Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Qupperneq 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Qupperneq 41
SKAMMTIMAVISTUN I SJÁLFSBJARGARHÚSI að er alllangt um liðið frá því undirritaður heyrði fyrst af skammtímavistun vænni í Sjálfs- bjargarhúsinu, en þó þetta sé nú næsta hús við vinnustaðinn virðist oft sem ekki berist fréttir fljótar á milli en þó þingmannaleiðir margar væru í milli. Að vísu hafði ég heyrt frá fólki sem þessarar vistar hafði vel notið svo og höfðu aðstandendur lofað og prísað þessa prýðisþjónustu. En til að fá nú fram hið rétta um umfang allt og eðli þessarar þjónustu var einn síðsum- ardag tekið hús áhjúkrunarforstjóran- um, Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur, og hún beðin um að greina frá gangi mála, upphafi sem árangri, en um hann einnig fræðzt frá fólki sem öllum betur kann um að dæma. En fyrst er Guðrúnu Erlu gefið orðið: Skammtímavistun í Sjálfsbjargar- húsinu hefur verið starfrækt frá því 1989, og í upphafi var aðeins um eitt rými að ræða hverju sinni en nú eru rýmin tvö. Aðsókn að þessari skammtímavistun fer stöðugt vax- andi, en þó hefur enn sem komið er verið unnt að anna flestum beiðnum. Skammtímavistunin er ætluð hreyfi- hömluðum sem fatlast hafa af völdum sjúkdóma eða slysa. Þróun þessara mála hefur orðið sú að flestir búa heima, enda eru þeir þjálfaðir til þess og heimahjúkrun og heimilisþjónusta sjá til þess að þetta er allt auðveldara. Hins vegar er ljóst að fyrir makann eða annan umsjónaraðila hins fatlaða er hvíld frá þessu erfiða og viðamikla hlutverki bráðnauðsynleg og þá komum við til skjalanna með skamm- tímavistunina. Makinn getur þá hvílt sig heima ef verkast vill, getur farið í hressingardvöl ef svo vill eða farið í ferðalag o.s.frv., en aðallega þó fengið ákveðið upprof frá sínu afar bindandi hlutskipti. Hámarkstími í skamm- tímavistun er 6 vikur á ári. Ef það hentar betur má skipta tímabilinu í tvisvar þrjár vikur. Viðkomandi fær þá hérna sólarhringsumönnun og eftirlit allt, en kemur með sín lyf svo og stoðtæki. Ef viðkomandi vill Guðrún Erla Gunnarsdóttir. sjúkraþjálfun er stillt svo til tíma að hann geti notið sjúkraþjálfunar hjá okkur á fyrstu hæðinni. Nú hér er hin ágætasta sundlaug og margir nýta sér hana meðan á dvöl stendur: Hins veg- ar er ekki möguleiki á iðjuþjálfun þar sem hér er aðeins einn iðjuþjálfi í fullu starfi og hefur kappnóg að gera við að sinna þeim sem hér búa. Auðvitað kemur fyrir að í fyrsta skipti eiga sumir erfitt meðað sætta sig við þá þjónustu sem hér er veitt og vilja að allt sé óbreytt, en aldrei hefur það að vandamáli orðið því eftir tvo til þrjá daga fellur allt í ljúfa löð og ég verð einskis annars vör en að almenn ánægja sé með starfs- fólk sem íbúana hér. Guðrún Erla segir að hún tali við fólk og greini glögglega frá öllu áður en til skamm- tímavistunar komi, svo öllum við- komandi sé sem bezt ljóst að hverju gengið er. Reynslan er góð, bæði fyrir viðkomandi dvalargest sem maka hans. Makinn þarfnast eðlilega hvfld- arinnlagnar fyrir hinn hreyfihamlaða, því heima er um sólarhringsumönnun að ræða og bindingin er alger, slík hvfld hjálpar þeim til að takast á ný við hið erfiða verkefni. Reynslan fyrir þann sem hér dvelur er einnig mjög góð, það eykur þroska einstaklingsins að kynnast öðrum, taka tillit til nýrra aðstæðna og þá um leið ákveðinna reglna og takmarkana. Guðrún Erla ræðir að lokum um þann mun í mörgu sem er á viðhorfum þeirra sem fatlaðir eru frá fæðingu, þekkja ekki annað og svo hinna sem t.d. fá heilablóðfall á bezta eða miðjum aldri og eiga eðlilega mjög erfitt með að laga sig að hinum gjörbreyttu og erfiðu að- stæðum. Þar kemur og til ákveðin ein- angrunarhætta en einangrunin er að mörgu leyti allra verst. Eitt er alveg ljóst: Þörfin er fyrir hendi varðandi þessa skammtímavistun og hennar hafa notið bæði fatlaðir einstaklingar af Stór - Reykjavíkursvæðinu og eins utan af landi, en rétt að geta þess að hjólastólsbundnir eru hér í miklum meirihluta þeirra sem notið hafa skammtímavistunar. Guðrúnu Erlu þökkum við kærlega hennar ágætu upplýsingar um þessa þörfu starfsemi og frá henni er haldið á fund hjóna sem hafa nýtt sér þessa þjónustu og þau innt eftir því hversu þeim hafi þótt. Eg lagði leið mína fyrst upp í Breiðholt að Hólabergi 40 þar sem búa hjónin Gunnar Reynir Ant- onsson og Steinunn Ragnarsdóttir í fallegri og hlýlegri íbúð, en að vísu á tveim hæðum. Þau hjón eiga 6 börn - öll eru flogin úr hreiðrinu utan yngsti sonurinn - 3 eru hér á íslandi en hinn helmingurinn í Noregi. Eg kem þar að hlöðnu kaffiborði hinnar sann- íslenzku gestrisni og gæði mér þar á. Inni svo Gunnar Reyni fyrst að orsökum þess að hann þarf svo mjög á hjólastól að halda, þó ekki sé það alltaf. Hann segist hafa fengið lömunarveiki 7 ára gamall og svo hafi hann nú skreytt feril sinn með nokkrum slysum, bæði bflslysum og byggingaslysum og 1990 var hann dæmdur 75% öryrki, en læknum ber ekki saman um orsök máttleysiskasta hans, hvort meiru ráði slysin eða löm- unarveikin á sinni tíð. Gunnar segist í köstunum litla sem enga björg geta sér veitt og rúmið sé þá helzti verustaður hans. Steinunn segir Gunnar Reyni afar sérkennilegan sjúkling, köstin Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.