Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 18
Molar til meltingar egar þetta er ritað í byrjun september eru fréttir af fjárlagagerð ekki sem áreiðanlegastar, utan það eitt að ríkisstjórnin haldi fast við þá fyrirætlun að halda fjárlagahalla í fjórum milijörðum. Við vitum hins vegar vel að til þess að svo megi verða þarf einhvers staðar aukið að- hald eða niðurskurð hvort sem menn vilja nú kalla það. Við vitum jafnvel að heilbrigðis- og trygginga- mál taka yfir 40% útgjalda fjárlaga sem þýðir það að eðlilega er til þess mála- flokks horft, þegar hugað er að aðhaldi við fjárlagagerð. Ýmsar hugmyndir munu uppi í ráðuneyti heilbrigð- is- og tryggingamála hvar helzt megi draga úr út- gjöldum og áreiðanlega er það ekki auðvelt verk mið- að við eðli þessara mála allra. Hér er því í lengstu lög treyst að ekki verði neitt það gert er skerði hag okkar fólks sem á tryggingabæt- umar að sem sitt eina eða aðallifibrauð, enda væri það illt verk miðað við það tekjustig sem þetta fólk er á. Það væri heldur ekki gott upphaf að endurskoðun þeirri á tryggingalöggjöf- inni sem nú stendur fyrir dyrum, ef einhver skjót- ræðisákvörðun yrði nú tek- in, sem gengi þvert á það að jafna lífskjör þessa hóps og bæta hlut hinna lakast settu. Ýrnsar hugmyndir sem heyrzt hafa gætu til þessa bent en því einfald- lega ekki trúað að sannar séu. Það eru mörg samofin atriði sem til greina koma varðandi almenn lífskjör öryrkja og sé að einu sótt þá segir það strax til sín. Meðal þessara atriða eru bifreiðakaupa- styrkir til öryrkja sem hafa reynzt mörgum mjög dýrmætir og raunar oftast gert öryrkjum kleift að eignast bifreið, sem í svo mörgu mikilvægu hefur haft hin jákvæðustu áhrif á allt lífsmunstur þeirra. Þessir styrkir hafa því mið- ur, vegna ónógra fjárveit- inga undanfarin ár, ekki náð að halda verðgildi sínu m.a. hefur svo verið síðustu tvö ár að þeir hafa staðið í stað að krónutölu þrátt fyrir verulega hækkun bifreiða- verðs. Hins vegar hefur fjöldi styrkveitinga haldið sér að fullu. Nú hlerum við að fjárveiting til bifreiða- kaupastyrkja verði veru- lega lækkuð, svo hvoru tveggja gerist: upphæðir verða þá ugglaust enn óbreyttar og það sem er þó enn alvarlegra að styrk- veitingum hlýtur að stór- fækka. Við bíðum og sjáum hvað setur, en ofurljóst er okkur hér að hver slík skerðing á fengnum rétt- indum er alvarleg fyrir þá sem verða fyrir henni. Nefnd sú sem úthlutar styrkjum verður ekki ofsæl af verki sínu, fari svo fram sem horfir, en þar er valinn maður í hverju rúmi og vinnubrögð öll til mikillar fyrirmyndar. Ugglaust munu þeir ágætu menn, sem þar um véla, leita þeirra lausna sem heilla- drýgstar teljast, en auðvelt verður það ekki, ef fjöldi styrkja verður svo verulega skertur, sem ýmislegt bend- ir nú til. Alltaf öðru hvoru kem- ur hingað fólk sem ber fram kvartanir sínar út af framkvæmd svokallaðrar sjúklingatryggingar eða '‘Karvelslaga” s.s. mér er tamast að kalla þessa rétt- arbót, enda Karvel frum- kvöðull þess máls og hefur fylgt því eftir af fullum krafti. Ekki skal lagasetn- ingin rakin hér, en það eitt sagt, að vistun þessa ákvæðis í slysatrygginga- kaflanum olli því að öryrkjar áttu ekki sjálfgef- inn, ótvíræðan rétt til bóta úr sjúklingatryggingu, svo sem þó var fyrst og fremst ætlast til með lagasetning- unni. Ur því var þó sem betur fer bætt með dyggri aðstoð þáv. tryggingaráð- herra Sighvats Björgvins- sonar og Daggar Pálsdóttur ráðuneytisfulltrúa. En engu að síður hafa hér komið dæmi sem kalla á spuming- ar um það, hvort ekki sé öllum ljóst, sem um fjalla í Tryggingastofnun hvaða rétt öryrkjar ótvírætt eiga nú. Til að taka af tvímæli öll var skrifað héðan til ráðuneytis tryggingamála og það hefur nú beðið Tryggingastofnun ríkisins um skýrslu um framkvæmd sjúklingatryggingar nú. Verður fróðlegt að sjá hvað hún leiðir í ljós, enda fyrir- heit af hálfu ráðuneytis, að við hér fáum vel að fylgjast með framvindu allri. Aðal- atriðið er, að öll vafaatriði séu úr sögunni og viður- kenndur verði að fullu í framkvæmd ótvíræður rétt- ur öryrkja til bóta sjúkl- ingatryggingar. Með haustdögum verður hafizt handa á ný með vinnu að stefnu- skrá bandalagsins, verkefni sem Emil Thóroddsen framkvæmdastjóri Gigt- arfélagsins stýrir af rögg- semi. Að þessu verki koma fulltrúar allra okkar félaga auk formanns og varafor- manns sem ásamt Emil eru í stefnuskrámefnd svo og starfsmenn bandalagsins. Væntanlega munu svo áherzluatriði stefnuskrár- innar eða drög að þeim kynnt á aðalfundi banda- lagsins í október og verður forvitnilegt að heyra und- irtektir þar. Mála sannast hefur þessi vinna öll verið afar ánægjuleg og allir í þessunr fjölmenna hóp hafa lagt þar sitt af mörkum svo ekki vantar á það að lýð- ræði fjöldans sé í heiðri haft enda hollast að standa svo að málum. Auðvitað þykjumst við vita að ótaldir félagar aðrir eigi í pokahomi sínu pott- þéttar ábendingar til við- bótar þeim sem fyrir eru og því er hér eftir þeim kallað, ef mönnum liggur eitthvað á hjarta um baráttuleiðir, markmið eða framtíðarsýn. Fagnandi yrði feng slíkum tekið og að því hugað hversu duga mættu. Nú er komin fram til- laga í tryggingaráði um að afnema bílakaupalán til hreyfihamlaðra frá og með næstu áramótum. Þetta væri illt verk vægast sagt, því lán þessi eru svo mikl- um mun hagstæðari en önn- ur lán á hinum almenna lánamarkaði, afgreiðsla þeirra örugg þeim sem rétt eiga svo og er framkvæmd afborgana svo sem bezt hentar. Öryrkjabandalagið hefur harðlega mótmælt þessari réttinda- og kjara- skerðingu og því skal ekki að óreyndu trúað að af verði. Það yrði þeim ekki til fremdar sem fram- kvæmdu. H.S. 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.