Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 8
Sigurveig Alexandersdóttir varaform. FOSH: FEPEDA Ráðgjafarþjónusta foreldrafélaga heyrnarlausra /-skertra barna. Liðveisla -vinátta Flest mætum við einhvern tímann á lífsleiðinni erfiðum og þung- bærum aðstæðum af ýmsum toga, en sagt er að erfiðleikarnir séu til þess að sigrast á. Það er mikið áfall að eignast “fatlað barn” því innst inni gerum við öll ráð fyrir að eignast “heilbrigð og eðlileg” börn. Það eru því ekki óeðlileg viðbrögð að finna til vonbrigða, reiði og sektarkenndar, finnast jafnvel að “fötlun” barnsins komi í veg fyrir að við getum verið stolt - en með elju, óbilandi trú, hjálp og skilningi tekst að yfirvinna þetta og sigur næst. Heyrnarleysi er ekki sýnileg “fötlun” og sumir vilja líta á heyrnarlausa barnið frábrugðið í stað þess að telja það fatlað, en það er staðreynd að einangrun heyrnarlausra er afar mikil og öll mannleg samskipti út á við ótrúlega erfið. Heyrandi for- eldrar sem eignast heyrnarlaust bam þurfa að læra nýtt tungumál og þá er ekki spurt: Hefur þú áhuga á að læra nýtt tungumál?, heldur: Þú verður að læra nýtt tungumál til að geta talað við barnið þitt. Undirrituð á heyrnarlausan dreng og þegar hann fæddist eða þegar hans heyrnarleysi greindist fyrir 18 árum síðan var þekkingarleysið mikið og vöntun á skilningi í þjóðfélaginu á heyrnarleysi. Við foreldrarnir vissum ekki sjálf hvað “heymarleysi” þýddi, við höfðum aldrei kynnst neinum sem var heyrnarlaus og þörf okkar til að tala við einhvern með þekkingu og reynslu var gífurleg, en hvert gátum við leitað varðandi liðveislu, örvun og vináttu, hver gat gefið okkur innsýn í framtíð drengsins? Margar spurning- ar hrönnuðust upp. s Eg tel að foreldrafélögin eigi að gegna þarna mikilvægu hlutverki en hvemig getum við komið upp góðri foreldraráðgjöf? Hin ýmsu foreldrafélög fatlaðra barna eru orðin mjög öflug í dag og eru enn að eflast. Árið 1991 voru stofnuð Evrópusamtök foreldra heyrnarlausra barna, FEPEDA og er Island eitt af aðildarríkjum þeirra samtaka. Sigurveig Alexandersdóttir. FEPEDA hefur frá upphafi haft mikinn áhuga á að koma á fót for- eldraráðgjöf í hverju aðildarlandi og eftir umræður á fjórða aðalfundi samtakanna í Southampton í fyrra var ákveðið að halda vinnuráðstefnu á þessu ári um “þjálfun í foreldraráð- gjöf’ eða “Training Parent Advisers” s.s. nafn hennar var á ensku. Fyrir hönd FEPEDA tóku ensku og írsku foreldrasamtökin (NDCS og NAD) að sér að skipuleggja ráðstefn- una, sem haldin var í Dublin þann 24. og 25. mars sl. Frönsku foreldrasam- tökin (ANPEDA) tóku hins vegar að sér að sjá um að útvega fjármagn frá sjóði þeim er tengist Helios II verk- efninu hjá Evrópusambandinu og þaðan kom hin ágætasta aðstoð til þessa. 80 manns sóttu ráðstefnuna frá 13 aðildarríkjum FEPEDA og voru þau auk Irlands og Islands: Frakkland, Tékkland, Portúgal, Bretland, Belgía, Austurríki, Spánn, Ítalía, Luxemborg, DanmörkogHolland. Ráðstefnan var haldin á fimm tungumálum: ensku, þýsku, frönsku, spænsku og írsku táknmáli. Undirrituð sem á sæti í fulltrúa- ráði FEPEDA fyrir hönd For- eldra- og styrktarfélags heyrnar- daufra sótti fundinn. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að safna saman því besta úr þekkingu og reynslu foreldraráðgjafar sem nota má við þjálfun í evrópskri foreldra- ráðgjöf, ennfremur að semja fram- kvæmdaáætlun sem gagnast mætti við slíka þjálfun í FEPEDA löndunum. Og til að þessu markmiði sé náð er nauðsynlegt: að skilgreina þarfir þeirra foreldra sem vilja læra að verða ráðgjafar, að deila reynslu af foreldraráðgjöf innan einstakra aðildarlanda, að útbreiða bestu vinnubrögð sem völ er á meðal foreldra sem eru að læra að verða ráðgjafar. Bæði ensku og írsku foreldrasam- tökin gáfu okkur góða innsýn í þeirra foreldraráðgjafar- þjónustu, bæði hvað varð- ar uppbyggingu og fram- kvæmd. Dr. Susan Phon- eix, sem á að baki margra ára rannsóknarstörf í sam- vinnu við samfélag heym- arlausra á Norður írlandi, sagði í erindi sem hún flutti, að rannsóknir bentu til að börn vel upplýstra foreldra sem notið hafa foreldraráðgjafar standi sig að öðru jöfnu betur í námi (á tilteknum prófum) en böm foreldra í saman- burðarhópi, sem ekki hafa fengið foreldraráðgjöf. Reynsla hvers einstakl- ings fyrstu æviárin er mik- ilvæg í mótun sjálfsmynd- ar en þessi tími er sérstak- Kastalinn góði í Dublin. 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.