð, hross í bústofnssafni, fellur votur fars að súð, fremst í kvenmannsnafni. 7. Krónuhluti er það einn - það alltaf munum, slettist upp við slabb að vonum, slæmt er að vera ausinn honum. 8. Innan í er efni sterkt og innst er fiður, það í skáldskap merkir maður, mjög við sjósókn bundinn staður. 9. Oft sér mæla ástum fangin ungu pörin, sterk er í þau steypa borin, stefnt er oft að því á vorin. 10. Alltaf hana á opnu skipi í var tekið, rándýr með þeim rífa mikið, raftækjum í samband vikið. Ráðningar á bls. 45 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.