Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 39
Magnús Einarsson: Hugleiðing um Bach og hinn brákaða reyr egar ég hiusta á Bach má e.t.v. segja að mjög þrungin verk með mystískum áherslum sem höfða beint til hugsunarinnar séu erfiðust og ég þarf að hlusta á þau verk oft til að skilja og sættast við seiðmagn þeirra og nefni ég þar Tónafórnina, kröftugt orgelverk og Goldberg-varíasjónimar sem dæmi. Margræðni verka Bachs getur gripið mann ofboðslega sterkt. Verk Bachs vekja vissar vonir, sér- staklega með tilliti til biblíunnar. Tón- list Bachs er mjög sérstök og ekki hægt að tala um venjulega barokktón- list þó hún sé samin á því tónlistar- skeiði og taki sinn svip af því. Hún er miklu dýpri og flóknari en t.a.m. tónlist Telemans. Konsertar Bachs em allir með fjórum laglínum hvert stef. Þar spila fiðla, selló, bassi og sembal sitt hverja laglínu þótt eitt hljóðfærið sé ráðandi hverju sinni. Stundum em konsertar útfærðir fyrir þverflautu eða óbó og þá eru þessi blásturshljóðfæri ráðandi. Niðurstaðan er stórbrotin verk sem skilja mikið eftir sig við hverja hlustun. Það þarf að venjast verkum Bachs til að kunna að meta þau. Einleiksverk eru mörg fyrir orgel eða sembal og þau krefjast mikillar hlustunar til að þau grípi. Þar fara fremstar Goldberg-variasjónimar fyr- ir sembal og tokkata og fúga fyrir orgel. Margir eru andagtugir undir þessum verkum og velta fyrir sér hvað fór fram í kolli Bachs þegar hann samdi þau. Þessi verk sem hér er minnst á krefjast fóma, ef hlustandinn vill nálgast Bach, þá meina ég aðal- lega tíma. Stærri kórverk Bachs ásamt kantötum eru mörg og má þar nefna H-mollmessu, Jóhannesarpassíu og fleira og fleira. Það er vissulega ein- faldara tónform en konsertarnir en raddirnar taka þar við fjórradda hlut- verkinu og útkoman er stórbrotin. Oft verða verkin seiðmögnuð á sérkenni- legan hátt og hvetja til íhugunar. Flest verka Bachs eru samkvæmt sögunni tileinkuð þeim mönnum Magnús Einarsson. sem hann var hirðskáld hjá. Það eru líka til skrýtnar sögur um Bach. Það ber ekki öllum heimildum saman, flestar greina frá kristnu þjóðskáldi sem var giftur og heiðvirður og átti átján börn. En sem dæmi má nefna að ein sagan segir frá manni í svörtum kufli sem labbaði inn í kirkju nokkra á messutíma og fór hamförum við orgelið. Jes.42.1-7: I þessum texta biblíunnar er fjallað um þann sem brýtur ekki brákaðan reyr, þetta er spádómur sem kannski er með öllu óskyldur þessu tema en hver veit. Eg leit á safnið mitt og hugsaði stíft: Hvað getur stærðfræðitónlist Bachs gert fyrir brákaðan reyr. Flautukon- sertar Bachs voru með mynd af kaleik Jesú og þar lá svarið, tónlist Bachs er eins og biblían, full af sögunr um kraftaverk og spádóma um betri tíð fyrir hina voluðu. Jesús Kristur er það sem Bach kennir og hann læknar brákaðan reyr. Form Bachs er mjög agað og kennir leiðina að bata hins brákaða reyrs. Heilagur andi mætir hinum brákaða reyr og í adagio mætir Bach brákaða reyrnum og huggar þar til sigurinn í lokin er lækning. Guð verður að hafa brákaðan reyr til að lækna, kennir Jesús. “I upphafi var orðið og orðið var Guð”. Bach kennir að Guð sé höfundur sem Bach sjálfur í öllu sínu veldi. hefur skapað þar til fullkomnun er náð. Verk Bachs lýsa glímu Guðs við að lækna brákaðan reyr. “Orðið varð hold”. Það er kominn lífandi í holdið! Jesús Kristur gekk um, læknaði og spáði fyrir um náðarár Drottins. Bach er sennilega einn besti fulltrúi heilags anda, túlkun hans er um formið sem vill taka að sér brákaðan reyr og lækna. Grundvallaratriðið er að form- ið tekur við brákuðum reyr og vinnur með hann þar til lækningin er komin, heilagur andi er huggarinn og vinnur á þennan hátt. Bach fer ekki endilega mildum höndum um þennan brákaða reyr, en vinnur stöðugt við hann og tónlist hans (Tónafórnin) lýsir gjöfum almættisins, brákuðum reyr, og felur Guði til þess að sköpunarverkið megi fullkomnast. Tónlist Bach má líkja við verkfæri snriðs sem síðan birtist í lækningu hins brákaða reyrs fyrir kraft Jesús Krists: Jesús var negldur á kross, kross hefur fjórar áttir og er miðpunktur hins mikla denrants Guðs. Tónlist Bachs er því hreint meðal fyrir brákaðan reyr. Heimspeki má lesa úr verkum Bachs og jafnvel stærðfræði. Oft er eins og Bach setji fram fullyrð- ingu í fyrsta kafla verks og vinni síðan úr henni þar til lausnin blasir við í sig- urhljómi síðasta tóns. Það er umdeil- anlegt hvort hann er þarna með bók- staf, tölu eða bara hljóm. Flestir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.