Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Síða 5
Tómas Helgason form. stjórnar Hússjóðs: AFMÆLIS K VEÐ J A TIL HÚSNÆÐISSTOFNUNAR Fjörutíu ár eru liðin frá því lög um húsnæðismálastjóm, veð- lán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis voru sett. A þeim tíma var nauðsynlegt að leggja áherslu á síðasta lið fyrir- sagnarinnar, útrýmingu heilsuspill- andi húsnæðis, ekki hvað síst í Reykjavík. Hingað hafði flykkst fólk síðan á stríðsárunum, þrátt fyrir skort á húsnæði. Til þess að hafa þak yfir höfuðið urðu margir að búa í kjöllurum, háaloftum, bröggum og öðru bráðabirgðahús- næði, sem var með öllu ófull- nægjandiogoftskaðlegtheilsu. A árunum 1952 og 1953 var ég aðstoðarlæknir borgarlæknisins í Reykjavík og skoðaði þá ásamt öðrum starfsmönnum embættisins hundruð slíkra íbúða fyrir fólk, sem þurfti læknisvottorð unt ástand íbúða sinna til að geta fengið svo- kölluð smáíbúðalán. Astand margra þessara íbúða var með slíkum ólíkindum að fæstir geta nú gert sér grein fyrir því. Þó að mikið af framförum síðustu áratuga megi þakka aukinni velmegun og hag- vexti, er ekki vafi á því að lögin um húsnæðismálastjórn og Húsnæðis- stofnun ríkisins skiptu sköpum fyrir þá sem bjuggu í heilsuspillandi húsnæði. • • Oryrkjar voru þó verst settir. Til þess að mæta þörfum þeirra fékk stofnunin heimild á ár- inu 1965 til að veita Öryrkjabanda- lagi íslands lán til að byggja leigu- húsnæði. Arið eftir var Hússjóður Öryrkjabandalagsins settur á lagg- irnar sem sjálfseignarstofnun. Nokkur félaga Öryrkjabanda- lagsins lögðu fram 100.000,- kr. framlag samtals sem stofnfé. Undir forystu Odds heitins Ólafssonar yfirlæknis og síðar alþingismanns Tómas Helgason. var þegar hafist handa um hönnun bygginga Hússjóðsins að Hátúni 10 í Reykjavík. Á árinu 1968 veitti Húsnæðisstofnun Hússjóðnum fyrstu lánin vegna íbúða í Hátúni 10. Þá hófst farsælt samstarf sem staðið hefur allar götur síðan og aldrei borið skugga á. Stjórn og framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins ásamt öðrum starfs- mönnum hennar hafajafnan lagt sig í framkróka um að greiða fyrir lánsumsóknum Hússjóðsins hvar á landinu sem sjóðurinn hefur þurft að kaupa íbúðir. Með hagstæðum lánum frá Húsnæðisstofnun og á síðustu árum með hlutdeild Öryrkjabandalagsins í Iottóhagnaði hefur Hússjóðurinn nú eignast um 500 íbúðir sem leigðar eru öryrkj- um gegn viðráðanlegri leigu. For- senda slíkra leigukjara er auðvitað sérstök vaxtakjör, sem Húsnæð- isstofnunin getur veitt vegna íbúða fyrir öryrkja. rátt fyrir þetta vantar enn íbúðir fyrir mikinntjöldafatl- aðra, sérstaklega þá sem þurfa umönnun eða liðveislu við heim- ilishald sitt til að geta búið sjálf- stætt. Kostnað vegna slíkrar um- önnunar eða liðveislu verða sveit- arfélög eða svæðisskrifstofur fatl- aðra að greiða. Því miður vantar verulega á að nægjanlegt fé sé áætl- að til þessarar starfsemi. Stefna Hússjóðsins í íbúða- byggingum og kaupum er fyrst og fremst að afla húsnæðis sem hægt er að leigja fötluðum á hagstæðum kjörum og stuðla þannig að jafnrétti íþjóðfélaginu. Til þess að ná þessu markmiði þarf annars vegar að dreifa íbúðum öryrkja sem víðast svo að samgangur verði eðlilegur milli allra þegna þjóðfélagsins. Hins vegar þarf að veita fötluðum og fjölskyldum þeirra valfrelsi, þannig að þeir sem finna til öryggis af að búa nálægt öðrum sem eiga við svipaðan vanda að etja geti átt kost á því og þá átt greiðari aðgang að skyndihjálp húsvarðar eða umsjónarmanns. Þrátt fyrir þann íbúðafjölda, sem Hússjóður Öryrkjabandalagsins á nú þegar, þarf hann enn að eignast nokkur hundruð íbúðir um allt land á næstu árum svo að hægt sé að bjóða fötl- uðum sem nú þegar eru á biðlista mannsæmandi húsnæði. Til þess að það megi takast þarf frekari fyrir- greiðslu Húsnæðisstofnunar ríkis- ins um ókomin ár. Af nærri 30 ára reynslu horfi ég bjartsýnn til áframhaldandi sam- starfs Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins og Húsnæðisstofnunar ríkisins og flyt stjórn hennar, fram- kvæmdastjóra og öðru starfsfólki bestu ámaðaróskir á þessum tíma- mótum og þakkir fyrir samstarfið á liðnum árum. Tómas Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.