Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 30
Emil Thóroddsen framkv.stj.:
Frá Gigtarfélagi íslands
Félagsstarfið
igtarfélag Islands er til húsa að
Ármúla 5 í Reykjavík. Félagið
var stofnað 9.október 1976 og verður
því 20 ára á næsta ári. Almennt er
álitið að rúmlega 50.000 íslendingar
eigi við gigt að stríða. Félagar eru í
dag 3000.
Hlutverk félagsins er þríþætt. I
fyrsta lagi vinnur félagið að forvörn-
um s.s. fræðslu, skipulagðri þjálfun og
eflingu rannsókna. I öðru lagi vinnur
félagið að bættri meðferð og endur-
hæfingu gigtsjúki'a. I þriðja lagi er
baráttumál félagsins að auka al-
mennan skilning á gigtarsjúkdómum
og áhrifum þeirra á einstaklinga og
samfélag.
Landshlutadeildir eru starfandi á
Norður- og Suðurlandi. Deildimar
vinna að bættri þjónustu við gigtsjúka
á sínum svæðum, halda fræðslufundi
ásamt öðru. Áhugahópar um hina
ýmsu gigtarsjúkdóma eru starfandi
innan félagsins og standa þeir m.a.
fyrir fræðslufundum, skipulögðum
gönguferðum, símatíma fyrir gigtar-
fólk og eigin útgáfustarfsemi.
Vísindaráð félagsins hefur unnið
ötullega að framgangi gigtar-
rannsókna. Lionshreyfingin gekk til
liðs við ráðið og safnaði u.þ.b. 18
milljónum í apríl sl. með sölu á rauðri
fjöður. Söfnunarféð rennur óskert til
rannsóknarstofnunar í gigtarsjúk-
dómum. Glæsilegt framlag Lions-
hreyfingarinnar gerir að verkum að
stofnunin verður á næstunni að veru-
leika, en að stofnun hennar vinnur
vísindaráðið í samvinnu við Háskóla
Islands og Landspítala.
Fræðslustarf er mikilvægur þáttur
í starfi félagsins og mikill áhugi er á
því að auka það verulega. Formlegir
fræðslufundir voru 7 á síðasta ári og
voru haldnir á höfuðborgarsvæðinu,
Blönduósi, Siglufirði, Akureyri og
Selfossi. En þess má geta að félagar í
Gigtsjúkdómafélagi íslenskra lækna
héldu í vetur fræðsluerindi um gigt í
flestum Lionsklúbbum á landinu.
Námskeið til sjálfshjálpar eru haldin
á vegum félagsins. Þau byggja á
Emil Thóroddsen.
bandarísku námsefni sem stendur til
að gefa út í bókarformi. Markmið
námskeiðsins er að hjálpa fólki að
ráða yfir gigtinni, eða lifa með henni.
Námskeiðin hafa mælst vel fyrir.
Gigtlækningastöð G.I.
ekstur gigtlækningastöðvar
félagsins að Ármúla 5 í Reykja-
vík er með svipuðum hætti og síðustu
ár. Á árinu komu 598 manns í sjúkra-
þjálfun í nær 11 þús.meðferðir.
Konur voru 80% sjúklinga. Fimm-
tungur var fólk á aldrinum 61-70 ára.
Fólki fjölgar í yngri aldurshópum, til
að mynda um 70% í aldurshópnum
21-40 ára. Stærstu sjúklingahóparnir
eru með slitgigt og iktsýki.
I iðjuþjálfun komu 322 sjúklingar
allsstaðar að af landinu og var með-
ferðafjöldi rúmlega 4 þús. Flestir eru
með slitgigt og iktsýki. Á stöðinni
eru starfandi 2 iðjuþjálfar, en um er
að ræða einu móttöku iðjuþjálfa fyrir
gigtarfólk í landinu utan spítala.
Stöðugildi sjúkraþjálfara við stöðina
eru fimm.
Eftir nokkurt hlé hafa gigtarsér-
fræðingar nú aðstöðu á gigtlækninga-
stöðinni. Júlíus Valsson hóf störf í
apríl sl. og Arnór Víkingsson í júlí sl.
Það er mikill fengur fyrir stöðina að
njóta starfa þeirra.
Hópþjálfun
rá haustdögum 1993 hefur Gigt-
arfélag Islands starfrækt hóp-
þjálfun þar sem gigtarfólki gefst kost-
ur á að stunda reglulega líkamsþjálfun
við sitt hæfi. Leitast hefur verið við
að tengja þjálfunina fræðslu sem gefur
fólki meiri innsýn í sjúkdóm sinn og
gerir það færara um að þekkja tak-
mörk sín.
Fylgifiskur flestra gigtarsjúkdóma
er vöðvarýrnun og minnkandi kraftur
vegna hreyfingarleysis og bólgusjúk-
dómsins sjálfs. Virk þátttaka sjúkl-
inga við uppbyggingu vöðva og krafts
hefur sýnt sig að er árangursrík aðferð
til betri heilsu.
Niðurstöður könnunar sem Gigtar-
félagið stóð fyrir í apríl sl. meðal
þátttakenda í þjálfuninni sýnir að
þjálfunin eykur þrótt og bætir líðan.
Rúmlega 90% svarenda svöruðu því
30