Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 17
Jolee Margaret Crane:
Fyrir tíma
Mig langar í þessari grein að
segja frá því hvernig það var
fyrir alblinda stúlku að fara í háskóla
í Bandaríkjunum árið 1960. Það er
töluvert öðruvísi en nú er, auk þess
sem bandaríska skólakerfið er
öðruvísi en hér. Ég er fædd í New Jer-
sey en uppalin í New-Yorkríki og
gekk þar í háskóla. Ég sótti um
skólavist og fékk jákvætt svar í mars
árið 1960. í framhaldi af því varð ég
að hafa samband við þá sem sáu um
skólamál blindra í New-Yorkríki.
New-Yorkríki greiddi skólagjöldin og
síðar bækurnar. Það var þó ekki
sjálfgefið og þurfti ég að uppfylla
ýmsar kröfur áður en greiðslan var
samþykkt. Foreldrar mínir urðu að
skila inn efnahagsskýrslu og síðan var
metið hvað þau gætu greitt af þeim
kostnaði sem fylgir því að fara í
háskóla, t.d. heimavistargjöld og
máltíðir. Einnig þurfti ég að stunda
hagnýtt nám, þ.e. læra eitthvað sem
ég gæti síðar unnið við. Ég hafði t.d.
áhuga á að fara í tungumálanám til
þess að vinna síðar við þýðingar en
það fékkst ekki samþykkt. Þá var mér
bent á að félagsfræði væri hagnýt
grein fyrir blinda og ég féllst á það.
Ég fékk í hendur spurningalista sem
ég átti að leggja fyrir einn sjáandi og
einn blindan félagsráðgjafa. Þama var
m.a. að finna spurningar eins og
hvemig líkarþér starfið o.s.frv.? Þetta
var gert til þess að ég áttaði mig betur
á því hvað ég væri að fara út í.
Ein af þeim kröfum sem gerðar
voru til mín var sú að ég færi um
sumarið í endurhæfingu í Blindra-
félaginu í New-York (Lighthouse).
Þarna var ég látin læra og gera ýmsa
hluti sem ég hef aldrei gert, hvorki
fyrr né síðar, eins og t.d. að byggja
turna úr kubbum og laga hurðarhúna.
Þarna lærði ég líka að ganga úti með
hvíta stafinn og það hefur vissulega
komið mér að miklu gagni. Þá var sú
krafa gerð að ég sendi New-Yorkríki
mánaðarlega skýrslu um það hvernig
mér gengi í skólanum. Þeir fylgdust
mjög vel með og fengu m.a. einkunn-
imar sendar beint frá skólanum. Aður
tölvunnar
en skólinn byrjaði á haustin þurfti ég
sjálf að hafa upp á kennurunum og
komast að því hvaða bækur yrðu
notaðar í hverju fagi, og sjá sjálf urn
að verða mér úti um þær á aðgengi-
legu formi fyrir mig. Ef ég fékk
bækumar nógu fljótt var hægt að lesa
þær inn á þunnar plötur áður en skól-
inn byrjaði, en annars tók innlestur
hverrar bókar um 6 vikur og oft fékk
ég þær sendar í pörtum (tvær til þrjár
plötur í einu). Á þeim tíma fékk ég
engar bækur á blindraletri nema þá
helst skáldsögur, þær voru allar á
plötum eða lesnar jafnóðum fyrir
mig. New-Yorkríki veitti mér 500
dollara fjárveitingu árlega til þess að
borga samnemendum mínum fyrir að
lesa námsbækurnar fyrir mig. Sam-
nemendumir fengu eyðublöð þar sem
þeir áttu að skrifa inn túnafjöldann
og dagana og síðan fengu þeir greitt
eftir hverja önn. Seinna var farið að
greiða þeim mánaðarlega.
egar skólinn byrjaði hafði ég
ekki lært að rata um skólalóðina
þannig að samnemendur mínir hjálp-
uðu mér á milli húsa t.d. yfir grasflatir
og opin bílaplön. Síðar útbjó vinur
föður míns fyrir mig kort af svæðinu
og ég lærði að rata eftir því. Seinna
um veturinn kom svo mikill snjór að
nemendur gátu ekki lengur stytt sér
leið yfir grasið og bílaplönin.
New-Yorkríki skyldaði þá nem-
endur sem fengu skólagjöldin greidd
til þess að finna sér sumarvinnu. Ég
vann í þrjú surnur á meðan ég var í
háskólanum. Fyrsta sumarið útvegaði
New-Yorkríki mér sjálfboðastarf í
Blindrafélagi í New-York við að
merkja möppur félagsmanna með
blindraletri. Ég átti einungis að skrifa
nafn hvers félagsmanns á möppuna
hans. Annað sumarið vann ég á síma-
skiptiborði og þriðja sumarið vann ég
við að vélrita eftir segulbandi. Tvö
síðarnefndu störfin útvegaði ég mér
sjálf og þau voru að sjálfsögðu laun-
uð. Ég hef svo margt að segja um há-
skólagöngu rnína að það gæti fyllt
heila bók. Ég gæti t.d. sagt frá því
þegar deildarstjóri félagsmáladeildar
háskólans treysti mér ekki til þess að
hafa einhvern til að lesa fyrir mig
prófin. Flann hélt að ég hefði meiri
möguleika á því að svindla. Ég átti í
miklum samstarfserfiðleikum við
þennan deildarstjóra, en sem betur fer
var hann rekinn frá störfum við deild-
ina síðasta árið sem ég var í skólanum.
En ég átti líka mínar gleðistundir í
skólanum og þetta var alls ekki ein-
tómt puð. Ég fékk strax inngöngu í
háskólakórinn og þar söng ég eftir
eyranu. Ég söng m.a. með kórnum
Sálumessu Mozarts. Einnig fór ég með
kórfélögum og nemendum í ýmis
ferðalög.
Með þessu vil ég leggja áherslu á
að ég þurfti að hafa töluvert
meira fyrir hlutunum en nú er. Þó þetta
hafi oft verið erfitt þá öðlaðist ég líka
reynslu sem hefur nýst mér gegnum
tíðina. Kassettutækið kom t.d. ekki á
almennan markað fyrr en síðasta árið
mitt í skólanum, og auðvitað voru
engar tölvur til fyrir almenna notendur.
Ég vélritaði allar mínar ritgerðir á
svartletur og þegar ég hafði lokið þeim
var ég búin að fá mig fullsadda af efni
þeirra. Þrátt fyrir þetta útskrifaðist ég
úr skólanum á tilsettum tíma, eða á
fjórum árum. Einkunnir mínar voru
ekkert sérstaklega háar en ég náði öll-
um prófunum og útskrifaðist athuga-
semdalaust úr Adelphi University með
BA-gráðu í félagsfræði og félags-
ráðgjöf.
I dag bý ég í húsi Blindrafélagsins
að Hamrahlíð 17 og vinn á vinnustofu
þess. Ég kom til Islands árið 1967,
giftist og eignaðist eina dóttur. Við
skildum að vísu árið 1975 og ég hef
unnið á Blindravinnustofunni frá
haustinu 1985. Þá hef ég einnig starfað
töluvert að félagsmálum í Blindra-
félaginu og í kaþólska söfnuðinum.
Jolee Margaret Crane
Ágústa Gunnarsd. aðstoðaði.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
17