Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 9
lega áhættusamur fyrir heyrnarlaus
börn heyrandi foreldra, þar sem jafn-
framt því að foreldramir eru að takast
á við það áfall sem fylgir því að
eignast heyrnarlaust barn eiga einnig
í erfiðleikum með samskipti við barn-
ið, þar sem ekki er fyrir hendi neitt
sameiginlegt mál.
Dr. Phoneix skýrði einnig frá því
að ekki hafi verið skilgreind nein ein
forskrift öðrum betri, sem tekur til
breytinga á aðstæðum heyrnarlausa
barnsins til hins fullorðna, velmennt-
aða, heyrnarlausa karls/konu.
Veronica Rattray frá Bretlandi á
heyrnarlausan uppkominn son.
Hún er nú ráðgjafi hjá NDCS (bresku
foreldrasamtökunum) og sagðist nú
veita foreldrum þann stuðning og
ráðgjöf sem hún hefði haft þörf fyrir.
“Ég hafði svo margar spurningar þeg-
ar sonur minn greindist heyrnarlaus,
en ég hafði engan til að leita til og í
dag er ég mjög stolt yfir að vera for-
eldraráðgjafi.” Foreldraráðgjöf er
fólgin í hughreystingu og að kunna
þá list að hlusta. Einnig að geta að-
stoðað foreldrana við að leita svara
við spurningum sínum annars staðar,
t.d. hvað varðar læknisfræðilega og
tæknilega þjónustu, gefa upplýsingar
um tryggingakerfið og félagslega
þjónustu og að gefa innsýn í hvað er í
boði varðandi menntun, þannig að til-
veran verði bærilegri í andstreynri.
Foreldrum sem orðið hafa fyrir
áfalli, þar sem draunrarnir um framtíð
barnsins hafa ekki gengið eftir, hættir
til nrikilla vonbrigða og reiði og þeim
er nauðsynlegt að deila reynslu og
tilfinningum með öðrum foreldrum
heyrnarlausra barna, þannig að þeim
verði ljóst að þeir eru ekki einir á báti,
sagði Veronica Rattray.
Þessi vinnuráðstefna var í alla
staði mjög fróðleg. írsku for-
eldrasamtökin tóku síðan að sér að
vinna úr gögnum fundarins í hendur
stjórnar FEPEDA sem síðan ætlar að
kynna verkefnið Leonardsnefndinni
hjá Evrópusambandinu í sumar í von
um fjárhagslegan stuðning.
Að mínu mati er hér um mjög
áhugavert framtak að ræða og það er
von okkar allra að slík ráðgjöf eigi
eftir að líta dagsins ljós í sem flestum
löndum FEPEDA.
Sigurveig Alexandersdóttir
Rúnar Kristjánsson:
- Fallaskil -
Ó, þjóðin min - ég þarf að segja frá
og þú sem ert á hraðans villtu braut,
ó, viltu bíða og hlusta orð mín á,
ég ætla að flytja Ijóð um reynsluþraut.
Það drekka flestir sína móðurmjólk
en mörgum gengur erfiðlega að skilja
það kærleiksboð - að styðja fatlað fóik
sem frelsi þráir af svo sterkum vilja.
xxxxxxxx
Það þarf að losa um hömlur hér og þar
og horfa í trú og von til framtíðar
sem breytir því sem andstætt er í vil
og orsakar hin réttu fallaskil.
Það má ei láta ótta eyða trú
á allt það verk sem fyrir hendi er nú.
Á hverjum degi þarf að vinna vel
og vekja upp hið sanna kærleiksþel.
Það hefur skort á skilning alla tíð
á sköpum þeim sem herða daglegt stríð.
En ef við vinnum vel að málum þeim
þá veit ég að það bætir þennan heim.
Ó, þjóðin mín - ég veit þú verður trú
í verkum þeim sem sterkast kalla nú,
að stuðla að því að styrkja veika hönd
svo starfsleg orka sé ei hneppt í bönd.
Því eitt er nauðsyn öllum hér á jörð
að efla samhug vígðan friðargjörð.
Það þarf að horfa nýrra tíma til
og takast á við lífsins fallaskil.
í bæn og trú skal ryðja rétta braut
og ráða fram úr hverri tímans þraut.
Og byggja upp traustan mannlífs sigursjóð
til sæmdar okkar smáu norðurþjóð.
Sú hugsjón ein sem framtíð fagra sér
á frelsi það sem öllum gæfu ber.
Hún byggir upp og hækkar hjartans yl,
í henni sjást hin réttu fallaskil.
Rúnar Kristjánsson, Skagaströnd.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9