Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 35
• • / Hannes Helgason fv. formaður OBI: Minningabrot frá formannstíð s Arið 1941, þegar ég var 12 ára gamall, gerðist ég sendisveinn hjá Blindraiðn, sem var vinnustaður blindra og sjónskertra. Blindra- vinafélag Islands stofnaði þennan verndaða vinnustað og var hann til húsa að Ingólfsstræti 16 Reykjavík og er enn. Þetta voru mín fyrstu kynni af fólki, sem í dag er hluti af þeim, er kallast öryrkjar. Blinda fólkið varð að vinum mínum og ég vinur þeirra og ekkert getur breytt því. Þegar ég var um tvítugt var þess óskað, að ég tæki að mér verkstjórn og kennslu í burstagerð og vefnaði fyrir blinda. Ég nam burstagerð og vefnað hjá þáver- andi verkstjóra Vilhjálmi Jóhannes- syni og starfaði við það um skeið eða þar til ég ákvað að fara í húsasmíða- nám. Arið 1974 gerðist ég stjómar- meðlimur og ári síðar ritari Blindra- vinafélags Islands og er enn starfandi sem slíkur. í september 1975 gerðist ég fulltrúi Blindravinafélagsins í stjóm ÖBÍ. Þá var Ólöf Ríkarðsdóttir formaður ÖBÍ. Næst tók við for- mennsku Vigfús Gunnarsson, og urðu þau bæði einskonar lærimeistarar mínir varðandi formannsstörf í ÖBÍ. 11 nóvember 1977 var ég kjörinn formaður ÖBÍ til tveggja ára, en þær reglur giltu þá, að hvert aðildarfélag tilnefndi formann til tveggja ára í senn. Oddur Ólafsson þingmaður og fulltrúi SIBS og Guðmundur Löve framkvæmdastjóri ÖBI voru menn, sem aldrei mega gleymast vegna þess, að án þeirra hefði ÖBI aldrei orðið það sem það er í dag. s Eg var svo lánsamur í formannstíð minni að njóta aðstoðar og hjálp- semi þeirra beggja og tóku þeir af mér margan snúninginn. En því miður fyr- ir okkur öll, þá lést Guðmundur Löve í formannstíð minni. Það var hinn 3. maí 1978. A þeim tíma stóð aðalmálið um það, hvar og hvemig hægt væri að fá fjármagn til þess að standa straum af þeim framkvæmdum, sem staðið var í þá. Eftir andlát Guð- mundar tók Asgerður Ingimarsdóttir að sér framkvæmdastjórnina ásamt Oddi. Þau einfaldlega bættu á sig Hannes Helgason. störfum. Fjárskortur var ávallt eitt höfuðvandamál ÖBÍ. En þeim Oddi og Asgerði tókst einhvem veginn að fleyta bandalaginu fram hjá öllum slíkum vandamálum. Það var ekki fyrr en lottóið kom til sögunnar, að fjárhagurinn fór að lagast. A þessum tíma urðu aðildarfélögin tíu talsins. Byggingamálin voru stærstu málin, bæði í Hátúninu og Fannborg 1 í Kópavogi. Vinnustofumálin voru einnig í brennidepli og vann Anna Ingvarsdóttir ómetanleg störf í því sambandi. Mörgum málum, sem vörðuðu réttindi fatlaðra tókst að koma í höfn, en það var vegna ötullar árvekni, vinnu og samstöðu þeirra, sem sinntu málunum, að það tókst. Aðaltengiliður milli ÖBÍ og stjómvalda var að sjálfsögðu Oddur Ólafsson, og sinnti hann ævinlega hinum erfiðustu málum. Þegar ég lít yfir það tímabil, sem ég tók þátt í stjórn ÖBI virðist mér, að allir stjórnarfulltrúar hafi átt það sameiginlegt að reyna að ná sem best- um árangri til handa sínum félögum og bandalaginu í heild. Ég vil gjarnan taka undir hvatningu Sigríðar Ingi- marsdóttur, er hún viðhafði á aðal- fundi ÖBÍ 1979. Þar hvatti hún full- trúa í stjórn til þess að kynna sér skýrslur aðildarfélaganna og hinna ýmsu nefnda sem starfa á vegum bandalagsins og útdeila þeim fróðleik til sinna félaga og almennings. Ég hef nú um nokkurt skeið hvílt mig á fundastörfum í ÖBÍ en aðrir fulltrúar úr stjórn Blindravinafélags íslands tekið að sér þau störf, eða frá árinu 1990. Svo framarlega sem einhugur og dugnaður ríkir í stjórn ÖBI þá mun bandalagið halda áfram að vaxa. Þörfin er óendanleg fyrir skilning og aðstoð stjómvalda og almennings til handa öryrkjum, svo þeir megi verða eins nýtir þjóðfélagsþegnar og unnt er. Hannes Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.