Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 20
Svipmynd af samferðamanni: Yiðtal við Sigurbjörgu / Armannsdóttur forystukonu í MS félaginu til fjölda ára Nú á dögunum var nýtt og glæsi- legt hús MS félagsins tekið í notkun við Sléttuveg nr 5. Með tilkomu þessa húss rýmkast heldur betur um starfsemi MS fé- lagsins og öll aðstaða fyrir MS sjúkl- inga batnar mikið. Þetta hús er einnig merki þess að margir hafa unnið sam- an ötult starf og margir lagt hönd á plóginn. Ekki alls fyrir löngu hitti ég unga konu sem talsvert hefur komið nálægt starfsemi MS félagsins. Það er Sigurbjörg Ármannsdóttir, Aust- firðingur í húð og hár en alin upp í Hafnarfirði. Sigurbjörg gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðan í Flensborg. Þegar hún var komin í 4. bekk í Flensborg og búin að ákveða að fara í Kennaraskólann veiktist hún. Eg spurði Sigurbjörgu hvernig þessi veikindi hefði borið að? “Ég byrjaði að dofna í fótum, úthald fór minnkandi og samhæfing hugar og handa fór þverrandi, sömu- leiðis átti ég erfitt með gang.” Segðu mér Sigurbjörg, hvað gerir 16 ára stúlka sem veikist svona? “Hún gerir það sem henni er ráð- lagt af læknum og heldur kyrru fyrir í rúminu. Það var slæmt að geta ekki lesið, því ég varð að hvíla augun, en aldrei efaðist ég eina stund um að mér mundi batna. Þetta fyrsta kast sem ég fékk var 3 mánuði að ganga yfir, ég var nokkuð fljót að jafna mig og fór í Kennaraskólann” Hvernig gekk svo skólagangan? “Hún gekk vel í nokkra mánuði, en þá fór ég að fá einkenni sem ég þekkti og uppúr því veiktist ég aftur. Þetta annað kast kostaði mig 8 mánuði í rúminu. Og aftur efaðist ég aldrei um að mér mundi batna,”, segir Sigur- Sigurbjörg Ármannsdóttir. björg. Sigurbjörg fór ekki aftur í Kennaraskólann eftir þetta, en lærði snyrtingu. Á þessum tíma var ekki búið að greina Sigurbjörgu með MS sjúkdóm “Ég er fegin að þá vissi ég ekki að ég var með ólæknandi sjúkdóm,”segir hún. Svo liðu 5 ár án einkenna eða veikinda. Sigurbjörg vann í Apóteki Hafnarfjarðar um árabil. Hætti því og setti þá upp eigin snyrtivöruverslun. Rak hana sjálf og sá um hana að öllu leyti. “Dag einn þegar ég var í búðinni hringdi síminn, það var Kjartan R. Guðmundsson læknir sem fyrstur rannsakaði MS sjúkdóminn á Islandi. Hann spurði mig bara sí svona hvort hann mætti skoða mig. Og þar sem ég vissi ekki í fyrstu hver þetta var, hélt ég nú ekki. En eftir að málin höfðu verið útskýrð féllst ég á að hitta hann.” Sigurbjörg sagði að Kjartan hefði verið mjög ánægður hversu vel hún hefði náð sér eftir þessi veikindi sem þá voru kölluð vírus. Sigurbjörg segir mér að það hafi verið Sverrir Bergmann læknir sem árið 1974 segir henni að hún sé með MS sjúkdóm. Þar sem ég sit á móti þessari konu við eldhúsborðið hennar, fullfrísk og kenni mér hvergi meins, ímynda ég mér að á því augnabliki hljóti að hafa hrikt í öryggisstoðunum í lífi hennar og að hún hafi jafnvel átt erfitt með að greina ljós framundan. Svo ég spyr, hvernig hafi verið að fá þær fréttir að vera með ólæknandi sjúkdóm? Hún svarar: “Þetta breytti lífi mínu, en skemmdi það ekki.” Þetta svar kom algerlega óhikað og blátt áfram og sagði mér meira um þessa konu en hægt er að segja frá í einu svona viðtali. Árið 1973 kynnist Sigurbjörg eig- inmanni sínum. Og rúmu ári eftir það fóru einkenni að koma í ljós sem Sigurbjörg þekkti vel. Og veikindin koma aftur hægt og sígandi. Hún dvaldi um þetta leyti nokkra mánuði á Reykjalundi. En aldrei lét Sigur- björg hugfallast, var full bjartsýni og þau hjónin stofnuðu sitt eigið heimili 1974. Og 1977 fæddistþeim lítill sól- argeisli, sonur sem skírður var Ármann. Sverrir Bergmann, læknir sagði Sigurbjörgu frá MS félaginu og 1977 er hún orðin virkur félagi. “Ég var í skemmtinefndum og varamaður í stjórn, og frá 1984 þar til í maí sl. var ég ritari félagsins. Sem stjórnarmaður tók ég þátt í að koma á laggirnar fræðslu- og stuðningshóp fyrir nýgreinda MS sjúkhnga. Og til að byrja með höfðum við Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi urnsjón með því starfi. En Hafdís er einnig aðalfulltrúi félagsins í stjóm Öryrkja- bandalags íslands. Ég er einnig vara- fulltrúi félagsins í stjórn Öryrkja- 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.