Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 19
Ferðalangar í formi góðu. Eygló Ebba í miðju. Eygló Ebba Hreinsdóttir: Ferð um Snæfellsnes að var ákveðið að fara í þriggja daga ferð um Snæfellsnes. Þau sem fóru voru: Ebba (undirrituð), Jonni, Ema og Gunnar. Gunnar var bflstjórinn, Ema leiðsögumaður, Ebba og Jonni farþegar. Fyrsti dagur Það var dálítill suddi þegar við lögðum af stað á Nesið, þriðjudaginn 22. ágúst. Við fórum fyrst upp á Akranes með Akraborginni og þegar við komum í Borgames fór sólin að sjást. Fyrst var skoðaður Skallagríms- garðurinn sem er mjög fallegur, síðan var haldið sem leið lá í Gerðuberg sem er mjög sérstakt stuðlaberg, tignarlegt og fallegt, það stendur við Rauðamel, sem við skoðuðum einnig. Nú var sólin farin að skína á okkur og það hélt hún áfram að gera alla ferðina og hitinn var þokkalegur. Afram héldum við að Ölkeldu í Staðarsveit, sem er uppspretta, en vatnið er líkast sóda- vatni á bragðið. Þegar við komum að Búðum voru allir orðnir kaffiþyrstir svo við fengum okkur sopa og skoð- uðum okkur síðan um á þessum fallega stað. Næst lá leið okkar í Rauðfeldargjá, sem segja má að kljúfi Botnsfellið næstum, hún er stórfengleg og það er eins og að ganga inn í ævintýraheim að ganga inn í fjallið og það er ákaflega skemmtilegt. Þegar við komum að Arnarstapa um kvöldið voru allir orðnir þreyttir og svangir eftir skemmtilegan og góðan dag, og hvíldumst við því og snæddum. Bærinn sem við gistum á heitir Snjó- fell, þar er fallegur burstabær sem í er veitingasala. Þama ræður nú aftur ríkum Bárður Snæfellsás og er af honum mikil stytta úr íslensku grjóti og er þetta eitt af síðustu verkum Ragnars Kjartansson- ar myndhöggvara, en þess má geta að Bárður var landnámsmaður á Snæ- fellsnesi. Á Snjófelli er mjög fallegt og öll herbergin heita einhverju nafni t.d. Helguhvíla og Bárðarból. Um kvöldið var Bárður skoðaður og Sölvahamar og hann klifinn. Fóru allir þangað nema undirrituð, sem sat undir hamrinum og át ber, en af þeim var krökkt á hverju lyngi. Annar dagur Nú var dagur runninn og við byrj- uðum á að skoða okkur um á Arnar- stapa og þar er af nógu að taka enda staðurinn ægifallegur. Ferðinni var svo haldið áfram og næsti viðkomu- staður var Hellnar, þar var eitt sinn útgerð og þar er bryggja, ásamt fallegum klettum og hellum. Næst var ferðinni heitið að Lóndröngum og gengið að þeim, þeir skoðaðir í krók og kring af mikilli aðdáun en þeir eru skrítnir og skemmtilegir og trjóna upp í loftið. Síðan var haldið sem leið lá að Djúpalónssandi sem er sérstakur að gerð frá náttúrunnar hendi, en þarna er eina ferskvatnið á stóru svæði, og þangað var farið frá Dritvík sem var mikið sjósóknarpláss en vatnslaust og kflómeterinn sem er þar á milli er erfið leið. Þegar við komum til Ólafsvíkur voru allir þyrstir og var ákveðið að fá sér öl, síðan haldið í Stykkishólm og þar snæddur dýrðlegur kvöldverður á Hótel Stykkishólmi og síðan gist í Egilshúsi sem er gamalt og virðulegt timburhús. Þriðji dagur Frá Stykkishólmi fórum við í bátsferð um eyjamar í kring. Eyjarnar voru lengi taldar óteljandi en nú er talið að þær séu um þrjú þúsund talsins. I bátnum vom líka krakkar úr Mývatnssveit og kennari þeirra. I ferðinni var 1 íka boðið upp á skelfisk sem var veiddur á staðnum og var mjög góður, en Jonni vildi hann ekki, svo ég fékk bara meira fyrir bragðið. Þegar við komum aftur í Hólminn, fórum við upp á stóran klett sem er við höfnina og eru tröppur upp á hann og þrepin eru 60 talsins og þegar maður er kominn upp þær er maður kominn upp erfiðasta hjallann. Síðan var haldið heim á leið eftir vel heppnaða ferð á Snæfellsnes og kom- ið í bæinn um kl. 19.30 um kvöldið. Eygló Ebba Hreinsdóttir, Hátúni 10, Rvk. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.