Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 15
Fréttabréf Heyrnarhjálpar Ég heyri ekki vel ® Horfðu á mig HEYRNARHJÁLP | © Talaðu hægt og skýrt Félagið Hcyrnarhjálp Klapparslio«i 28 * 101 Reyiijavik * lceland Sími / Tel (354) 551 5895 * Fax: (354) 551 5835 ® Fálagið Heyrnarhjálp ersamlök hcyrnarskertra. ® Hlutvcrk þcss cr að gæta hagsmuna fclagsmanna sinna og cfla skilning samfélagsins á fötluninni. ® Það lætur nærri að heyrnarskertir séu um 10% af íslensku þjúdinni. Nafn mitl er: -------------------------------------- Heimilisfang:--------------------------------------- Sími:_____________________ "Vísakort heyrnarskertra". ✓ Iágætu og Ijómandi skýru frétta- bréfi Heyrnarhjálpar er glögglega greint frá því helzta í fjölbreyttu starfi félagsins svo og því sem tengist starfseminni á ýmsan hátt. Þar er m.a. greint frá merki félagsins, sem prýðir forsíðu fréttabréfs þess og fylgir hér með þessari frásögn en aðeins ekki í sínum réttu grænu og dökkbláu litum. Sagt er frá aðalfundi félagsins sem haldinn var 30. maí sl. þar sem m.a. kemur fram að félagaaukning í Heyrnarhjálp hafi verið um 50 % milli áranna 1994 og 1995 og skýrt frá hinu almenna starfi félagsins, þar sem víða er komið við í verkum góðum. Formaður félagsins er Friðrik Rúnar Guðmundsson og aðrir í stjórn eru: Anna Guðlaug Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðjón Yngvi Stefánsson og Helga Krist- insdóttir. í sérstökum kafla um Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra er sagt frá tilraunanámskeiði á liðnum vetri fyrir heyrnarskerta og í því sambandi minnt á þörf fyrir þróun námsefnis fyrir kennslu sem þessa. Einnig er þar sagt að þjálfa þurfi hæfni heyrnarskertra í varalestri og kenna þeim táknmál sem nýta má með tali: tákn með tali. Reiknað er með að Samskiptamiðstöð bjóði upp á námskeið fyrir heyrnarskerta á vetri komanda. Þá er sagt frá nefnd um túlkunarþjónustu fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og daufblinda, sem félagsmálaráðuneytið setti á laggirnar og finna á framtíðarlausn þessara mála. í nefndinni eiga sæti fulltrúar Heymarhjálpar, Félags heyrnarlausra, Samskiptamiðstöðvar og ráðuneyta félags-, mennta- og heilbrigðismála. á er að lokum greint frá erlendu samstarfi, en Heyrnarhjálp á að- ild að NHS, Nordiska Hörselskadades samarbetskommitte, en það eru heild- arsamtök heyrnarskertra á Norður- löndum. Stjórnarfundur þeirra sam- taka var haldinn hér í Reykjavík í febrúar sl., en félagið Heyrnarhjálp skipulagði þann fund og stóð auk þess að mjög vel heppnaðri menningar- og landkynningu fyrir hina norrænu gesti. Ótalið er svo það atriði fréttabréfs- ins sem fjallar um “vísakort heyrn- arskertra”, en framkvæmdastjóri félagsins, Jóhanna S. Einarsdóttir, hefur tekið saman fróðleik um þetta ágæta kort og um tónmöskva í leik- húsunum, sem birtist hér með. Aðeins það svo í lokin að fréttabréf sem þetta er fagnaðarefni okkur hér á bæ, því í ljósu máli má þar finna þann fróðleik um farsælt starf félaga okkar sem full þörf er á að við kunnum glögg skil á. Góð tengsl félaga og bandalags eru báðum mikilvæg og vonandi dýrmæt. H.S. * Fréttamaður í útvarpi var að spyrja klósettvörð á Akureyri: „Er mikil ört- röð hérna á morgnana eða hefirðu einhverja fastagesti?" Sami frétta- maður spurði safnvörðinn í Nonna- húsi: „Er safnið mikið sótt af Akur- eyringum og Islendingum?“ HLERAÐI HORNUM Stórkaupmaðurinn þurfti að ráða til sín bókhaldara og fjölmargir sóttu. Hann spurði alla afar einfaldrar spum- ingar sem sé hvað tveir plús tveir væm mikið. Menn voru að vonum fljótir að svara rétt utan einn sem hugsaði málið vel og sagði svo: „Það fer nú eftir ýmsu“. Hann var vitanlega ráðinn. * Maður einn mætti bónda með fjárhóp á undan sér og með honum var fjár- hundurinn. Maðurinn bauð bónda veðmál, hvort hann mætti fá eina kind úr hjörðinni, ef hann segði að bragði hversu margar þær væru. Bóndi hélt nú það og maðurinn sagði nákvæm- lega réttu töluna, svo bóndi sagði honum að taka verkalaun sín sem hann gerði. En þá bauð bóndi tvöföld- un veðmáls ef hann gæti sagt hinum ókunna hver hann væri og gekk mað- urinn að því. „Þú ert hagfræðingur og láttu fjárhundinn svo niður“, sagði bóndi. * Sjónhverfingamaður var að lýsa því, hve listir hans væru í hávegum hafðar um gjörvallar Bretlandseyjar. „Eg hefi fengið bréf með viðurkenningu og þakklæti frá Englandi, írlandi og Wales og póstkort frá Skotlandi“. * Skoti einn ákvað að safna fé til sumarferðalags þeirra hjóna á þann hátt að stinga tíeyring í sparibaukinn í hvert skipti, sem hann kyssti kerlu sína. Þegar sumarleyfið kom, opnaði hann baukinn og varð heldur en ekki hissa þegar hann fann þar ekki aðeins tíeyringa, heldur einnig 25 eyringa, krónu- og tveggjakrónupeninga. Hann spurði konu sína hvaða skýringu hún gæfi á þessum undrum. „Nú, ekki aðra en þá, gamli minn, „svaraði hún, „að það eru ekki allir eins svívirðilega smásálarlegir og þú“. * Skoti nokkur heimtaði að leiksýningu lokinni peningana, sem hann hafði greitt sem skemmtanaskatt, þegar hann keypti aðgöngumiðann að sýningunni. „Vegna hvers viljið þér fá þá aftur?“ var spurt. „Nú vegna þess að ég skemmti mér ekkert“, svaraði hann. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.