Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 43
þegar búið var að gera á honum bak- aðgerð mikla, kom í ljós að hann var hálsbrotinn og báðar pípur vinstra framhandleggs voru brotnar og aftur fór hann í uppskurð enn meiri og í raun þá upp á líf og dauða. Eftir vist á Borgarspítala fór hann upp á Grensás- deild og var þar í u.þ.b. eitt og hálft ár og síðan lá leiðin heim. Hann hefur samt oft farið eftir það bæði á Land- spítala og Borgarspítala, upp á Reykjalund og í Sjálfsbjargarhúsið Hátúni 12, m.a. meðan verið var að gera lagfæringar heima á Háaleitis- brautinni sem gerðu honum lífið léttara. Og nú er hjólastóllinn hans fasti fylginautur og Albert kveður þetta mikla og örðuga lífsreynslu m.a. það að hverfa frá fullu starfi og þurfa að búa við allt aðrar aðstæður á ýmsa lund. Það hefur þó í engu bugað Albert, en oft hefur hann orðið fyrir vonbrigðum með margt og fullyrðir hiklaust að sumt fólk, sem við bæði umönnun og ráðgjöf fæst, ætti aldrei að koma nálægt slíkum störfum. Hann minnir á grein sem hann reit í Morg- unblaðið á sínum tíma sem hann kall- aði: Sál sjúkrahúsa, þar sem hann m.a. sagði, að þeir sem yrðu að dvelja á stofnunum, ættu að hafa rétt til að hafna því fólki, sem þeim félli alls ekki við og sá réttur ætti gagnkvæmur að vera. En þegar við víkjum svo að skammtímavistuninni í Hátúni 12 þá sagðist Albert hafa verið þar þrisvar á öllum hæðum: þriðju, fjórðu og fimmtu í þessari röð enda alltaf á uppleið. Auðvitað var þar allmikill munur á eftir hæðum, en á þeirri fimmtu átti hann bezta dvöl. Dvölin hefur komið sér afskaplega vel og Albert telur hana í raun skilyrði þess fyrir mann eins og hann til að geta lifað sjálfstæðu lífi, haldið heimilinu gangandi, því annars mundi eigin- konan ekki halda það út að vera undir þeim ofurþrýstingi endalaust að bera svo ríka ábyrgð á öðrum en sjálfri sér. Þessi möguleiki gerir það ekki ein- ungis kleift að einstaklingar geti verið heima hjá sér heldur sparar þetta hinu opinbera stórfé miðað við stofnana- vistun. Svo er þetta bráðnauðsynlegt fyrir andlegu hliðina einnig, segir Albert. Svona dvöl er svo sem enginn dans á rósum, þó allur aðbúnaður sé með ágætum og allt sé gert sem unnt er. Auðvitað þarf þetta að vera þannig að fólk finni sig eins og heima hjá sér, segir Albert og starfsfólk allt verður að muna að það er þarna fyrir dvalar- gesti ekki fyrir sjálft sig og sem betur fer gildir það oftast. Eiginkonan skildi þau skýru boð eftir, að einmitt dvöl af þessu tagi geri henni lífið bærilegra, því ef aldrei væri upprof, aldrei unnt að fara frá, aldrei um frjálst höfuð strokið, þá komi óöryggið og ofurþreytan í kjölfarið. Sérstaka kveðju og þökk færir hún Guðrúnu Erlu fyrir næman skilning og ágæt samskipti við þau hjón. Albert er að ferðbúast - Ferða- þjónustan er að sækja hann, þjálfunin verður að hafa sinn gang og lokaorð hans eru: Skammtímavistun er ómet- anleg þeim mörgu sem þangað sækja. Og mundi hér nú hæfa amen eftir efninu. H.S. Bréf frá Ágæti ritstjóri! Um leið og ég þakka fyrir gott og fræðandi Fréttabréf þá sendi ég þér eftirfarandi erindi sem óskast birt í næsta blaði, en hvati skrifanna er umfjöllun þín um hækkun bóta almannatrygginga samkv. reglugerð nr. 184 hinn 17/3 sl., í kjölfar kjara- samninganna á almennum vinnu- markaði. Upphaf þessa máls er eftirfarandi ályktun aðalfundar Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrennis, sem send var fjölmiðlum og fleirum, svohljóðandi: „Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrennis haldinn fimmtudaginn 6. apríl 1995, mótmælir harðlega setningu reglu- gerðar Sighvats Björgvinssonar, heil- brigðisráðherra, nr. 184 17/3 1995, um hækkun bóta almannatrygg- inga um aðeins 4,8%, því með út- gáfu hennar eru þverbrotin ákvæði 65. gr. almannatryggingalaga, sem Braga Halldórssyni á Akureyri Bragi Halldórsson. kveða á um að bætur hækki í sam- ræmi við breytingar sem verða á vikukaupi. Samningar almennu stéttarfélag- anna, sem miðað er við, kváðu á um hækkun mánaðarlauna um kr. 2.700 kr. auk þess sem hækka skyldi þau laun um kr. 100 fyrir hverjar kr. 4.000 sem taxtinn væri lægri en kr. 84.000. Fjórir bótaflokkar trygginganna, grunnlífeyrir, tekjutrygging, heimilis- uppbót og sérstök heimilisuppbót voru í febrúar kr. 48.028 og áttu því að hækka samkvæmt lögum um kr. 2.700 auk kr. 900 af láglaunauppbót- inni, eða um kr. 3.600 samtals. Reglugerðin skilar aðeins kr. 2.306 og hirðir því ríkisstjórnin kr. 394 af launataxtahækkuninni og alla láglaunahækkunina eða samtals kr. 1.294 og er það 36% þeirrar hækkunar sem falla átti í hlut lífeyrisþega. Aðalfundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til stjórna Öryrkja- bandalagsins og Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, að þær nú þegar, kæri mál þetta til umboðsmanns Alþingis, sem brot framkvæmda- valdsins á skilyrtum ákvæðum Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.