Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 27
Hugað að hannyrðum góðum því mörg er iðjan mætagóð. eftirspurn. Einnig eru margir á skrá hjá Atvinnudeildinni núna sem óska eindregið eftir að komast á almennan vinnumarkað og eru taldir ráða við störf þar. Vil ég eindregið hvetja fyrirtæki til að hafa samband við okkur svo og aðrar stofnanir sem sinna atvinnumálum fatlaðra svo sem svæðisskrifstofur málefna fatlaðra utan höfuðborgarinnar. Hvaða fyrirtæki geta gert samning við Try ggingastofnun ? í reglugerðinni segir að Trygg- ingastofnun sé heimilt að semja við atvinnurekendur á almennum vinnu- markaði um ráðningu fatlaðra í störf. Hér er t.d. um að ræða fyrirtæki í einkarekstri, hlutafélög og opinber fyrirtæki svo sem stofnanir ríkis og sveitarfélaga. Þeimfyrirtækjum, sem hafa áhuga á að gera samning við Tryggingastofnun um ráðningu fatl- aðra í störf, er bent á að hafa samband beint við hana eða snúa sér til þeirra stofnana sem sinna atvinnumiðlun fyrir fatlaða sérstaklega. I Reykjavík er það Atvinnudeild fatlaðra hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, en utan höfuðborgarinnar eru það í flest- um tilvikum svæðisskrifstofur mál- efna fatlaðra. Fyrir hvaða fatlaða einstaklinga er reglugerðin? Til þess að fatlaður maður geti farið á samning þarf hann að njóta örorkulífeyris, örorkustyrks, endur- hæfingarlífeyris eða slysaörorkubóta undir 50%. Þeim öryrkjum, sem hafa áhuga á að fá vinnu hjá fyrirtækjum skv. reglugerðinni, er bent á að snúa sér til stofnana sem sjá um vinnumiðlun svo sem Atvinnudeildar fatlaðra hjá Vinnumiðlun Reykjavík- urborgar og svæðisskrifstofa málefna fatlaðra utan höfuðborgarinnar. Samráð vegna undirbúnings vinnusamnings Stofnanir sem sinna atvinnumiðlun og endurhæfingu fatlaðra og samtök öryrkja eru þeir aðilar sem geta unnið að undirbúningi skriflegs vinnusamn- ings. Þessar stofnanir og samtök eru þannig tengiliður milli hins fatlaða, fyrirtækisins og Tryggingastofnunar. Starfsmenn þessara stofnana eða samtaka eru í sambandi við hinn fatl- aða einstakling og senda bréf til Tryggingastofnunar þar sem farið er fram á að samningur sé gerður við viðkomandi fyrirtæki. I þessu bréfi er t.d. vinnusaga hins fatlaða rakin og starfmu lýst svo og vinnutíma og laun- um og hvert samningstímabilið er. Allmikil vinna hefur farið fram áður en bréfið er sent til Trygginga- stofnunar. Heimsækja þarf fyrirtækið til að leggja mat á það starf sem þar er í boði og hvort það hentar viðkom- andi einstaklingi. Sá sem útvegar starfið þarf að þekkja vel hinn fatlaða og vinnusögu hans, sterkar og veikar hliðar. Mikilvægt er að samráðs- aðilinn vandi vel til þessarar und- irbúningsvinnu og reyni að ná bráða- birgðasamkomulagi um helstu atriðin áður en farið er fram á að Trygginga- stofnun geri skriflegan samning. Því betur sem vandað er til þessarar undirbúningsvinnu þeim mun meiri líkur eru á því að hinum fatlaða famist vel hjá fyrirtækinu. Vinnusamningurinn Ef Tryggingastofnun fellst á það samkomulag, sem fyrirtækið og hinn fatlaði hafa gert, útbýr hún vinnu- samning sem skal síðan undirritaður af vinnuveitanda, hinum fatlaða og fulltrúa lífeyrisdeildarinnar. I vinnu- samningnum koma t.d. fram eftirtalin atriði: Samningsaðilar: Nafn fyrirtækis- ins, heimilisfang og kennitala. Nafn starfsmanns, heimilisfang og kennitala. Lýsing starfs: Starfsheiti. Vinnutími: Hvaða tíma dagsins er unnið og hvort um er að ræða hálfan dag eða heilan. Vinnusamning má gera um hluta úr heilsdagsstarfi en gera má ráð fyrir að miðað verði við hálft starf hið minnsta að loknum reynslutíma. Laun: Gerður skal samningur um kaup og kjör sem skal vera sá sami og er gildandi á hverjum tíma milli launþega og atvinnurekanda. Hlutfall endurgreiðslu launa og launa- tengdra gjalda: Hlutfall endur- greiðslu skal aldrei vera hærra en 75% og aldrei lægra en 25%. Gera má ráð fyrir því að hlutfall endurgreiðslu fari lækkandi eftir því sem starfsmaður nær betri tökum á starfinu. Hlutfall endurgreiðslu er endurskoðað um leið og samningur er endurnýjaður. Réttindi í sjúkdóms- og slysafor- föllum: Með launagreiðslur í sjúk- dóms- og slysaforföllum skal fara skv. 5 gr. laga nr. 19/1979, lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Uppsagnarfrestur: Vinnusamn- ingurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu og skulu ákvæði uppsagnar vera í samræmi við almenna kjarasamn- inga í þeirri starfsgrein. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mán- aðamót. Uppsögn skal jafnframt til- Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.