Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 36
NÝTT MS HEIMILIVÍGT Hið nýja glæsi- lega heimili MS félagsins var vígt við hina hátíðlegustu athöfn 15.júní sl. og hófst athöfnin kl.15. Mikið fjölmenni var samankomið til að fagna þessum glæsta áfanga í sögu MS félagsins, góðir gestir voru fjölmargir svo og MS félagar að sjálf- sögðu. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, var viðstödd athöfnina og heillaði gesti sem ætíð áður með sinni hlýju framkomu og heillandi viðmóti. Það var Oddný F. Lárusdóttir, forstöðum. dagvistar sem setti samkomuna og fagnaði því að þessi draumur þeirra væri nú orðinn að veruleika. Hún fór stuttlega yfir það hverjir hefðu helzt að verki komið allt frá hönnuðum til framkvæmdaaðila. Þakkaði hún þeim öllum einkar vel unnin störf, þar sem verkin sýndu merkin. Þá kom fulltrúi verktakanna Feðgar sf„ Bjöm Bjamason og afhenti Gyðu J. Ólafsdóttur form. félagsins lykilinn að húsinu um leið og hann þakkaði gott samstarf við alla þá aðila, er þeir hefðu haft samskipti við, ekki sízt MS félagið og byggingarnefnd þess. Gyða tók svo við lyklinum og kvað fagnaðarefni hve fljótt hefði tekist að ljúka verkinu. Þakkaði öllum sem hefðu átt sinn þátt í að láta dýra drauma rætast. á flutti séra Halldór Gröndal blessunarorð, fór með ritningarorð og vitnaði í dæmisöguna af Zakkeusi. Hann kvað það góða venju kristinna manna að helga Guði verk sín. Hann bað svo öllum þeim er í húsinu dveljast og starfa blessunar Guðs og allir tóku undir bænina Faðirvor. Þá var flutt lagið Mitt faðirvor eftir Arna Björnsson tónskáld. Laufey Sigurðardóttir lék á fiðlu og Páll Eyjólfsson á gítar, en eins og fólk veit tileinkaði Árni öllu fötluðu fólki á íslandi sitt fagra lag. Helgi Seljan flutti MS félaginu varmar velfarnaðar- óskir og fagnaði því að hafa mátt fylgjast með svo vænu verki. Hann flutti kveðjur og heillaóskir frá Stjómamefnd um málefni fatlaðra og fór svo með frumort lítið ljóð sem heillaósk. Ólafur Ólafsson landlæknir talaði því næst um nauðsyn þess að menn gættu vel að velferð þegnanna á öllum sviðum. Gagn- kvæm samhjálp gerir sannarlega kraftaverk. Aukinn kostnaður við velferðarkerfið tíund- aður um of og mark- aðshyggju bæri að hafna í heilbrigðis- þjónustu, því þannig yrði sá verst setti útundan. Hér væri að finna gleðilegan ávöxt samhjálpar og samstöðu. Hann kvað góða framför eiga sér stað í meðferð MS sjúkdómsins og væri það gott gleðiefni. Flutti einlægar árnaðaróskir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kvað hlut frjálsra félagasamtaka afar dýrmætan í velferðarupp- byggingunni; þar hefði mörgum mætum Grettistökum verið lyft. Hún kvaðst fagna því sérstaklega hversu góðan hlut borgin hefði átt að þessum málum og flutti MS félaginu hlýjar heillaóskir borgarstjórnar Reykjavíkur. Ólöf Ríkarðsdóttir form. ÖBÍ árnaði MS félaginu allra heilla með áfanga góðan. Minnti á hve Álandsheimilið hefði gegnt þýðingarmiklu hlutverki í dagvistun MS sjúklinga. Óskaði þess að MS félögum auðnaðist áfram að vinna saman af eindrægni að hagsmunamálum félags- manna sinna. Þá voru tilkynntar góðar gjafir til MS félagsins. Rebekkusystur afhentu gjafabréf upp á tvo sjúkrabekki og stóla við. Lionsklúbburinn Freyr til- kynnti um gjöf - tvær sjálfvirk- ar rennihurðir í húsið og Lions- klúbbarnir Muninn og Yr færðu félaginu myndarlega peninga- gjöf. Að þessu loknu þágu gestir veitingar vel úti látnar og fagn- aði ritstjóri því alveg sérstak- lega að eingöngu var um óáfengan drykk að ræða og var hann ekki einn um þá skýru skoðun. MS heimilinu nýja hefur þegar verið rækilega lýst hér í Fréttabréfinu en síðar verður greint frá degi í dagvistun svo allir fái um ágæta notkun húss- ins einhverja fróðleiksmola. Enn og aftur er MS félaginu Til MS félagsins Svo margs er þörf að gæta á lífsins leiðum að léttast megi sérhver erfið þraut. Það birtast stundum ský á himni heiðum er hylja sól og skuggum vefja braut. En þá skal vinna af alhug verkin snjöllu sem veita yl og hlýju því sem kól. Því kærleikurinn vakir yfir öllu og innst í hverju hjarta á’ann skjól. Hve gott að sjá svo dýra drauma rætast er dáðríkt starf fékk marga hnúta leyst. Og hér er bjart og hjörtu okkar kætast til hjálþar sjúkum djarft var merkið reist. Hér verður skjól er lýsir lífs á vegi, sem líkn fær veitt, sem eykur gleði og þrótt. Og því er fagnað vel á vígsludegi að von og trú sé gefin aliri drótt. H.S. 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.