Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 21
Sigurbjörg með sínum bandalags íslands og hef verið í mörg ár, og núna er ég í vinnuhóp á vegum bandalagsins sem vinnur að gerð nýrrar stefnuskrár þess. Þetta er ákaflega skemmtilegt verkefni. Öryrkjabandalagið eru regnhlífa- samtök fyrir félög fatlaðra og hags- munasamtök fatlaðs fólks. Það er von okkar sem erum að vinna saman að ÖBI verði í framtíðinni ennþá sterkara og geti þar af leiðandi hat't mun meiri áhrif til heilla fyrir það umhverfi sem fötluðum verður búið.” Sigurbjörg segir einnig að það sé mikill styrkur fyrir fatlaða að eiga sér sameiginlegan og öflugan málsvara. Hægt er að nefna sem dæmi í trygginga-, ferli-, menntunar- og húsnæðismálum. “Ég get ekki látið hjá líða að minnast á það frábæra fólk sem vinnur hjá Öryrkjabandalagi Islands og hvernig þau reyna að leysa vanda þeirra sem þangað leita.” Eg bið Sigurbjörgu um að segja mér ofurlítið frá MS félaginu, hvernig það var þegar hún settist í stjórn þess? “A þeim tíma var félagið ekki fjöl- mennt, reyndar ekki margir í því fyrir utan sjúklinga og aðstandendur þeirra. Okkur þótti nauðsynlegt að kynna sjúkdóminn og félagið betur. Fyrst fengum við lánað húsnæði hjá Krabbameinsfélaginu og opnuðum símaþjónustu 2 tíma í viku, þangað gat fólk leitað eftir upplýsingum og aðstoð.” Sigurbjörg sinnti þessu starfi mjög mikið ásamt öðrum. Fljótlega vaknaði sá draumur að finna húsnæði fyrir félagið og opna þjónustu fyrir góðu ferfættu vinum. MS sjúklinga. Stjómin hófst handa, talaði við ýmsa ráðamenn og skrifaði líknarfélögum. Það var svo þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, sem tók röggsamlega á málunum. Keypti borgin hús að Alandi 13, sem gerði okkur kleift að hefja starfsemina. Sigurbjörg nýtir sér dagvistina og þá sjúkraþjálfun sem þar býðst og segir að stórkostlegt sé hverju þetta félag hefur áorkað. Og vill taka fram að allsstaðar þar sem félagið hefur knúið dyra hefur það mætt mikilli góðvild. Og ekki má gleyma þætti Helga Seljan, hann hefur verið félag- inu mikil hjálparhella. Ég tel að á engan sé hallað þó ég segi að án hans væri félagið ekki statt þar sem það er í dag. “Og eftir níu ára ágæta vist í Alandinu erum við nú komin í nýja húsið. Því er ekki að leyna að þar bar á skugga fyrir mig persónulega, þar sem aukaaðalfundur var haldinn mán- uði fyrir vígslu og þar kom í ljós að fyrrverandi samstarfsfólk mitt óskaði ekki lengur eftir starfskröftum mínum í þágu félagsins. Ég kýs sem minnst um það að tala þó vissulega væri það mjög sárt. En það er framtíðin sem Hlerað í hornum „Ég er víst neyddur til að taka yður blóð, Andrés minn“, sagði læknirinn. „Það getið þér ekki, það er á nafni konunnar minnar“. * Frú Anna er gagnstætt manni sínum mjög dugleg. Jósep er líka stoltur af henni. „Hugsaðu þér bara“, sagði máli skiptir og vonandi ber félagið mitt gæfu til eindrægni þar sem öllum er gefið tækifæri sem leggja vilja hönd á plóg. Félag sem þegið hefur tugi milljóna af almannafé - bæði frá ríki og borg auk þess sem fjölmörg líkn- arfélög hafa styrkt það mjög rausn- arlega, má aldrei verða upptekið af innbyrðis deilum hvað þá persónu- legum valdasjónarmiðum. Það felur ógæfuna í sér og því vona ég að allt verði gott á ný, svo félagið megi í einingu og sátt sinna mikilvægum verkefnum sínum.” Nú þegar ég er að fara að kveðja Sigurbjörgu og þakka henni hlýjar móttökur með heitri eplaköku, þeyttum rjóma og góðu kaffi, spyr ég hana að lokum hvað hún sé að gera og hvort hún eigi jafnvel eftir að sinna trúnaðarstörfum aftur fyrir MS félagið? “Ég sé um heimilið okkar, en við byggðum hentugt húsnæði fyrir 6 árum, því ekki var hægt að vera í hjólastól á annarri hæð í blokk. Ég vinn einnig talsvert í garðinum og rækta hann í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Og hvað varðar MS fé- lagið sé ég með tilkomu þessa nýja og glæsilega húss möguleika á óþrjót- andi uppbyggingastarfi. Sjúkra- og iðjuþjálfun má stórauka og möguleik- amir á að sinna hverjum og einum sjúklingi betur og finna þeim verðug og áhugaverð verkefni við hæfi stóraukast. Einnig skapar þetta mögu- leika á öflugu fræðslu- og upplýsinga- starfi fyrir alla félagsmenn. Ég sé fyrir mér að með góðri samvinnu manna á milli væri t.d. hægt að halda ýmiss konar námskeið og koma þannig til móts við þarfir fólks til að auka menntun sína og víðsýni. Og ég verð alltaf tilbúin að leggja mitt af mörkum félaginu til góða. Þetta hefur það lengi verið snar þáttur í lífi mínu.” Margrét Guðmundsdóttir. hann við vin sinn Jakob. „Fyrri hluta dagsins vinnur konan mín á skrifstofu, seinni hlutann og á kvöldin er hún við aðgöngumiðasölu. Og þegar hún hættir þar. spilar hún á slaghörpu á næturskemmtunum“. „En hvenær sefur hún þá?“ spurði Jakob. „Það gerir hún nokkrar klukkustundir um miðjan daginn í sýningarglugga sem auglýsing fyrir náttföt". FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.